Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 33

Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 33
www.visir.is Sími: 512 5000 | Fimmtudagur 2. maí 2013 | 19. tölublað | 9. árgangur KYNJAHLUTFÖLL JAFNAST Í SKRÁÐUM FYRIRTÆKJUM ➜ Viðtal við Pál Harðarson, forstjóra Nasdaq OMX Iceland ➜ Sama konan er stjórnarformaður í tveimur skráðum félögum ➜ 46 prósent stjórnarmanna íslenskra Kauphallarfélaga eru konur SÍÐA 4 F Y R S TA F L O K K S Þ JÓNUSTA OYSTER PERPETUAL DATEJUST Benda ferðalöngum á Amivox Ferðavefurinn HomeExchange.com bendir við- skiptavinum sínum sérstaklega á að nota þjónustu íslenska sprotafyrirtækisins Amivox til að draga úr kostnaði sínum við símanotkun í útlöndum. Eric Figueras Torras, framkvæmdastjóri Amivox, fagn- ar samstarfinu við HomeExchange og kveður það auka til muna sýnileika fyrirtækisins utan land- steinanna. Um sé að ræða viðbót við þjónustu þar sem fólk geti náð miklum sparnaði í símhringing- um milli landa eða þegar ferðast er með farsíma til útlanda. Viðskiptavinir Amivox eru nú um 40 þúsund talsins, en fyrirtækið hefur fengið styrki frá bæði Impru og Tækniþróunarsjóði. - óká Starfsemi Icelandair Group óx mikið á fyrsta ársfjórðungi Icelandair Group tapaði 18,3 milljónum Banda- ríkjadala, jafngildi ríflega 2.100 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var tap félagsins 13,2 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Á ársfjórðungnum jukust rekstrartekjur um ríflega 15 milljónir dala en rekstrar kostnaður jókst meira eða um ríflega 20 milljónir dala. Í frétta- tilkynningu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, for- stjóra Icelandair Group, að afkoma félagsins á árs- fjórðungnum hafi verið betri en spár gerðu ráð fyrir og áætlanir um vöxt gengið eftir. Nokkurrar árstíðasveiflu gætir jafnan í rekstri Icelandair Group. Þannig er fyrsti árs fjórðungur yfirleitt lakasti fjórðungur félagsins, sem hefur síð- ustu ár skilað tapi á fyrsta og fjórða árs fjórðungi en hagnaði á öðrum og þriðja. Árs niðurstaðan hefur síðan verið jákvæð síðustu þrjú ár. - mþl Noma velt úr fyrsta sætinu Norræna veitingastaðnum Noma í Kaupmanna- höfn, sem fjöldi Íslendinga hefur snætt á síðustu ár, hefur verið velt úr fyrsta sætinu á listanum yfir 50 bestu veitingahús heims. Breska tímarit- ið Restaurant gefur út listann, sem byggir á mati alþjóðlegs hóps kokka, veitingahúsaeigenda og matar gagnrýnenda. Í 2013-útgáfu listans er Noma, sem hefur verið í fyrsta sæti síðustu þrjú ár, í öðru sæti en í fyrsta sæti er El Celler de Can Roca í Girona í Katalóníu á Spáni. - mþl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.