Fréttablaðið - 15.05.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 15.05.2013, Síða 10
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Boðar skattabreytingar 1 NOREGUR Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, boðar umfangsmiklar skattabreytingar á næstu tveimur til þremur árum. Breytingarnar eru þegar hafnar, að því er segir í frétt á vef Aften- posten. Þann 5. maí síðastliðinn lagði norska stjórnin fram tillögu um lækkun á skatti af hagnaði fyrir- tækja úr 28 prósentum í 27 prósent. Í staðinn er lagt til að skattareglur um alþjóðleg fyrirtæki í Noregi verði hertar. Skattkerfið í Noregi hefur verið óbreytt að mestu frá 1992. Í fangelsi fyrir særingar 2 SVÍÞJÓÐ Stjúpmóðir og faðir 12 ára stúlku í Svíþjóð voru í gær dæmd í hofrétti í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir særingar. Foreldrarnir töldu að dóttirin væri haldin illum öndum og fengu hjálp tveggja presta til að reka þá út. Annar prestanna var dæmdur í rúmlega árs fangelsi fyrir misþyrmingar en hinn var sýknaður. Hinum dæmdu var gert að greiða stúlkunni jafngildi um 2,5 milljóna ís- lenskra króna í bætur. Auðkennisþjófnaður upp á tugi milljarða 3 SVÍÞJÓÐ Auðkennum 65 þúsunda Svía var stolið í fyrra og nam þjófnað-urinn alls 2,7 milljörðum sænskra króna eða jafngildi tæpra 50 milljarða íslenskra króna. Þjófarnir nota stolnu auðkennin til þess að panta vörur á netinu og sækja um lán, greiðslukort og áskrift að síma í nafni fórnarlambanna, að því er segir í frétt á vef Dagens Nyheter. Þjófarnir sækjast eftir auðkennum íbúa í stórborgum á aldrinum 25 til 40 ára sem augljóslega eru ekki í greiðsluerfiðleikum. Brotum af þessu tagi hefur fjölgað í Svíþjóð um 200 prósent á 10 árum. Sex ára fékk dvalarleyfi 4 DANMÖRK Vestri Landsréttur í Danmörku úrskurðaði í gær að sex ára taí-lenskur drengur fengi að búa hjá stjúpföður sínum í Danmörku en danska útlendingastofnunin hafði vísað honum og tíu ára eldri systur hans úr landi. Í kjölfar skilnaðar sömdu móðirin, sem flutti til Taílands, og stjúpfaðirinn um að börnin yrðu áfram hjá honum í Danmörku. Útlendingastofnun á að fjalla aftur um mál systurinnar. Með orm í goggi Þegar líður að sumri dafnar fuglalífið sem aldrei fyrr. Þessi svartþröstur, með orm í goggi, gaf umhverfi sínu góðan gaum í gær, mögulega til að gá hvort nokkuð sæist til katta á leið hans. Kettir verða á þessum árstíma mörgum smáfuglinum að bana. Rannsókn í Bandaríkjunum, sem kynnt var fyrr á árinu, bendir til þess að þar séu kettir ein helsta ógn sem að villtu dýralífi steðjar. MYND/ÁRNI ÞÓR SIGMUNDSSON Á leið með góðgæti heim í hreiður SAMFÉLAGSMÁL Þótt breyt- ing á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þol- enda ofbeldis hafi tekið gildi 22. júní í fyrra hafa enn ekki borist umsóknir um bætur sem falla undir lögin, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá Sýslu- manninum á Siglufirði sem hefur umsjón með bótagreiðslunum. „Lagabreytingin gildir bara um brot sem framin eru eftir gildis- töku hennar. Samkvæmt almennu lagaskilareglun- um er ekki gert ráð fyrir að lög geti verið aftur- virk. Skaðabótakrafa stof- nast auk þess ekki fyrr en skaðabótaskyldur verkn- aður er framinn og málin taka oft um það bil ár í dómskerfinu. En við bíðum spennt eftir að sjá hvern- ig þetta kemur út í nýjum dómum,“ greinir Halldór frá. Greiðsla ríkissjóðs á miskabót- um, sem átti venjulega við í kyn- ferðisbrotamálum, var aðeins að hámarki 600 þúsund krónur og hafði verið óbreytt frá 1995. Með breytingu á lögunum voru hámarksbætur fyrir miska hækk- aðar í 3 milljónir króna. Þolandi kynferðisbrots getur jafnframt krafist bóta vegna andlegs tjóns sem telst varanlegur miski. Hámarksbætur fyrir líkams- tjón, þ.m.t. fyrir varanlegar afleið- ingar fyrir andlega og líkamlega heilsu tjónþola, voru hækkaðar í 5 milljónir króna en voru áður 2,5 milljónir króna. - ibs Bótagreiðslur úr ríkissjóði til að bæta stöðu þolenda ofbeldis: Ekki farið að reyna á breytt lög HALLDÓR ÞORMAR HALLDÓRSSON PI PA R\ TB W A SÍ A KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS HÁSKÓLABRÚ Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að námi loknu uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Háskólabrú er skipulögð í samstarfi við Háskóla Íslands. Kennsla á Háskólabrú fer fram í staðnámi og fjarnámi. NÁMSFRAMBOÐ FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD NORÐURLÖND 1 2 3 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.