Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 8
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Enginn, síst af öllu börn, ætti nokkurn tímann að vera misnot- aður á þann hátt sem þessi ungu fórnarlömb voru. Baljit Ubhey saksóknari FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI IFRS Á þremur fróðleiks fundum í maí verður farið yfir reglur, dæmi og álitamál er snúa að beitingu nýrra og mikilvægra alþjóðlegra reikningsskilastaðla. kpmg.is FIMMTUDAGINN 16. MAÍ IFRS 10 | Samstæðureikningar Yfirráð eru einn af hornsteinum reikningsskila sem gerð eru í samræmi við alþjóðlega reiknings- skila staðla. Staðallinn IFRS 10 endurskilgreinir hugtakið yfirráð og inniheldur nýjar reglur sem þarf að fara eftir. FIMMTUDAGINN 23. MAÍ IFRS 12 | Upplýsingagjöf um hagsmuni í öðrum félögum Markmið IFRS 12 er að skylda félög til að birta upplýsingar sem gera notendum reikningsskila þeirra kleift að leggja mat á eðli hagsmuna í öðr um félögum, áhættu sem fylgir þeim og áhrif hags- munanna á fjárhagsstöðu, afkomu og sjóðstreymi. FIMMTUDAGINN 30. MAÍ IFRS 13 | Mat á gangvirði IFRS 13 felur í sér heildstæðan ramma um mat á gangvirði sem ber að fara eftir þegar skylt er eða heimilt að meta gangvirði samkvæmt öðrum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Fundirnir eru öllum opnir og eru haldnir á skrifstofu KPMG í Borgartúni 27 frá kl. 8:30 til 10:00. Léttur morgunverður er frá kl. 8:15. Hver fundur veitir löggiltum endurskoðendum 1,5 endurmenntunareiningu í reikningsskilum og fjármálum. Skráning og nánari upplýsingar er að finna í KPMG appinu og á kpmg.is FÓLK „Þetta er bara persónuleg ákvörðun hjá mér. Þetta tengist í raun engu sérstöku,“ segir Gunn- ar Smári Egilsson, formaður SÁÁ sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til formannsem- bættis félagsins. Gunnar Smári tilkynnti stjórnar- mönnum og starfsfólki tíðindin á fundi síðastliðinn laugardag. Hann segir að sér hafi fundist rétt að til- kynna ákvörðun sína með góðum fyrirvara fyrir ársfund félagsins. Aðspurður hvort að ákvörðun hans tengist að einhverju leyti átökum innan samtakanna segir hann svo ekki vera en bætir við: „Í stórum hópi er alltaf einhver ágreiningur um stefnur og strauma og stundum er ágætt að það komi bara fram. Það er ekki alltaf best að leysa allt í bakherbergjum. En mér fannst hins vegar rétt að ég drægi mig til hlés í þágu stefnunn- ar í stað þess að takast á við menn.“ Hann segist sáttur við sitt starf og stoltur af því að samtökin hafi ekki þurft að skerða þjónustuna við sinn sjúklingahóp þrátt fyrir niðurskurð og erfiða tíma. Að sögn Gunnars Smára hafa sam- tökin mætt niðurskurði með því að fjölga félögum og auka söfnunarfé frá almenningi. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera hér í fimm ár, tvö ár sem formaður, og farið í gegnum tíma samdrátt- ar og kreppu. Starfsmenn, félagar, stjórnarmenn geti verið stoltir af síðustu árum og hvernig samtök- in hafa komist í gegnum erfiða tíma. Við höfum haldið úti svo til óbreyttri þjónustu og aukið hana ef eitthvað er. Við höfum reynd- ar þurft að ganga svolítið á eignir okkar, ekki sjóði, en við höfum ekki sinnt viðhaldi á fasteignum og öðru slíku.“ Aðspurður hvað taki við að loknu formannsembætti segir Gunnar Smári ekki tímabært að ræða það opinberlega. „Ég er að skoða ákveðna hluti. Lífið hefur nú alltaf komið mér skemmtilega á óvart. Ég má því ekki hugsa of mikið um eitt ákveðið, það þarf að vera pláss fyrir það óvænta og skemmtilega.“ hanna@frettabladid.is Gunnar Smári býður sig ekki aftur fram Formaður SÁÁ er ánægður með að ekki hafi þurft að skera niður þjónustu til sjúk- linga á erfiðum tímum. Hann hyggst ekki bjóða sig aftur fram til formanns. Hann segir ákvörðunina persónulega en alltaf séu átök í stórum hópum. HÆTTIR SEM FORMAÐUR Gunnar Smári Egilsson segir ákvörðun sína um að bjóða sig ekki aftur fram til formanns SÁÁ persónulega. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR BRETLAND, AP Sjö menn voru dæmdir í fangelsi í London í gær fyrir kynferðisbrot gegn ólög- ráða stúlkum. Málaferlin hafa tekið fimm mánuði. Mennirnir misnotuðu ungar stúlkur kerfisbundið. Þeir gáfu þeim áfengi og eiturlyf og neyddu þær til kynferðislegra athafna. Þeir voru dæmdir fyrir nauðg- anir, mansal og vændi. Margar stúlknanna voru neyddar í vændi af mönnunum, sem starfræktu ofbeldishringinn á árunum 2004 til 2012 í Oxford. Þeir fluttu stúlkur um Bretland í þessum tilgangi. „Enginn, síst af öllu börn, ætti nokkurn tímann að vera misnot- aður á þann hátt sem þessi ungu fórnarlömb voru,“ sagði saksókn- ari málsins, Baljit Ubhey. Hún sagði það sem stúlkurnar hafi verið látnar gera hafi verið „sannarlega hræðilegt“ kerfis- bundið ofbeldi. Þeir hafi enga ábyrgð tekið á gjörðum sínum. Mennirnir sem voru dæmd- ir eru á aldrinum 27 til 38 ára, en tveir menn til viðbótar voru ákærðir en sýknaðir. Lengd refs- ingarinnar verður ákveðin í júní en mennirnir verða í haldi þang- að til. - þeb Sjö menn í Bretlandi dæmdir fyrir mansal, nauðganir og vændi: Misnotuðu stúlkur í mörg ár LÖGREGLUMÁL Tveir hælisleitendur voru handteknir við Grundartanga eftir hádegi í gær en þeir höfðu komist um borð í skip sem þar var við bryggju. Þeir voru færðir í umsjá lögreglunnar á Suðurnesj- um. Samkvæmt frétt RÚV fannst þýfi á mönnunum en ekki er vitað hvort þeir hafi áður reynt að kom- ast um borð í skip. Þá var leitað að tveimur mönnum til viðbótar í skipinu. Sú leit bar ekki árangur og var að lokum hætt. - hó Hælisleitendur handteknir: Komust um borð í skip RÚSSLAND Bandarískur njósn- ari í dulargervi var handsam- aður í Moskvu fyrir skemmstu. Njósnarinn var að reyna að fá rússneskan njósnara til liðs við bandarísku leyniþjónustuna CIA með því að bera á hann fé, að því er rússnesk stjórnvöld greindu frá í gær. Maðurinn þarf að yfir- gefa Rússland strax. Ryan Fogle starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Moskvu og var með hárkollu, ýmsan tæknibúnað og mikið magn af peningaseðlum þegar hann var handtekinn. Leyniþjónustan í Rússlandi segir að njósnarinn sem reynt var að fá til liðs við Bandaríkjamenn sé sérfræðing- ur í Kákasus-svæðinu, en þaðan eru bræðurnir sem eru grunaðir um að hafa sprengt tvær sprengj- ur í Boston-maraþoninu í síðasta mánuði. Bandaríkjamenn og Rússar hafa opinberlega unnið saman að því að komast til botns í því hvort Tamerlan Tsarnaev hefði verið í samskiptum við herskáa íslam- ista í Dagestan. Rússnesk yfir- völd lýstu því yfir vonbrigðum sínum með að Bandaríkjamenn skyldu leynilega vera að rann- saka málið. Málið gæti haft alvarleg áhrif á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið viðkvæm undan- farin misseri. - þeb Leyniþjónustumaður í dulargervi sagður hafa reynt að bera fé á kollega: Njósnari rekinn frá Rússlandi NJÓSNABÚNAÐURINN Rússar segja þetta muni sem fundust í fórum Fogle. Þarna eru hárkollur, vopn, leiðbeiningar fyrir njósnara og persónulegir munir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í stórum hópi er alltaf einhver ágrein- ingur um stefnur og strauma og stundum er ágætt að það komi bara fram. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. LITRÍKAR ÓSKIR Suður-Kóreskur verka- maður hengir hér upp eitt af fjölmörg- um litaspjöldum sem búddistar skrifa óskir sínar á í Jogye-hofinu í Seúl. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.