Fréttablaðið - 16.03.2013, Qupperneq 112
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 80
visir.is
Landsliðshóp Íslands má
finna á íþróttavef Vísis sem
og ítarlega umfjöllun um blaða-
mannafund Lars Lagerbäck.
FÓTBOLTI Það er komið að seinni
hálfleik í undankeppni HM 2014,
en íslenska landsliðið mætir því
slóvenska ytra á föstudaginn næst-
komandi. Lars Lagerbäck tilkynnti
í gær landsliðshóp sinn sem er
ætlað það erfiða verkefni að sækja
minnst eitt stig á erfiðum útivelli á
Balkansskaga.
Ísland er með sex stig eftir
fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt
stig skilur að liðin í 2.-4. sæti.
Slóvenar eru í fimmta sæti með
þrjú stig og hafa ekki náð að
standa undir væntingum.
Það er ljóst að Ísland þarf helst
að fá stig í Slóveníu til að vera
með í baráttunni um annað sætið.
„Ég tel að við ættum enn góða
möguleika á öðru sætinu og sæti í
umspili með stigi gegn Slóveníu,“
sagði Lagerbäck á blaðamanna-
fundi í gær. „En ég stefni alltaf
á sigur í mínum leikjum og það
breytist ekki nú.“
Nýr þjálfari hjá Slóvenum
Ísland gerði góða för til Balkan-
skagans í haust og sigraði þá
Albaníu 1-0 í miklum rigningar-
leik. Lagerbäck telur að lið Slóvena
sé svipað að styrkleika.
„Það er hins vegar ákveðin
óvissa í kringum lið Slóvena því
það er nýbúið að skipta um þjálf-
ara,“ sagði Lagerbäck, en Slavisa
Stojanovic var rekinn í desember.
Srecko Katanec, sem kom Slóven-
um á EM 2000 og HM 2002, var
ráðinn aftur í starfið snemma á
nýju ári. „Nýr þjálfari breytti
um varnaraðferð og var með
þriggja manna varnarlínu í síðasta
æfingaleik. En það kæmi mér ekki
á óvart ef hann myndi breyta aftur
í fjögurra manna vörn fyrir leik-
inn gegn okkur,“ sagði Lagerbäck,
en þess má geta að tveir leikmenn
eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru
þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gísla-
son, Kári Árnason og Grétar Rafn
Steinsson.
Barcelona-heilkennið
Slóvenía tapaði umræddum vin-
áttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og
Hersegóvínu. Á sama degi tap-
aði Ísland sínum vináttulandsleik
gegn Rússum á Spáni, 2-0.
Lagerbäck stillti upp sóknd-
jörfu liði gegn Rússum en hann
var þó fyrst og fremst ánægður
með varnarvinnu liðsins í þeim
leik. „Varnarleikurinn gegn Rúss-
um var sá besti sem við höfum
sýnt. Samvinna allra leikmanna í
varnar leiknum var mjög góð. Við
erum þó hikandi þegar við fáum
boltann en bæði mörk Rússa komu
þegar við töpuðum boltanum á
slæmum stað,“ segir Lagerbäck.
„Ég hef kallað þetta Barcelona-
heilkennið. Leikmenn geta stund-
um verið of metnaðargjarnir, þó
svo að það sé gott að hafa metnað.
En við þurfum að passa betur upp
á boltann og fá leikmenn til að vera
aðeins kaldari þegar þeir fá hann.
Við þurfum að vera dug legir að
búa til pláss þegar við fáum bolt-
ann og skapa pressu á varnarmenn
andstæðingsins.“
Fátt kom á óvart í vali Lager-
bäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó
aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera
í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á
kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá
er Ögmundur Kristinsson, mark-
vörður Fram, verðlaunaður fyrir
góða frammistöðu á undirbúnings-
tímabilinu með sæti í landsliðinu.
Stefán Logi Magnússon og Har-
aldur Björnsson eru báðir tæpir
vegna meiðsla. eirikur@frettablaid.is
Passa betur upp á boltann
Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á
landsliðinu. „Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.
BROSMILDIR Þjálfarateymi Íslands– Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Guðmundur Hreiðarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Björn Bergmann
Sigurðar son svaraði ekki símtali
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara
sem vildi ná tali af honum vegna
landsleiksins gegn Slóveníu í
næstu viku.
Björn hefur ekki gefið kost á
sér í landsliðið að undanförnu til
að einbeita sér að ferli sínum hjá
enska B-deildarliðinu Wolves.
„Ég lít þannig á málið að hann
telji sig ekki enn tilbúinn fyrir
landsliðið. Ég vil ekki setja
pressu á hann,“ segir Lagerbäck,
sem segist ekki vera óánægður
með afstöðu Björns.
„Hún kemur mér á óvart enda
tel ég gott fyrir alla unga leik-
menn að fá að spila með lands-
liði sínu. En ég trúi ekki á að tala
leikmenn til að spila með lands-
liðinu. Hann verður samt ávallt
velkominn í liðið.“ - esá
Björn svaraði
ekki símanum
KYRR Í ENGLANDI Björn Bergmann í
leik með enska B-deildarliðinu Wolves.
NORDICPHOTOS/GETTY
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000
KAPPAKSTURINN ÞAR
SEM ALLT GETUR GERST
Nýtt og æsispennandi keppnistímabil í Formúlunni hefst með Ástralíukappakstrinum
um helgina. Tímatökur á laugardagsmorgni og kappaksturinn sjálfur á sunnudagsmorgni.
Endursýnt í opinni dagskrá kl. 11:30. Fylgstu með Formúlu 1 frá byrjun!
FORMÚLA 1 SUNNUDAG KL. 05:40
Ert þú með HD sjónvarp? Tryggðu þér aðgang að
frábærri dagskrá í bestu mögulegu myndgæðum.
FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SJÓNVARPINU
SÝNT Í
OPINNI DAGSKRÁ