Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 16
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16
Borgarstjórn Reykja-
víkur heldur áfram á
þeirri vondu braut að
stuðla að byggingu risa-
hótels í hjarta borgar-
innar sem mun eyði-
leggja hið sögufræga
Sjálfstæðishús (Nasa),
þrengja mjög að almanna-
rýmum og Alþingi Íslend-
inga, auka skuggavarp á
Austur völl og eyðileggja
suðurhlið Ingólfstorgs.
Hagsmunir Reykvík-
inga við uppbyggingu miðborgar-
innar eru ekki leiðarljós þessarar
tillögu og gallarnir á henni voru
allir á svokallaðri „verðlauna-
tillögu“ að deiliskipulagi þessa
reits sem nærri 20% kosninga-
bærra manna í Reykjavík hafa
mótmælt á síðunni ekkihotel.is.
Ekkert tillit er tekið til þeirra
mótmæla í tillögu að deili-
skipulagi sem nú hefur
verið „auglýst“. Kynning
tillögunnar hefur raunar
farið mjög lágt miðað
við hversu umdeilt málið
hefur verið en frestur til
að skila athuga semdum
við þessa skipulagstillögu
er aðeins til 23. maí.
Gallarnir við þessa til-
lögu eru þessir helstir:
1. Ingólfstorg Fyrirhug-
aðar nýbyggingar við sunnanvert
Ingólfstorg eru ekki í stíl við
þau gömlu hús sem þar eru fyrir
þrátt fyrir að svo eigi að vera
samkvæmt Þróunaráætlun mið-
borgarinnar. Nýbyggingum í
allt öðrum stíl er troðið þannig
á milli gömlu húsanna að ekki
gengur hnífur á milli auk þess
sem nýbyggingarnar eru hærri
en götulína gömlu húsanna og
gnæfa yfir þau.
2. Nasasalurinn Nasasalurinn
verður rifinn en hann ætti að
friða vegna sögu sinnar og ein-
stæðrar hönnunar. Húsafriðunar-
nefnd var þeirrar skoðunar
þangað til hún kúventi í afstöðu
sinni vegna þrýstings frá eiganda
hússins. Það er menningarlegt
skemmdarverk að rífa þetta
gamla góða samkomuhús okkar
Reykvíkinga. Hótelsalur á sama
stað kemur ekki í staðinn fyrir
Nasasalinn.
3. Austurvöllur Ofan á Land-
símahúsið við Austur völl á að
setja kvisti sem skemma þessa
sögufrægu byggingu Guðjóns
Samúelssonar og auka skugga-
varp á Austurvöll. Einnig á að
rísa ofan í og aftan við gamla
Kvennaskólann (innganginn að
Nasa) há bygging sem bera mun
litla græna húsið ofurliði og auka
enn skuggavarp inn á Austurvöll.
4. Kirkjustræti Tillagan gerir ráð
fyrir nýbyggingu sem framlengir
Landsímahúsið alveg að gangstétt-
inni við Kirkjustræti – með enn
meira skuggavarpi inn á Austur-
völl. Þessi stóra viðbygging mun
loka þeirri fallegu sýn sem er
milli Fógetagarðsins og Austur-
vallar. Í staðinn kæmi mjó gata
sem þrengdi mjög að Alþingis-
húsunum við Kirkjustræti.
5. Umferðarmál Þessi tillaga
lokar augunum vandlega fyrir
þeim vandamálum sem eru í
uppsiglingu á svæðinu þegar þar
verður risið eitt stærsta hótel í
Reykjavík. Vandamálin snúa ekki
síst að umferð; rútubíla, leigubíla,
jeppa og ferðaþjónustuaðila, svo
ekki sé talað um sorp og aðra
aðdrætti sem risastórt hótel þarf
á að halda.
6. Alþingi Þessi tillaga þrengir
mjög að Alþingisreitnum og
er í algerri andstöðu við vilja
Alþingis sem mótmælt hefur
tillögunni harðlega. Er með
ólíkindum að borgarstjórn
Reykjavíkur ætli að knýja þetta
vonda mál í gegn þrátt fyrir ein-
dregin mótmæli Alþingis og stórs
hluta borgarbúa.
Ég hvet Reykvíkinga til að
mótmæla þessari tillögu með
öllum ráðum og skila athuga-
semdum á netfangið skipulag@
reykjavik.is.
Skemmdarverk á miðborg Reykjavíkur
SKIPULAGSMÁL
Björn Brynjúlfur
Björnsson
kvikmyndagerðar-
maður
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
Ímyndaðu þér að fyrir-
tæki eða opinber stofn-
un sé manneskja úr holdi
og blóði. Manneskja sem
hefur sinn eigin karakt-
er og hefur mótað lífs-
skoðanir sínar og viðhorf
út frá reynslu og uppeldi.
Fyrirtækið getur veikst
af bæði smávægilegum og
alvarlegum sjúk dómum,
verið í „dysfunctional“
samskiptum og þarf stund-
um á stuðningi og aðstoð að halda
þegar á móti blæs. Það getur haft
heilbrigð lífsviðhorf og sterka sið-
ferðiskennd, getur glímt við „til-
finningalegan vanda“ eða verið
haldið persónuleikaröskun.
Ábyrgð æðstu stjórn-
enda fyrirtækja á hegðun
starfsmanna fyrirtækis-
ins er mikil. Sá aðili eða sú
stjórn sem þá ábyrgð ber
þarf að hafa gott eftirlit
með því að heilbrigð sam-
skipti séu á milli starfs-
manna. Stjórnendur bera
ábyrgð á því að fyrirtæk-
inu sé stjórnað með heil-
brigðum og viðurkenndum
stjórnunarað ferðum. Ef
þessu er ekki sinnt eykur það lík-
urnar á að vinnuumhverfið verði
það sem kallast „toxic“ eða óheil-
brigt og hafi bein neikvæð áhrif
á starfsmannaanda, þjónustu og
afkomu fyrirtækisins. Menning
sem er óheilbrigð getur fest í sessi
og skaðað ímynd fyrirtækisins.
Stjórnendur sem taka ekki á
vanda sem er erfiður og forðast
nauðsynleg átök sitja uppi með
vinnustað sem hægt er að líkja
við fjölskyldu sem þjáist af ein-
kennum alkóhólisma. Andrúms-
loftið er þrungið, enginn tjáir sig
um sýnilegan vanda og fólk fer að
verða meðvirkt. Það er augljóst að
þetta hefur lamandi áhrif á alla
framgöngu innan fyrirtækisins.
Auk þess getur ástandið haft nei-
kvæð áhrif á þjónustu og afkomu
fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær
oftast nóg af ástandinu og hættir.
Sá sem er spilltur situr hins vegar
sem fastast. Þannig sitja fyrir-
tækin uppi með veikasta hlekkinn
í veiku fyrirtæki.
Eins og mannfólkið geta fyrir-
tæki fengið „pestir“ sem hægt er að
lækna með hæfilegum skammti af
sýklalyfjum en kúnstin er að greina
vandann og taka á honum áður en
hann verður alvarlegri og jafnvel
ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög
mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórn-
anda og vissa hans um að milli-
stjórnendur sinni fyrirtækinu út
frá hagsmunum þess í stað eigin.
Fyrirtæki eru lifandi afl. Það
er eins með fyrirtækin og mann-
inn sem þarf að huga að heilsunni,
borða hollt og hreyfa sig reglu-
lega, það þarf að viðhalda, fylgjast
með, taka púlsinn, greina og með-
höndla. Þetta snýst allt um menn-
ingu og þróun fyrirtækisins og að
byggja góðan og heilbrigðan grunn.
Hegðun fólks er hægt að breyta og
það skiptir höfuðmáli að reka og
geta unnið á heilbrigðum vinnu-
stað. Því er mikilvægt að ráða inn
stjórnendur og annað starfsfólk
með heilbrigð viðhorf og sterka sið-
ferðiskennd til að innleiða þau gildi
til annarra starfsmanna og mynda
þar með sterkan grunn.
Þú sem berð þessa ábyrgð á
þínum vinnustað, yfir til þín.
Heilsa fyrirtækja
FYRIRTÆKI
Hildur Jakobína
Gísladóttir
ráðgjafi
➜ Menning sem er óheil-
brigð getur fest sig í sessi og
skaðað ímynd fyrirtækisins.