Fréttablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 15. maí 2013 | 20. tölublað | 9. árgangur
OYSTER PERPETUAL DATEJUST
V I Ð ELSKUM
A Ð P R E N TA !
hjá Advania
Fáðu ré viðskiptalausnina
Við hjá Advania leggjum metnað okkar í að bjóða
ölbreyar viðskiptalausnir sem henta mismunandi
fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Viðskiptavinir okkar fá allt á einum stað:
Kynntu þér málið á www.advania.is/vidskiptalausnir
➜Skökk verðmyndun
á eignamarkaði
veldur áhyggjum.
➜Gjaldeyrishöft
valda skorti á fjár-
festingarkostum.
➜ Of snemmt að tala
um bólumerki
þótt hlutabréf hafi
hækkað.
SÍÐA 4
SKÖKK VERÐLAGNING Í GERVIVERÖLD
Tekjur aukast af ferðamönnum
Nýjar tölur Seðlabankans um kortaveltu sýna að
ekkert lát er á vexti tekna af erlendum ferðamönn-
um nú þegar helstu ferðamannamánuðirnir fara í
hönd. „Heildarúttekt erlendra greiðslukorta hér-
lendis nam tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl-
mánuði og jafngildir það 18,4 prósenta aukningu á
milli ára í krónum talið,“ segir í umfjöllun Grein-
ingar Íslandsbanka. Tölurnar eru sagðar í ágætu
samræmi við tölur um brottfarir erlendra ferða-
manna um Keflavíkurflugvöll, sem hafi hljóðað
upp á ríflega fimmtungsaukningu milli ára í apríl.
„Á sama tíma stóð kortavelta Íslendinga erlend-
is nánast í stað milli ára, en hún nam ríflega 6,0
milljörðum króna í apríl.“ - óká
Dust 514 kemur formlega út
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf í gær
formlega út nýjan tölvuleikinn sinn, skotleikinn
Dust 514, sem gerður er fyrir Playstation 3 leikja-
tölvur. Með sama hætti og CCP hefur viðhaldið
vexti fyrsta leiksins síns, EVE Online, mun fyrir-
tækið reglulega gefa út sérstakar viðbætur við Dust
514. Leikurinn hefur verið aðgengilegur í prufuút-
gáfu síðustu mánuði og hefur áhugi spilara verið
nokkur. Leikurinn verður fáanlegur án endurgjalds
en CCP hyggst afla tekna með sölu á vopnum, farar-
tækjum og ýmsum öðrum varningi í leiknum sjálf-
um. Þá er leikurinn beintengdur við EVE Online og
styrkir því upplifun spilara í EVE. - mþl
Icelandic Group setur breska
starfsemi sína undir einn hatt
Icelandic Group hefur sameinað dótturfélög sín
þrjú á Bretlandi: Seachill, Coldwater Seafood og
Icelandic UK. Malcolm Eley, sem verið hefur
framkvæmdastjóri Seachill, verður við breyt-
ingarnar framkvæmdastjóri sameinaðs rekstrar.
Anita Barker, framkvæmdastjóri Coldwater, lætur
hins vegar af störfum. Þá verður Magni Þór Geirs-
son, sem stýrði Icelandic UK, framkvæmdastjóri
hjá sameinuðu félagi. Starfsemi Icelandic Group
í Bretlandi er mjög umfangsmikil en velta félags-
ins var 292 milljónir punda, jafngildi 55 milljarða
íslenskra króna, í fyrra. Þá hagnaðist félagið um
35,5 milljónir punda sem jafngilda 6,7 milljörðum
króna. - mþl