Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 19

Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 19
LAUGARDAGUR 16. mars 2013 | SKOÐUN | 19 Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig tog- streita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finn- ist það sífellt vera að svíkj- ast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hug- mynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnu- líf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambands- ins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjón- ir æ meir að umönnun eldri ætt- ingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi. Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykil þáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal ann- ars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frí- daga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnun- ar aldraðra. Skipulag skóla- starfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leik- skólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heim- ilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu sam- hengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikinda- dagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannan- ir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upp- lýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjan- legan vinnutíma hér á landi og veikinda daga. Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, sam- ræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjöl- skyldu- og atvinnulífs. Í vinnu- hópnum sitja fulltrúar atvinnulífs- ins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnu hópsins var að boða til morgunverðar- fundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfs- fólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upp tökur erinda frá morgunverðar fundinum má sjá á heimasíðunni www.hid- gullnajafnvaegi.is Vinnuhópur- inn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verð- ur á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnu- markaði finnst þeim takast að sam- ræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir auk- inni menntun og sýnileika í sam- félaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag megin ábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnu- lífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál JAFNRÉTTI Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ➜ Kannanir sýna að verka- skipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Ergo veitir frumkvöðlum umhverfisstyrki Lumar þú á hugmynd? Ergo veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000 krónur hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúruauðlinda. Sendu inn þína hugmynd Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina á ergo.is. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því til hvers nýta skal styrkinn. Umsóknarfrestur er til 10. apríl en styrkjum verður úthlutað á degi jarðar 22. apríl. Kynntu þér málið nánar á ergo.is > www.ergo.is Umhverfi Efnahagur Samfélag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.