Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 75

Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 75
KYNNING − AUGLÝSING Brugghús16. MARS 2013 LAUGARDAGUR 3 Baldur er fyrsti íslenski bruggmeistari á Ís-landi eftir að bjórinn var leyfður árið 1989. Hann starfaði sem matvælafræðingur hjá Vífilfelli en hélt síðan í nám í bruggun og eimun við Heriot Watt-háskólann í Edinborg í Skotlandi og tók við sem bruggmeistari árið 1993. Vífilfell hefur komið með tólf nýja bjóra á markað á undanförnum tveimur árum og Baldur á heiðurinn af þeim öllum. „Stór hluti af starfi mínu er að þróa nýjar tegundir af bjór. Þegar ég fæ hugmynd að bjór legg ég hana undir markaðsdeild til að kanna grundvöllinn, til dæmis einhverja ákveðna bragðgerð sem forvitni- legt væri að prófa. Ef við sjáum markaðstækifæri er hafist handa og þá velti ég þróuninni fyrir mér, meðal annars hversu sterkur bjórinn ætti að vera. Uppskriftin verður fyrst til á blaði en síðan tekur við prufubrugg áður en smakkið hefst. Smakkið er síðan gríðarlega mikilvægt,“ útskýrir Baldur. Þegar hann er spurður um uppáhaldsbjórinn, svar- ar hann: „Ja, við eigum vinsælustu bjórana á mark- aðnum. Þeir hafa gengið vel og þá sérstaklega Vík- ing Gylltur, Thule, Víking lager og Víking Lite. Síðan hefur Víking jólabjórinn slegið í gegn,“ segir Baldur sem um þessar mundir er að koma páska bjórnum á markað. „Við erum með tvær gerðir af páskabjór og nú í fyrsta skipti í dósum og PáskaBock sem er sterkari og bragðmeiri bjór.“ Löng saga Saga Vífilfells sem bjórframleiðanda á rætur að rekja til Siglufjarðar árið 1939. Verksmiðjan flutti síðan til Akureyrar um 1950. Vífilfell hefur verið mjög öflugt í vöruþróun á undanförnum árum þar sem farnar eru ótroðnar slóðir. Stout er til dæmis fyrsti íslenski stout bjórinn, Pils Organic er eini vott- aði lífræni bjórinn framleiddur á Íslandi. JólaBock og PáskaBock hafa fengið gríðarlegt lof frá gagnrýn- endum. Nýjustu bjórarnir komu á markað í janú- ar, Þorraþræll, sem var fyrsti íslenski bitter bjór- inn, og EiniberjaBock, sem er fyrsti íslenski bjórinn kryddaður með einiberjum. Vífilfell leggur gríðar- lega mikið upp úr faglegum vinnubrögðum og er með tvær rannsóknarstofur sem sinna eftirliti með framleiðslunni.“ Bragðið skiptir máli Baldur segir starfið mjög skemmtilegt og gant- ast með að hann taki sér frí frá drykkjunni um helgar. „Menn myndu ekki endast lengi í þessu starfi ef þeir væru alltaf fullir en smökkunin er afar mikilvæg. Bragðið ræður ferðinni,“ segir Baldur. Hann segir að bragðsmekkur Íslendinga hafi breyst mikið síðustu tíu árin. „Í upphafi var nær eingöngu horft í áfengisprósentuna en minna í bragð. Upp úr aldamótunum fór maður að sjá breytingu og sú þróun varð á heimsvísu. Árstíða- bundnir bjórar komu sterkir inn og ýmsir sér- bjórar. Í dag er mikill áhugi á slíkum bjórum og fólk er miklu opnara fyrir að prófa nýjar tegund- ir. Sá áhugi kemur með breyttum lífsstíl, fólk er farið að huga meira að uppruna vörunn- ar. Íslenski bjórinn er gerður úr íslensku vatni sem er það besta í heimi og það skiptir miklu máli í framleiðslunni. Við erum óbundnir af hefðum og óhrædd- ir að prófa eitthvað nýtt, til dæmis ýmsar krydd tegundir sem eru mjög spennandi.“ Hitaeiningasnauður Baldur segir að bjór sé ekki fitandi sé hann drukkinn í hófi. „Það er mun frek- ar naslið sem fólk borðar stundum með honum sem er fitandi,“ segir hann. „Bjórinn er hitaeiningasnauður en þær aukast eftir áfengisstyrkleika. Bjórinn er heldur ekki óhollur í hófi því í honum eru B-vítamín, ýmis steinefni og andoxunarefni sem koma úr humlum.“ Baldur segir neysluna mun jafnari en áður. „Áður fyrr var hún bara um helgar en nú er neyslan jafnari og veðrið getur skipt þar máli. Fólk er ekki lengur litið hornauga þótt það sitji með bjór í miðri viku.“ Útflutningur Baldur og Vífilfell vinna með Bandaríkjamönnum í að markaðs- setja íslenskan bjór erlendis. Verkefnið byrjaði sem vatnsútflutnings verkefni en snerist yfir í útflutning á bjór þegar eigendurnir höfðu smakkað Víking bjór í ferð sinni um Ísland. Nú eru f luttir tugir gáma af bjór frá Vífil- felli til Bretlands og Bandaríkjanna á hverju ári. Þarna koma því miklar útflutningstekjur til landsins. Þess- ir bjórar eru Einstök White Ale, Ein- stök Pale Ale, Einstök Toasted Porter og síðan jólabjórinn Einstök Doppel- bock. Allir þessir bjórar eru til sölu á Íslandi. Bruggar vinsælasta bjórinn á Íslandi Baldur Kárason hjá Vífilfelli er bruggmeistarinn á bak við Víking bjór, Thule og fleiri vinsælar tegundir. Hann er stöðugt að þróa nýja bjóra, enda hefur bragðsmekkur landans þróast mikið undanfarin ár. Baldur Kárason, brugg- meistari hjá Vífilfelli, er stöðugt í vöruþróun og finnst spennandi að búa til nýjar tegundir af bjór. MYND/AUÐUNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.