Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 112
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 80 visir.is Landsliðshóp Íslands má finna á íþróttavef Vísis sem og ítarlega umfjöllun um blaða- mannafund Lars Lagerbäck. FÓTBOLTI Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næst- komandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu,“ sagði Lagerbäck á blaðamanna- fundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú.“ Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkan- skagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningar- leik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálf- ara,“ sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóven- um á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leik- inn gegn okkur,“ sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gísla- son, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson. Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vin- áttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tap- aði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sóknd- jörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rúss- um var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnar leiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað,“ segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona- heilkennið. Leikmenn geta stund- um verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera dug legir að búa til pláss þegar við fáum bolt- ann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins.“ Fátt kom á óvart í vali Lager- bäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, mark- vörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúnings- tímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Har- aldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla. eirikur@frettablaid.is Passa betur upp á boltann Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á landsliðinu. „Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær. BROSMILDIR Þjálfarateymi Íslands– Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Guðmundur Hreiðarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Björn Bergmann Sigurðar son svaraði ekki símtali Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara sem vildi ná tali af honum vegna landsleiksins gegn Slóveníu í næstu viku. Björn hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið að undanförnu til að einbeita sér að ferli sínum hjá enska B-deildarliðinu Wolves. „Ég lít þannig á málið að hann telji sig ekki enn tilbúinn fyrir landsliðið. Ég vil ekki setja pressu á hann,“ segir Lagerbäck, sem segist ekki vera óánægður með afstöðu Björns. „Hún kemur mér á óvart enda tel ég gott fyrir alla unga leik- menn að fá að spila með lands- liði sínu. En ég trúi ekki á að tala leikmenn til að spila með lands- liðinu. Hann verður samt ávallt velkominn í liðið.“ - esá Björn svaraði ekki símanum KYRR Í ENGLANDI Björn Bergmann í leik með enska B-deildarliðinu Wolves. NORDICPHOTOS/GETTY Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 KAPPAKSTURINN ÞAR SEM ALLT GETUR GERST Nýtt og æsispennandi keppnistímabil í Formúlunni hefst með Ástralíukappakstrinum um helgina. Tímatökur á laugardagsmorgni og kappaksturinn sjálfur á sunnudagsmorgni. Endursýnt í opinni dagskrá kl. 11:30. Fylgstu með Formúlu 1 frá byrjun! FORMÚLA 1 SUNNUDAG KL. 05:40 Ert þú með HD sjónvarp? Tryggðu þér aðgang að frábærri dagskrá í bestu mögulegu myndgæðum. FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SJÓNVARPINU SÝNT Í OPINNI DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.