Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 76
KYNNING − AUGLÝSINGBrugghús LAUGARDAGUR 16. MARS 20134
1. Snow Beer. Kínverski bjórinn
Snow Beer er vinsælasti bjór ver-
aldar en fæst óvíða annars staðar
en í Kína. Líklega eru þó tölurnar
villandi að einhverju leyti þar sem
undir nafni Snow Beer eru seld-
ar nokkrar tegundir sem allar eru
inni í lokasölutölunni. Ef sölutölur
allra Budweiser-bjórtegundanna
væru teknar saman væru þær lík-
lega mun hærri en Snow bjórsins.
2. Bud Light. Bud Light er söluhæsti
bjórinn í Bandaríkjunum en er líka
vinsæll um allan heim.
3. Budweiser. Sölutölur Budweiser
hækkuðu um tuttugu prósent árið
2011. Ástæðan er árangursrík útrás
á erlenda markaði.
4. Corona Extra. Ljóst öl sem
framleitt er af Cervecería Mod-
elo í Mexíkó. Yfirleitt er bjórinn
borinn fram með límónusneið í
flöskuhálsinum.
5. Skol. Afar vinsæll bjór í Brasilíu
og á auknum vinsældum að fagna
í Afríku og Suður-Ameríku. Er ekki
enn vinsæll í Evrópu, Bandaríkj-
unum eða Kína.
6. Heineken. Hollenski Heineken-
bjórinn er Íslendingum að góðu
kunnur. Hann hefur náð vinsæld-
um víða en aukin sala í Afríku og
Rússlandi hefur komið honum
ofar á vinsældalista bjóra í heim-
inum.
7. Coors Light. Bandaríski bjór-
inn Coors Light er afar vinsæll
í heimalandinu. Árið 2008 varð
hann opinber bjór NASCAR-kapp-
akstursins. Þegar bjórinn er kæld-
ur niður í fjórar gráður breytast
hvít fjöllin á merkimiðanum í blá
fjöll.
8. Miller Lite. Bandarískur bjór og
sá fjórði vinsælasti þar í landi.
9. Brahma. Brasilískur bjór.
Stjörnur á borð við Jennifer Lopez
hafa leikið í sjónvarpsauglýsing-
um fyrir bjórtegundina.
10. Asahi Super Dry. Japanskur
bjór sem er sá vinsælasti í Japan
en er einnig í náðinni í Evrópu.
Vinsælustu bjórar heims
Vefsíðan www.thedrinksbusiness.com greindi frá því síðla árs 2012 hverjar
væru tíu söluhæstu bjórtegundir ársins 2011. Nöfnin á listanum koma líklega
mörgum á óvart. Sumar, eins og Budweiser, Heineken og Corona, eru
kunnuglegar, aðrar eru lítt þekktar í Evrópu.
Nýjasta æðið á börum á Englandi eru bjórkokkteilar. Samkvæmt net-
miðli Daily Mail á fólk að gleyma því sem mamma kenndi um að
blanda ekki saman drykkjum og prófa bjórkokkteil. Þetta nýja æði
kemur frá Bandaríkjunum og hefur slegið í gegn á börum sem bjóða
upp á kokkteilana, eins og Tap East, Hawksmoor og Meat Liquor í
London, North Bar í Leeds og Love, Liquor and Burn í Manchester.
Þessir nýju kokkteilar þykja hafa brúað bilið milli drykkjarvenja karla
og kvenna. Karlar þamba bjór á breskum krám en konur sötra hvítvín
eða kokkteila. Bæði karlar og konur drekka bjórkokkteila.
Í bjórkokkteila er oftast notaður bjór með maltbragði. Í bjórinn er
bætt gini, tekíla, líkjör, sítrónusafa, hunangi eða sírópi og ýmsum
öðrum bragðtegundum. Einn af vinsælustu bjórkokkteilum í New York
er með tekíla, ananasmauki, sítrónusafa, sterkri chili-sósu, Mexico-
sírópi og Negra Modelo-bjór sem er vinsæll í Mexíkó. Hlutföll eru ekki
gefin upp. Þá er einnig vinsælt að setja Guinness-bjór til hálfs í glas og
fylla síðan upp með góðu kampavíni.
Í sumum borgum Bretlands merkir orðið „shandy“ áfengan drykk.
Margir Bretar tala um shandy lemonade sem er bjór blandaður sóda-
vatni með sítrónubragði eða síder. Bandaríkjamenn gera grín að því
þegar Englendingur kemur á bar í New York og biður um shandy
lemonade því þá fær hann afgreiddan límónudrykk án áfengis. Í
nokkrum öðrum löndum, eins og Kanada og Ástralíu, er sami drykkur
kallaður black shandy.
Bjórkokkteilar slá í gegn
Fyrirtækið Eldfjallabrugg á Akureyri er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fram-leiðir alcapops-drykki sem gjarn-
an eru kallaðir gosbjórar. Eldfjallabrugg
hóf starfsemi árið 2010 með það að mark-
miði að hleypa ferskum vindum inn á mark-
að sem lítið hefur verið sinnt hérlendis. Ári
síðar setti fyrirtækið á markað þrjá gos-
bjóra undir heitinu Volcanic Energy. Nokkr-
um mánuðum síðar kom fjórði drykkurinn á
markað og í dag fást drykkirnir með ananas-
bragði, appelsínubragði, límónubragði og
mangóbragði. Alfreð Pálsson, framkvæmda-
stjóri Eldfjallabruggs, segir viðtökurnar hafa
verið mjög góðar og í raun hafa farið fram
úr vonum. „Við erum um þessar mundir
að þróa tvær nýjar tegundir sem væntan-
lega verða kynntar í vor. Um leið erum við að
þróa nýjar tegundir sterkra drykkja, svo sem
vodka og gin, auk þess sem við stefnum líka
á sölu óáfengra drykkja í framtíðinni.“
Upphaflega voru þeir tveir félagarnir
sem settu fyrirtækið á fót. Ragnar Tryggva-
son starfaði með þeim félögum vorið 2010
en varð eigandi árið 2011. Hann gegnir
mjög mikilvægu hlutverki að sögn Alfreðs.
„Ragnar er með áralanga reynslu af starf-
semi brugghúsa í Austur-Evrópu og hefur
mjög yfirgripsmikla þekkingu á fram-
leiðslu áfengra drykkja. Hann er í raun heil-
inn á bak við drykkina og þróar þá flesta að
stærstum hluta.“
Gosbjórinn er framleiddur í Bruggsmiðj-
unni á Árskógssandi sem meðal annars
framleiðir bjórinn Kalda. Alfreð segir for-
svarsmenn Bruggsmiðjunnar hafa veitt
þeim ómetanlegan stuðning í fyrstu skref-
um framleiðslunnar sem hafi gagnast þeim
mikið.
Volcanic Energy-gosbjórinn er kominn
í svokallaða kjarnasölu sem þýðir að hann
fæst í öllum stærri verslunum Vínbúðarinn-
ar. „Salan hefur farið vel af stað. Við erum
að keppa við risa á markaðnum, eins og
Smirnoff og Bacardi, en náðum strax 10%
markaðshlutdeild fyrsta árið sem er afskap-
lega góður árangur og hlutdeild okkar fer
bara vaxandi. Við eigum tryggan viðskipta-
vinahóp hér á Norðurlandi en líka á höfuð-
borgarsvæðinu sem er auðvitað stærsti
markaðurinn.“
Það sem einkennir Volcanic Energy-gos-
bjórinn er að hann kemur í stærri flöskum og
með hærra áfengisinnihaldi en flestir aðrir
gosbjórar. Alfreð segir að með hækkandi
áfengisgjaldi undanfarin ár hafi aðrir fram-
leiðendur minnkað flöskurnar og áfengis-
innihaldið. „Við bjóðum upp á 330 ml flösk-
ur með 4,5% styrkleika en flestir aðrir fram-
leiðendur bjóða upp á 275 ml flöskur með
einungis 4% áfengisinnihaldi. Á meðan aðrir
framleiðendur breyttu þessu hélst verð-
ið óbreytt til neytenda en við bjóðum upp
á stærri og sterkari drykki en bjóðum samt
upp á lægsta verðið.“
Góður árangur hefur hvatt þá félaga til
að horfa út fyrir landsteinana og er sú vinna
þegar hafin. Alfreð verst allra fregna en segir
þá hluti mögulega skýrast í sumar.
Allar nánari upplýsingar um Volcanic
Energy-gosdrykkina má finna á www.volc-
anic.is og inn á Facebook-síðunni Volcanic
Energy.
Frískandi og bragðmikill gosbjór
Volcanic Energy-gosbjórinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst settur á markað árið 2011. Hann fæst nú í fjórum
bragðtegundum og er seldur í stærri flöskum og með hærra áfengisinnihaldi en flestir aðrir gosbjórar hérlendis.
Volcanic
Energy-gos-
bjórinn fæst
nú í fjórum
bragðteg-
undum.
MYND/ÚR
EINKASAFNI
Ragnar Tryggvason, tækni- og vöruþróunarstjóri Eld-
fjallabruggs. MYND/STEFÁN
„Við erum um þessar mundir að þróa tvær nýjar tegundir sem væntanlega verða kynntar í vor,“ segir Alfreð
Pálsson, framkvæmdastjóri Eldfjallabruggs.
MYND/HEIÐA
Við eigum tryggan
viðskiptavinahóp hér á
Norðurlandi en líka á
höfuðborgarsvæðinu.
1 2 3 4 5 76 8 9
10