Fréttablaðið - 15.05.2013, Síða 14

Fréttablaðið - 15.05.2013, Síða 14
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þann 6. maí voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martins. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er sam- kynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innan- ríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlend- ingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að ástæða sé til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. Eitthvað stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lög- fræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmála- fræði. Þegar þeir hófu nám eða tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrr- nefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan ein- stakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu. Hindrum ranglæti ➜ Engu að síður er raunveru- leikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. HÆLIS- LEITENDUR Toshiki Toma prestur innfl ytjenda Við tókum við slæmu búi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mögulega næsti forsætisráðherra Ís- lands, ræddi við Eyjuna.is á mánudag um gang stjórnarmyndunarviðræðna. Í viðtalinu var haft eftir Sigmundi að nýjustu upplýsingar um horfur í ríkisfjármálum væru áhyggjuefni og útlitið verra en haldið hefði verið fram fyrir kosningar. Gott og vel, það er kannski rétt hjá Sigmundi. Það má þó velta fyrir sér hvort þetta verði algengt viðkvæði af hálfu for- ystumanna næstu ríkisstjórnar, því ef nýju stjórnarflokkarnir hyggjast standa við loforð sín um miklar skuldaniðurfellingar og skattalækkanir verður að teljast líklegt að enn sé nokkuð langt í að ríkissjóður nái jöfnuði. Við megum ekki gleyma að hér varð hrun. Björn Jón gegn Gísla Marteini? Björn Jón Bragason sagnfræðingur hefur að undanförnu verið duglegur að tjá sig um málefni tengd Reykja- vík en hann hefur verið orðaður við þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Grein um Reykjavíkur- flugvöll eftir Björn var birt á Vísi í gær en Björn vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Björn færir ýmis rök, flest kunnugleg, fyrir staðsetningu flug- vallarins. Útgjöld ekki sama og fjárfesting Björn Jón nefnir að áætlað sé að bygging flugvallar á Hólmsheiði kosti 17,2 milljarða króna og bætir við að vandséð sé að þeim sé vel varið í flugvöll þegar annar sé til staðar. Þá bendir hann á að ekki hafi verið til fé til kaupa á nýrri þyrlu fyrir Landhelg- isgæsluna. Björn virðist hins vegar gleyma því að úttekt samgönguráðu- neytis og borgarinnar leiddi í ljós að það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn á Hólms- heiði. Það mætti með öðrum orðum fjármagna byggingu nýs flugvallar með skuldabréfaútgáfu og ábatinn af verkefninu myndi nægja fyrir kostnaði bréfsins, og meira til. magnusl@frettabladid.is „Enn ein sönnun þess að Roberts skarar fram úr, hún er meistarinn.“ Ný kilja„Þetta er vel skrifuð saga og persónulýsingarnar gera frásögnina sérlega lifandi.“ A ðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006. Þetta segir okkur tvennt; annars vegar verður ekki næg endurnýjun í kennarastéttinni ef ástandið lagast ekki og hins vegar veljast væntanlega lakari nemendur í kennaranámið. Hvort tveggja mun koma niður á menntun barnanna okkar. Stutt er síðan nám til kennsluréttinda var lengt úr þremur árum í fimm. Ólöf Rut Hall- dórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kenn- aradeildar HÍ, bendir í samtali við Fréttablaðið á það augljósa: „… mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins.“ Anna Kristín Sigurðardóttir deildarforseti segir að brýnasta lausnin á vandanum sé að hækka laun kennara. Ein rökin fyrir lengingu kennaranámsins á sínum tíma voru einmitt að hún myndi stuðla að því að kennarar bæru meira úr býtum. Svo kom hrunið og engir peningar eru til að hækka laun duglega að óbreyttu. Þess vegna sitjum við í þessari súpu; lengra nám sem skilar lítilli kjarabót er ekki eftirsóknarvert. Það er brýnt að hækka laun kennara. En það gerist ekki nema róttæk uppstokkun verði í menntakerfinu, sem eykur framleiðni þess og losar um peninga sem ríkið og sveitar- félögin geta þá notað til að borga kennurum meira. Ein leiðin til þess er að hrista upp í ósveigjanlegum og stöðnuðum kjarasamningum kennara og auka kennsluskylduna, þannig að færri kennara þurfi og þeir sem eftir eru geti fengið hærri laun. Þetta er ein þeirra leiða sem starfshópur á vegum samráðsvettvangs um aukna hagsæld lagði til fyrir skömmu. Önnur leið sem hópurinn leggur til er að stytta bæði grunn- og framhaldsskóla um eitt ár. Þetta er vitlegri tillaga en ýmsar fyrri í sama tilgangi af því að með henni er loksins viðurkennt að mestu tækifærin til hagræðingar eru í grunnskólanum. Hann lengdist um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að fólk kunni mikið meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Starfshópurinn leggur til að skólar verði sameinaðir og bekkir stækkaðir. Það væri skynsamlegt, en samhliða hlýtur meðal annars að þurfa að skoða hvaða áhrif stefnan um skóla án aðgreiningar hefur haft á starfsaðstæður kennara. Margt bendir til að hún henti ekki mörgum börnum með sérþarfir og því síður hinum sem betur standa. Þá valdi hún óhóflegu álagi hjá kennurum, sem ná ekki að sinna neinum vel. Kennarar og samtök þeirra þurfa að skoða með opnum huga þessar tillögur og fleiri um uppstokkun sem gerir skólakerfið hagkvæmara og getur skilað þeim betri kjörum. Róttækar kerfisbreytingar geta verið erfiðar og sársaukafullar, en það er betra að stokka upp skólakerfið en að láta tifandi tímasprengju sem kennaraskortur er sprengja það í loft upp. Róttæka uppstokkun þarf í skólakerfinu: Stokka upp eða láta það springa?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.