Fréttablaðið - 16.03.2013, Side 76

Fréttablaðið - 16.03.2013, Side 76
KYNNING − AUGLÝSINGBrugghús LAUGARDAGUR 16. MARS 20134 1. Snow Beer. Kínverski bjórinn Snow Beer er vinsælasti bjór ver- aldar en fæst óvíða annars staðar en í Kína. Líklega eru þó tölurnar villandi að einhverju leyti þar sem undir nafni Snow Beer eru seld- ar nokkrar tegundir sem allar eru inni í lokasölutölunni. Ef sölutölur allra Budweiser-bjórtegundanna væru teknar saman væru þær lík- lega mun hærri en Snow bjórsins. 2. Bud Light. Bud Light er söluhæsti bjórinn í Bandaríkjunum en er líka vinsæll um allan heim. 3. Budweiser. Sölutölur Budweiser hækkuðu um tuttugu prósent árið 2011. Ástæðan er árangursrík útrás á erlenda markaði. 4. Corona Extra. Ljóst öl sem framleitt er af Cervecería Mod- elo í Mexíkó. Yfirleitt er bjórinn borinn fram með límónusneið í flöskuhálsinum. 5. Skol. Afar vinsæll bjór í Brasilíu og á auknum vinsældum að fagna í Afríku og Suður-Ameríku. Er ekki enn vinsæll í Evrópu, Bandaríkj- unum eða Kína. 6. Heineken. Hollenski Heineken- bjórinn er Íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur náð vinsæld- um víða en aukin sala í Afríku og Rússlandi hefur komið honum ofar á vinsældalista bjóra í heim- inum. 7. Coors Light. Bandaríski bjór- inn Coors Light er afar vinsæll í heimalandinu. Árið 2008 varð hann opinber bjór NASCAR-kapp- akstursins. Þegar bjórinn er kæld- ur niður í fjórar gráður breytast hvít fjöllin á merkimiðanum í blá fjöll. 8. Miller Lite. Bandarískur bjór og sá fjórði vinsælasti þar í landi. 9. Brahma. Brasilískur bjór. Stjörnur á borð við Jennifer Lopez hafa leikið í sjónvarpsauglýsing- um fyrir bjórtegundina. 10. Asahi Super Dry. Japanskur bjór sem er sá vinsælasti í Japan en er einnig í náðinni í Evrópu. Vinsælustu bjórar heims Vefsíðan www.thedrinksbusiness.com greindi frá því síðla árs 2012 hverjar væru tíu söluhæstu bjórtegundir ársins 2011. Nöfnin á listanum koma líklega mörgum á óvart. Sumar, eins og Budweiser, Heineken og Corona, eru kunnuglegar, aðrar eru lítt þekktar í Evrópu. Nýjasta æðið á börum á Englandi eru bjórkokkteilar. Samkvæmt net- miðli Daily Mail á fólk að gleyma því sem mamma kenndi um að blanda ekki saman drykkjum og prófa bjórkokkteil. Þetta nýja æði kemur frá Bandaríkjunum og hefur slegið í gegn á börum sem bjóða upp á kokkteilana, eins og Tap East, Hawksmoor og Meat Liquor í London, North Bar í Leeds og Love, Liquor and Burn í Manchester. Þessir nýju kokkteilar þykja hafa brúað bilið milli drykkjarvenja karla og kvenna. Karlar þamba bjór á breskum krám en konur sötra hvítvín eða kokkteila. Bæði karlar og konur drekka bjórkokkteila. Í bjórkokkteila er oftast notaður bjór með maltbragði. Í bjórinn er bætt gini, tekíla, líkjör, sítrónusafa, hunangi eða sírópi og ýmsum öðrum bragðtegundum. Einn af vinsælustu bjórkokkteilum í New York er með tekíla, ananasmauki, sítrónusafa, sterkri chili-sósu, Mexico- sírópi og Negra Modelo-bjór sem er vinsæll í Mexíkó. Hlutföll eru ekki gefin upp. Þá er einnig vinsælt að setja Guinness-bjór til hálfs í glas og fylla síðan upp með góðu kampavíni. Í sumum borgum Bretlands merkir orðið „shandy“ áfengan drykk. Margir Bretar tala um shandy lemonade sem er bjór blandaður sóda- vatni með sítrónubragði eða síder. Bandaríkjamenn gera grín að því þegar Englendingur kemur á bar í New York og biður um shandy lemonade því þá fær hann afgreiddan límónudrykk án áfengis. Í nokkrum öðrum löndum, eins og Kanada og Ástralíu, er sami drykkur kallaður black shandy. Bjórkokkteilar slá í gegn Fyrirtækið Eldfjallabrugg á Akureyri er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fram-leiðir alcapops-drykki sem gjarn- an eru kallaðir gosbjórar. Eldfjallabrugg hóf starfsemi árið 2010 með það að mark- miði að hleypa ferskum vindum inn á mark- að sem lítið hefur verið sinnt hérlendis. Ári síðar setti fyrirtækið á markað þrjá gos- bjóra undir heitinu Volcanic Energy. Nokkr- um mánuðum síðar kom fjórði drykkurinn á markað og í dag fást drykkirnir með ananas- bragði, appelsínubragði, límónubragði og mangóbragði. Alfreð Pálsson, framkvæmda- stjóri Eldfjallabruggs, segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og í raun hafa farið fram úr vonum. „Við erum um þessar mundir að þróa tvær nýjar tegundir sem væntan- lega verða kynntar í vor. Um leið erum við að þróa nýjar tegundir sterkra drykkja, svo sem vodka og gin, auk þess sem við stefnum líka á sölu óáfengra drykkja í framtíðinni.“ Upphaflega voru þeir tveir félagarnir sem settu fyrirtækið á fót. Ragnar Tryggva- son starfaði með þeim félögum vorið 2010 en varð eigandi árið 2011. Hann gegnir mjög mikilvægu hlutverki að sögn Alfreðs. „Ragnar er með áralanga reynslu af starf- semi brugghúsa í Austur-Evrópu og hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á fram- leiðslu áfengra drykkja. Hann er í raun heil- inn á bak við drykkina og þróar þá flesta að stærstum hluta.“ Gosbjórinn er framleiddur í Bruggsmiðj- unni á Árskógssandi sem meðal annars framleiðir bjórinn Kalda. Alfreð segir for- svarsmenn Bruggsmiðjunnar hafa veitt þeim ómetanlegan stuðning í fyrstu skref- um framleiðslunnar sem hafi gagnast þeim mikið. Volcanic Energy-gosbjórinn er kominn í svokallaða kjarnasölu sem þýðir að hann fæst í öllum stærri verslunum Vínbúðarinn- ar. „Salan hefur farið vel af stað. Við erum að keppa við risa á markaðnum, eins og Smirnoff og Bacardi, en náðum strax 10% markaðshlutdeild fyrsta árið sem er afskap- lega góður árangur og hlutdeild okkar fer bara vaxandi. Við eigum tryggan viðskipta- vinahóp hér á Norðurlandi en líka á höfuð- borgarsvæðinu sem er auðvitað stærsti markaðurinn.“ Það sem einkennir Volcanic Energy-gos- bjórinn er að hann kemur í stærri flöskum og með hærra áfengisinnihaldi en flestir aðrir gosbjórar. Alfreð segir að með hækkandi áfengisgjaldi undanfarin ár hafi aðrir fram- leiðendur minnkað flöskurnar og áfengis- innihaldið. „Við bjóðum upp á 330 ml flösk- ur með 4,5% styrkleika en flestir aðrir fram- leiðendur bjóða upp á 275 ml flöskur með einungis 4% áfengisinnihaldi. Á meðan aðrir framleiðendur breyttu þessu hélst verð- ið óbreytt til neytenda en við bjóðum upp á stærri og sterkari drykki en bjóðum samt upp á lægsta verðið.“ Góður árangur hefur hvatt þá félaga til að horfa út fyrir landsteinana og er sú vinna þegar hafin. Alfreð verst allra fregna en segir þá hluti mögulega skýrast í sumar. Allar nánari upplýsingar um Volcanic Energy-gosdrykkina má finna á www.volc- anic.is og inn á Facebook-síðunni Volcanic Energy. Frískandi og bragðmikill gosbjór Volcanic Energy-gosbjórinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst settur á markað árið 2011. Hann fæst nú í fjórum bragðtegundum og er seldur í stærri flöskum og með hærra áfengisinnihaldi en flestir aðrir gosbjórar hérlendis. Volcanic Energy-gos- bjórinn fæst nú í fjórum bragðteg- undum. MYND/ÚR EINKASAFNI Ragnar Tryggvason, tækni- og vöruþróunarstjóri Eld- fjallabruggs. MYND/STEFÁN „Við erum um þessar mundir að þróa tvær nýjar tegundir sem væntanlega verða kynntar í vor,“ segir Alfreð Pálsson, framkvæmdastjóri Eldfjallabruggs. MYND/HEIÐA Við eigum tryggan viðskiptavinahóp hér á Norðurlandi en líka á höfuðborgarsvæðinu. 1 2 3 4 5 76 8 9 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.