Fréttablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGSumarbústaðir MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 20134
Trjákurl heldur illgresi í skefjum
Á sumarhúsapalli getur fjölskyldan átt sínar bestu stundir.
SOFIÐ VEL AÐ HEIMAN
Áttu erfitt með svefn þegar þú sefur
að heiman? Nýttu þér þá eftirfarandi
hollráð til að sofa vært í sumarhúsinu
eða hvar sem þú hallar höfði þínu.
■ Reyndu að útbúa svefnherbergið
svipað því og þú hefur það heima.
Taktu koddann þinn með og hluti
sem þú hefur vanalega á náttborð-
inu, vekjaraklukku, myndaramma, blómavasa eða tímarit og bækur.
■ Gefðu líkamanum kunnugleg merki um að hann sé á leið í hvíld. Hafir
þú verið með bók í lestri heima er gott að lesa nokkrar síður í henni fyrir
svefninn. Sé vaninn að fara í róandi bað eða sturtu fyrir háttinn er gott að
gera það sama í fríum. Eins að viðhafa sömu neysluvenjur, t.d. ef vaninn er
að fá sér flóaða mjólk eða bolla af róandi jurtatei fyrir nóttina.
■ Það er líka til umhugsunar ef þú sefur betur að heiman en heima hvert
vandamálið er. Er rúmið betra eða koddinn? Er meiri kyrrð í herberginu?
Athugaðu hver ástæðan er og þá geturðu bætt svefninn heima.
TRJÁKURL Í GARÐINN
Stórar greinar og tré er kjörið að kurla niður og nýta í garðinn þegar verið
er að grisja. Kurlið er tilvalið í beðin þar sem það heldur illgresi í skefjum og
einnig er fallegt að nýta kurl í göngustíga. Þá er einnig hægt að nota kurl í
safnkassann með öðrum úrgangi í jarðvegsgerð og kurl og stærri lurka má
eins nota til upphitunar.
Sumarhús eru oft og tíðum smá í
sniðum og því getur góður sólpall-
ur stækkað rými hans um helm-
ing. Pallar henta í margt annað
en að liggja og sóla sig. Þar
getur fjölskyldan átt góðar
stundir, ekki síst börnin
sem geta leikið úti undir
vökulu auga hinna full-
orðnu.
Þótt heitir pottar séu
æði algengir á sól-
pöllum búa ekki allir við slíkan
lúxus. Á heitum sumardögum er
því gott að draga fram uppblásnu
barnasundlaugina og fylla af vatni
fyrir krakkana. Fátt þykir þeim
skemmtilegra en að busla í
vatni. Heitir sumardagar eru
kannski ekki æði margir á Ís-
landi en með góðum skjól-
veggjum sem verja fyrir kaldri
nepjunni má nýta sólargeisl-
ana betur.
Sundlaug á pallinum
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Rafg.hleðslutæki
4amp 5.495
6amp 6.495
15amp 16.895
Strákústur
30 cm 999
40 cm 1.599
Bílþvottakústur
lengjanlegur 1,8 mtr
2.999
Hjólkoppar
13” 1.395
14” 1.495
15” 1.595
Ljósabretti
5 mtr kapall
6.995
Bensínbrúsi
5 ltr 999
10 ltr 1.599
20 ltr 2.399
Sonax vörur
í úrvali
Ruslapokar
sterkir
10 stk 399
50 stk 1.899
Tesa pökkunarlímband
299
Reiðhjólafesting
fyrir 2 hjól
4.785
www.saft.is
KOMDU UPPLÝSINGUM UM ÞAÐ SEM ÞÚ
TELUR ÓLÖGLEGT EFNI Á NETINU TIL
RÉTTRA YFIRVALDA