Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 4
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT: Rangt var farið með ártal í frétt blaðs- ins í gær um hrun aðsóknar til kennara- náms. 156 var hafnað um skólavist árið 2006. Beðist er velvirðingar á villunni. SÆVAR CIESIELSKI gir sögu sínase ókin byggir á fangelsis-B pappírum Sævars Ciesielskis. Æska og unglingsár Sævars. Aðdragandi Guðmundar- og Geirfinnsmála. Gæsluvarðhaldið. Dramatísk frásögn af einu frægasta sakamáli Íslandssögunnar. SKRUDDA NÁTTÚRA Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merk- ustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjón- ustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auð- lindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stef- ánsson, augn- læknir og hella- könnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þess- ara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í land- inu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem marg- ir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borg- arhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarn- ir og það er búið að brjóta og fjar- lægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horf- ir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sér- kennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp stað- setningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherj- arfriðun komnar til. Þá segir jafn- framt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmd- um, er óviðunandi og kallar á rót- tæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“ svavar@frettabladid.is Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Hellar verði greindir í þrjá flokka eftir stigi friðunar. ■ Lokaðir hellar: Hellar sem eru lokaðir allri almennri umferð. Umgengni og rannsóknir eru háðar reglum sem setja þarf fyrir hvern helli. Lagt er til að 24 hellum verði lokað fyrir allri umferð svo fljótt sem auðið er. ■ Sýningarhellar: Hellar sem eru opnir ferðafólki í fylgd leiðsögumanna. Umgengni og rannsóknir eru háðar reglum sem setja þarf fyrir hvern helli. ■ Opnir hellar: Hellar sem eru öllum opnir án eftirlits. Umgengni og rann- sóknir eru háðar reglum sem setja þarf fyrir hvern helli, en stýra og bæta þarf aðgengi að hellunum og umgengni innan þeirra. Tillögur samráðsnefndar SURTS- HELLIR Einn þekktasti hraunhellir landsins sem hefur, eins og margir fleiri, tapað miklu af gildi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM FRÁ UNDIRRITUN Páll Á. Jónsson, frá Mílu og Jörundur Valtýsson frá utan- ríkisráðuneytinu skrifa undir. MYND/MÍLA FJARSKIPTI Míla og utanríkisráðu- neytið hafa undirritað samning um eignarhald og rekstur á ljós- leiðara sem liggur umhverfis landið, en ljósleiðarinn var lagður á vegum Atlantshafsbandalags- ins. Í samningnum er skýrt kveð- ið á um eignarhald á þeim átta þráðum sem eru í ljósleiðaranum og réttindi og skyldur sem þeim fylgja. Míla fer með eignarhald á fimm þessara þráða en utan- ríkisráðuneytið hefur umsjá með þremur fyrir hönd Atlantshafs- bandalagsins. Einnig er samið við Mílu um áframhaldandi þjónustu við umrædda þrjá þræði í umsjá rík- isins. Um er að ræða endurnýjun á fyrri samningi. -ósk Lengt í þjónustusamningi: Ljósleiðari um- hverfis landið ÁRNI B. STEFÁNSSON STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, fráfarandi atvinnuvegaráð- herra, skrifaði grein sem birtist á vefsíðu Financial Times í gærkvöldi þar sem hann veltir upp þeirri spurningu hvort stjórnmálamenn geti mætt óraunhæfum væntingum kjósenda í Evrópu á tímum niður- skurðar. Hann bendir á að jafnvel þótt stjórnvöld á Íslandi hafi verið gerð að fyrirmynd um hvernig takast ætti á við efnahagshrun hafi flokk- arnir tveir sem margir vilja kenna um hrunið aftur verið kosnir til va lda . Ha n n segir þetta vekja upp grundvall- arspurningar og spyr hvort ein- hver stjórnmála- maður geti upp- fyllt óraunhæfar væntingar kjós- enda í Evrópu. Steingrímur segir að þrátt fyrir að hagvöxtur hafi vænkast, verðbólga minnkað, gjaldmiðill- inn komist í betra jafnvægi og atvinnuleysi minnkað um helming hafi þáverandi ríkisstjórn beðið afhroð í nýliðnum kosningum. Erfitt sé að svara hvers vegna en sumir vilji meina að hún hafi ekki auglýst árangur sinn nægilega vel. Steingrímur segir að stjórnmála- menn í Evrópu eigi mikið verk fyrir höndum. Þær ákvarðanir sem þeir þurfi að takast á við séu ekki líklegar til vinsælda því kjós- endur vilji árangur strax. - hó Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi ráðherra, skrifar í Financial Times: Segist gáttaður á kosningunum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VÍSINDI Of þungar mýs léttust þegar þær fengu viðbótarskammt af bakteríunni Akkermansia muciniphila sem er í meltingar- færunum. Ónæmi músanna gagn- vart insúlíni minnkaði jafnframt en það er eitt helsta einkenni sykursýki 2, að því er segir í frétt á vef BBC. Vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina hafa hug á að kanna hvort bakterían hafi sömu áhrif á menn. Engar breytingar voru gerðar á mataræði músanna. - ibs Uppgötvun vísindamanna: Baktería lausn við ofþyngd UMFERÐ Rúta lokaði vegi Þjóðvegur 1 milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða lokaðist um tíma í gær þegar 50 manna rúta fór þversum á veginum innst í Breiðdal við Breiðdalsheiði. Björgunarsveit frá Breiðdalsvík kom til aðstoðar. 212,8443 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,01 120,59 184,45 185,35 155,76 156,64 20,896 21,018 20,662 20,784 18,184 18,29 1,181 1,188 179,79 180,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 13.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur Strekkingur V-til, annars hægari. HÆGT HLÝNANDI Í dag og á morgun ríkja norðlægar áttir með nokkuð björtu veðri um sunnanvert landið en á föstudaginn snýst vindur í suðaustanátt. Ekki verða ýkja miklar breytingar á hitastigi en það hlýnar þó lítillega á norðanverðu landinu. 2° 5 m/s 4° 9 m/s 9° 4 m/s 7° 6 m/s Á morgun Víða 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 10° 6° 8° 5° 6° Alicante Aþena Basel 24° 25° 20° Berlín Billund Frankfurt 25° 19° 22° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 23° 16° 16° Las Palmas London Mallorca 22° 12° 22° New York Orlando Ósló 18° 28° 12° París San Francisco Stokkhólmur 16° 20° 13° 7° 1 m/s 6° 11 m/s 1° 3 m/s 2° 4 m/s 2° 2 m/s 6° 7 m/s 3° 3 m/s 10° 2° 10° 3° 4°

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.