Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 38
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Þetta er eins og í lækna-reyfara. Ég á stefnumót við Tómas Guðbjarts-son, hjarta- og lungna-skurðlækni, á vinnustað hans, Landspítalanum, og til að auka á spennuna er hann í aðgerð þegar ég mæti. Ég fylgist því um stund með hlaupum fólks um sjúkrahússgangana. Annríkið leynir sér ekki. Þegar Tómas kemur út af skurðstofunni biðst hann afsökun- ar á að hafa látið mig bíða. Þá er eftir að finna eitthvert skot til að tala saman í. Ekki getum við verið á skrifstofu Tómasar því þar inni eru rakaskemmdir sem spillt hafa heilsu hans síðustu tvö ár. „Ég hef ekki komið þar inn í sex vikur og líður mun betur,“ segir hann. „Það eru miklar mygluskemmdir hér, aðal- lega út af lekum gluggum, sem er afleiðing þess að nær ekkert fé hefur verið veitt til endurbóta á húsnæðinu lengi. Eins og mér þykir vænt um þetta gamla hús. Hugsaðu þér hvaða stórhugur var í fólki þegar ráðist var í þessa byggingu. Ég klappa stund- um á veggina og segi: „Þessir veggir eru áttatíu ára.“ Það er óneitanlega stemning en svo snýst hún upp í and- hverfu sína þegar manni líður illa á þessum gamla vinnustað.“ Skrifstofa ritara Tómasar er laus og þar tyllum við okkur niður. Hann rífur fljótlega af sér skurðstofuhúf- una. Það er síðdegi og hann er búinn að vera á spítalanum frá því morg- uninn áður. „Ég gerði stóra og erf- iða aðgerð í gær. Við vissum það alveg fyrir fram. Fullorðinn maður sem hafði fengið tvö stór hjartaáföll á nokkrum dögum, hann þurfti að fara í hjáveituaðgerð og svo í endur- aðgerð í gærkveldi, þannig að þetta varð einn af þessum erfiðum dögum í vinnunni. En þetta gekk vel og þá er þetta gefandi. Maður gengur samt ekkert út klukkan fimm. Auðvitað hjálpumst við félagarnir í teyminu að en það er nú samt þannig við erf- iðu aðgerðirnar að skurðlæknirinn verður að leiða teymið þar til sjúk- lingurinn er kominn í örugga höfn. Þetta er lífsstíll sem er vissulega ákveðin fórn, bæði fyrir mann sjálf- an og fjölskylduna, en líka eitthvað sem maður gerir í samráði við sína nánustu.“ Klukkuverk til staðar Ekki telur Tómas sig meira í að bjarga mannslífum en hver annar. „Það hefur kannski hist þannig á að þegar sjúklingar hafa komið með alvarlega áverka á brjóstholi þá hefur það lent á mínu borði, annað hvort hef ég verið á vakt eða til- kippilegur heima og hef getað þotið niður á slysadeild í Fossvogi. Sumt eru skotáverkar eða hnífstungur og hvoru tveggja kynntist ég í mínu sérnámi í Svíþjóð og þó sérstaklega árið sem ég var í Boston, þar eru skot- og hnífaáverkar algengir. Sem betur fer er það ekki þannig hér.“ Í stórborgunum úti segir Tómas umferðina þunga svo oft taki lang- an tíma að flytja sjúklingana frá áverkastað. Stundum hafi þeim blætt út á leiðinni. „Mikilvægast í þessu öllu er hraðinn sem þarf að beita bæði til að koma sjúklingn- um í hús og eftir að hann er kom- inn í hús. Eitt af lykilatriðunum í því hversu vel sum tilfelli hafa gengið hér er hversu fljótt sjúklingarnir hafa komist undir læknishendur,“ segir hann og nefnir neyðarbílinn sem öflugt tæki með frábæru starfs- fólki. „Stundum hefur mér tekist að komast út úr húsi hér við Hring- brautina og í sérstökum bíl lögregl- unnar suður í Fossvog á fimm mín- útum. Það borgar sig ekki að keyra sjálfur í svona aðstæðum.“ Í erfiðum tilfellum segir Tómas öllu máli skipta að vinna hratt og skipulega og vera óhikandi í ákvörð- unum. „En þetta er ekki eins manns sýning,“ tekur hann fram. „Þetta er teymisvinna og lykillinn að því hve vel hefur gengið er allt þetta klukku- verk sem er til staðar, svæfingar- og gjörgæslulæknar, bráðalæknar, hjúkrunarfræðingar og skurðlækn- ar. Það er síðan að hluta til á ábyrgð þess sem leiðir teymið að andrúms- loftið sé uppbyggjandi og að fólki finnist það róa í sömu átt. Auðvitað eru allir á adrenalíni en mér finnst skipta miklu máli að vera ekki með óþarfa hávaða og læti.“ Tómas segir einnig þýðing- armikið að vita takmörk sín, að gera ekki einhverja stóra hluti ef staðan er vonlaus. Með þjálfun og færni sé hægt að læra hvað sé raunhæft og hvað ekki. „Það hefur ekki allt gengið upp, ég verð að vera hreinskilinn með það, en oft gengur þetta ótrúlega mikið betur en búast mátti við. Það gefur öllu teyminu byr undir báða vængi og er mjög hvetjandi, sérstaklega þegar álagið er svona mikið eins og núna þegar við erum einhvern veginn alltaf að senda boltann upp brekkuna.“ Hann segir starfið í eðli sínu gríðar lega gefandi, sér- staklega þegar takist að bjarga mannslífum – það segi sig sjálft. En það hafi tvær hliðar. „Stundum gengur ekki eins vel og vonir stóðu til og það þarf að sinna þeim sjúk- lingum og fjölskyldum þeirra ekki síður en þeim sem eru að þakka þér fyrir lífgjöf. Læknir verður að geta sett sig í þá stöðu að vera hinum megin við borðið. Ég er ekki sérmenntaður á þessu sviði en hin mannlega hlið starfsins hefur allt- af vakið áhuga minn og þar sem ég tek þátt í að þjálfa læknakandidata legg ég áherslu á að starfið snúist ekki bara um að kunna á bókina, heldur að kunna að tala við sjúk- linga og læra að hlusta. Ég reyni að búa nemendur mína undir það hvað starfið getur oft verið erfitt og ræði það á opinskáan hátt. Það tekur til dæmis tíma að læra að vinna úr áföllum sem koma upp í starfi, að halda fókus og geta ein- beitt sér að næsta verkefni. Svo er mikilvægt að taka ekki vandamálin með sér heim, einkalífsins vegna.“ Alltaf að koma fólki á lappir Hvernig tollir flinkur læknir hér á landi þegar endalaus eftirspurn er eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki erlendis? „Ég fæ oft þá spurningu,“ viður- kennir Tómas. „Mér leið vel í vinnunni í Svíþjóð. Við vorum að gera stórar aðgerðir, til dæmis hjarta- og lungnaflutninga, eitthvað sem ég vissi að ég kæmist ekki í að gera hér heima. En það var alltaf í kortunum að koma heim og í mínu sérnámi reyndi ég að undirbúa mig eftir mætti undir þau verkefni sem biðu mín hér heima. Ég er alger- lega sáttur við mína ákvörðun en ég neita því ekki að stundum er Ég er kannski pínulítið ofvirkur Öllu máli skiptir að vinna hratt og skipulega þegar bjarga á mannslífum með bráðri skurðaðgerð. Það þekkir Tómas Guð- bjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor í skurðlæknisfræði, sem vakið hefur heimsathygli fyrir frammistöðu sína. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Á SKURÐSTOFUGANGINUM Þessir veggir eru áttatíu ára, það er óneitanlega stemning en svo snýst hún upp í andhverfu sína þegar manni líður illa á þessum gamla vinnu- stað,“ segir Tómas sem þjáðst hefur af öndunarfæraóþægindum vegna myglusvepps. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PRÓFESSORINN Læknanemarnir Helgi Kristinn Björnsson og Valdís Guðrún Þórhallsdóttir skoða röntgenmyndir undir leiðsögn Tómasar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Af ellefu sjúklingum með alvarlega brjóstáverka sem opnaðir hafa verið með hraði undir forystu Tómasar hafa sjö lifað. Það þykir mjög góður árangur á heimsvísu. Hér eru fjögur dæmi rifjuð upp. 2006 Ungur maður með hnífstungu í hjarta hlaut lífgjöf með aðgerð hjá Tómasi og félögum. Sú aðgerð var framkvæmd á móttökustofu slysadeildar. 2007 Jón Gunnar Benjamínsson lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hellisheiði eystri þar sem meðal annars kom rof á ósæð og honum næstum blæddi út. Hann þakkar Tómasi lífgjöfina. 2011 Tómas átti stóran þátt í að bjarga lífi Andemariam Teklesenbet Beyene frá Erítreu er hann græddi í hann gervibarka á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, undir stjórn Paolo Macchiarini, prófessors þar. Það var fyrsta aðgerð sinnar tegundar í heiminum. Áður hafði Tómas fjarlægt stórt æxli úr barka Erítreu- mannsins. 2012 Tómas stjórnaði 20 manna teymi sem bjargaði Skúla Eggerti Sigurz lögfræðingi úr bráðum háska eftir að hann hafði hlotið fimm hnífstungur árásarmanns, þar af fjórar lífshættu- legar. Bráðaaðgerðir Á HJARTASKURÐSTOFUNNI Góður tækja- búnaður er mikilvægur í starfsemi spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Þetta er lífsstíll sem er vissulega ákveðin fórn, bæði fyrir mann sjálfan og fjöl- skylduna en líka eitthvað sem maður gerir í samráði við sína nánustu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.