Fréttablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 6
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . A að v er ð g et ur b tu re ys t án fy rir va ra a. Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is 11. júní í viku Benidorm MM E N N E M M / S IA M 5 • N M 57 86 7 Frá 99.900 kr. með fullu fæði Hotel Mont Park *** Kr. 99.900 – með fullu fæði Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli. Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm þann 11 júní. Í boði er m.a. Mont Park hótelið með fullu fæði. Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði verður haldinn mánudagskvöldið 3. júní 2013 kl. 20 í kirkjunni. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórn Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði 1. Hvað sóttu margir um að komast í kennaranám í fyrra? 2. Hversu margir vildu komast í kenn- aranám árið 2006? 3. Síðan hvenær eru elstu þúsund króna seðlarnir sem enn eru í umferð? SVÖRIN 1. Tvö hundruð og þrír. 2. Fjögur hundruð og nítján. 3. Nítján hundruð áttatíu og fjögur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL „Kostirnir við það að nota greiðslukort frekar en seðla eru til að mynda aukið gegnsæi í viðskiptum, minna er skotið undan skatti, aukin þægindi sem felast í því að þurfa ekki að hafa með sér reiðufé, minni hætta á að glata verð- mætum og minni líkur á innbrotum í verslanir,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Yfir 70% af dag- legum útgjöldum íslenskra heimila eru greidd með greiðslukortum samanborið við 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Viðar segir a ð í s le n sk a greiðslumiðlun- arkerfið hafi aðra merka sérstöðu. Kerfið hafi byggst á íslenskum hugbúnaðarlausnum frá upphafi og aðkomu kortafyrirtækja, banka og kaupmanna. „Kerfið nýtur trausts og góðrar samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst neytenda og fyrirtækja,“ segir hann. Þessi þróun á ekki bara við um viðskipti við búðarborð. Netverslun verður sífellt algengari og greiðslukorta- notkun meiri fyrir vikið. Viðar segir þessar staðreyndir og fleiri sýna hversu sterkum rótum inn- lenda greiðslumiðlunarkerfið hefur skotið meðal íslensku þjóðarinnar. Viðar gengur svo langt að segja Ísland í fararbroddi í þess- um efnum. Þannig hafi íslenska greiðslumiðlunarkerfið vakið athygli erlendis og sé samkeppnis- hæft við kerfi miklu stærri mark- aða í nágrannalöndum. Kerfið sé eitt það hagkvæmasta sinnar teg- undar í Evrópu, bæði fyrir sölu- aðila og neytendur. „Kerfið hefur þá sérstöðu að tímabilaskiptingin og vaxtalaus greiðslufrestur hindr- ar óhóflega skuldsetningu neytenda og þá vaxtabyrði sem af því leiðir og telst víða neikvæður fylgifiskur kortanotkunar,“ bætir hann við. Að undanförnu hefur verið unnið að nýju uppgjörskerfi Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn verður nýr miðlægur uppgjörsaðili í kortavið- skiptum á þessu ári. Þetta opnar markaðinn og auðveldar nýjum aðil- um að koma inn á hann. Viðar segir þetta hlut í þeirri þróun sem hafi orðið á Íslandi síðustu ár, að mark- aðurinn sé opnari og samkeppni heilbrigð. Þannig sé neytendum boðin góð þjónusta á lágu verði. Viðar segist vilja setja á fót sam- starfsvettvang stjórnvalda og aðila kortamarkaðarins til að fara yfir mögulega framþróun og umbætur á samkeppnisumhverfinu. Hann óskar jafnframt eftir aðkomu og leiðbeinandi innleggi frá Seðla- bankanum, Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og fleirum, en Valitor var nú á dögunum gert að greiða 500 milljóna króna sekt fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Valitor hafnaði þessum ásökunum Samkeppniseftirlitsins á þeim tíma. olof@frettabladid.is Ísland nánast orðið seðlalaust samfélag Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir yfir 70% af daglegum útgjöldum ís- lenskra heimila greidd með greiðslukortum á móti 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Hann telur umbóta þörf á samkeppnisumhverfi á Íslandi. VIÐAR ÞORKELSSON NÝTUR TRAUSTS Dagleg útgjöld Íslendinga fara flest fram í gegnum greiðslukort. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tekur gildi í dag. Tannlækningar barna verða greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 króna árlegt komugjald. Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis. Hlutverk heimilistannlæknis er meðal annars að boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. SÍ munu gera foreldrum kleift að skrá barn hjá ákveðnum heimilistannlækni á rafrænan hátt í Réttindagátt SÍ. Samningurinn gildir til 30. apríl 2019. Í upphafi tekur samningurinn til fimmtán til sautján ára barna. Þann 1. september næstkomandi munu þriggja, tólf, þrettán og fjórtán ára börn bætast við. Í áföngum munu öll börn síðan falla undir samninginn. Þau börn sem samningurinn nær ekki strax til eiga rétt á greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands. Samningurinn tekur einnig til barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki undir ofangreind aldursmörk. Markmiðið er að að öll börn fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu og að tannheilsa barna verði eins og best gerist á Norðurlöndunum. -hó Samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélagsins tekur gildi í dag: Börn fá ókeypis tannlækningar SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Frá og með deginum í dag mun tannlæknaþjónusta barna verða greidd að fullu, þó í áföngum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BANDARÍKIN Hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð í Minnesota í Bandaríkjunum frá og með ágúst á þessu ári. Þetta var sam- þykkt á þinginu á mánudaginn, eftir atkvæða- greiðslu. Atkvæðin voru 37 á móti 30, að sögn fréttavefjar New York Times. Minnesota verður þannig tólfta ríki Banda- ríkjanna til að leyfa hjónabönd samkyn- hneigðra. Minnesota verður jafnframt fyrsta ríkið í Miðvesturríkjunum til að breyta lög- unum án atbeina dómstóla. Iowa neyddist til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra eftir úrskurð dómstóla árið 2009. Þessar lagabreytingar verða að teljast mik- ill sigur fyrir fylgjendur hjónabanda samkyn- hneigðra því að árið 2012 voru uppi umræður í Minnesota um að takmarka hjónabönd við hjónaband karls og konu. Ríkin á austurströnd Bandaríkjanna hafa verið iðnari en miðríkin við að breyta lögun- um, en fylgjendur lagabreytinganna vona að með þessu sé leiðin greidd fyrir fleiri ríki. Hundruð söfnuðust saman í þinghúsinu í Minnesota á mánudaginn, syngjandi, með skilti og frammíköll. Það var þannig tilfinn- ingaþrungin stund þegar ljóst var að lögunum yrði breytt. - ósk Minnesota í Bandaríkjunum er tólfta ríkið til að bæta réttindi samkynhneigðra para: Samkynhneigðir fá að gifta sig í Minnesota GLEÐISTUND Þingið í Minnesota samþykkti ný lög sem leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Kerfið nýtur trausts og góðrar samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst neytenda og fyrirtækja. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitors VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.