Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 42
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Vegna stærðar blaðsins á morgun, fimmtudag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í fimmtudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, UNNUR JÓNSDÓTTIR Hjallabraut 21, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 8. maí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. maí kl. 15.00. Beatrice Helga Anna Marie Cathrine Ann Paul Jón barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskuleg móðir okkar, HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR Stóra-Klofa, lést á uppstigningardag 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Skarðskirkju í Landssveit laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Kristján Árnason og Inger Nielsen Ruth Árnadóttir og Grétar N. Skarphéðinsson Okkar ástkæra eiginkona, mamma, tengdamamma, amma, langamma og systir, KRISTÍN HERMANNSDÓTTIR Langagerði 128, andaðist í faðmi fjölskyldunnar 12. maí að Sunnuhlíð. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. maí kl. 13.00. Sæmundur Bæringsson Bæring Sæmundsson Ragnhildur Elín Ágústsdóttir Ágústa Ingibjörg Sæmundsdóttir Mark E. Wiles Geir Sæmundsson Marianne Culbert Eydís Björg Sæmundsdóttir Hólmgeir Hólmgeirsson Helga Hermannsdóttir Sævar Friðþjófsson börn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÍTAS JÓNSDÓTTIR Brekkugötu 54, Þingeyri, verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Ragnar Kjaran Elísson María Kristjánsdóttir Hanna Laufey Elísdóttir Bjarki Laxdal Ósk Elísdóttir Jóhann Dalberg Sverrisson Friðfinnur Elísson Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir Þröstur Kjaran Elísson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, TUMI TICH DU lést á Droplaugarstöðum 3. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju við Fjörgyn, 112 Reykjavík fimmtudaginn 16. maí kl. 10.00. Cheg Wushueng Ywrée Áki Kim Feng Yu Dísa Chau Buu Truong Óli Lin Kam Yu Anna Yung Yueh Lin Xiuyun Yu Chuantong Wu Ása Mei Ling Yu Árni Hao Vinh Yu Ásgeir Huy Vinh Yu Ari Luong Vinh Yu Wing Wa Yu Wing Kit Yu Deyi Wu Anni Li Yanzhen Wu Bingshun Chen Yanping Wu Heitung Huang Yuwei Chen Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁRSÆLL GUÐMUNDSSON frá Bjargi, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju, föstudaginn 17. maí kl. 13.00. Karen Olga Ársælsdóttir Einar Þór Egilsson Daníel Máni Einarsson Ellen María Einarsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Okkar ástkæra, SIGRID VALTINGOJER lést miðvikudaginn 8. maí í Berlín. Minningarathöfn hennar á Íslandi verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Birgit Guðjónsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, dóttir, systir, amma og langamma, ANDREA ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Þórðarsveig 5, kvaddi okkur að kvöldi uppstigningardags 9. maí 2013 á líknardeild Landspítalans, Kópavogi. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Óskar Klein Leona Klein Jens Kristján Klein Brynhild Leivsdóttir Klein Elías Erlingsson Anný Gréta Þorgeirsdóttir Þórgnýr Thoroddsen Rúna Vala Þorgrímsdóttir Elín Ása Guðmundsdóttir Guðmundur Hróbjartur Sigurðsson Susanne Sigurdsson og fjölskyldur. Eiginkona mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALSTEINA HELGA MAGNÚSDÓTTIR frá Grund í Eyjafirði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 7. maí verður jarðsungin frá Grundarkirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Gísli Björnsson Bjarni Aðalsteinsson Hildur Arna Grétarsdóttir Margrét Ragna Bjarnadóttir Lauritzen Sigríður Birna Bjarnadóttir Helga Aðalbjörg Bjarnadóttir Magnús Ingvar Bjarnason og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, GUNNARS ÞORBERGS HANNESSONAR Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund fyrir hlýju og alúð. Guðrún Sigurðardóttir Sigurður Gunnarsson Ólöf G. Ásbjörnsdóttir Helga Árnadóttir Óli Ragnar Gunnarsson Ragnheiður Júlíusdóttir Heimir Gunnarsson Ragnhildur Birgisdóttir barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður, barnabarns, uppeldisbróður og frænda, SIGURÐAR INGA FOLDAR SIGURÐSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Anný Helena Hermansen Kolbeinn Hreinsson Sigurður Stefán Foldar Ómarsson Bjarni Sigurðsson Sindri Már Kolbeinsson Kolbeinn Þór Kolbeinsson Kristín Birna Kolbeinsdóttir Auður Erla Högnadóttir Ólafur Sigurþórsson uppeldissystkini, frændsystkini og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÞÓRÐUR SÆMUNDSSON rafvirki, Mávahlíð 33, sem lést miðvikudaginn 8. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á félag hjartasjúklinga, Hjartaheill. Jónína Sigurðardóttir Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir Sigurður H. Ólafsson Guðfinna Hákonardóttir Hafdís Ólafsdóttir Guðmundur Már Ragnarsson og barnabörn. Sigurður Yngvi Kristinsson er nýráð- inn prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sá yngsti sem gegnir stöðu prófessors við deildina í dag. Sigurður Yngvi lauk námi við lækna- deild HÍ árið 2000 og flutti í kjölfarið til Svíþjóðar þar sem hann stundaði sérnám og doktorsnám í blóðsjúk- dómum við hina virtu Karolinska- stofnun í Stokkhólmi. Hann segir dvölina í Svíþjóð hafa verið góða og ber háskólasjúkrahúsinu vel söguna. „Þetta er einn besti háskóli heims og þar eru mörg og góð tækifæri til þess að stunda rannsóknir. Mér og fjölskyldu minni leið mjög vel í Stokk- hólmi, það er gott að ala upp börn þar og Svíar hugsa vel um mann,“ segir Sigurður Yngvi. Hann og kona hans eiga saman þrjú börn á aldrinum fimm til fjórtán ára. Fjölskyldan flutti aftur til Íslands í júlí í fyrra og hóf Sigurður Yngvi störf við HÍ um haustið. „Við sjáum alls ekki eftir því að hafa flutt aftur heim. Líklega toguðu fjölskyldan, vinirnir og landið í mann.“ Sigurður Yngvi sinnir fyrst og fremst rannsóknarstarfi við háskól- ann ásamt hópi doktorsnema, en er einnig sérfræðingur í blóðsjúk dómum á Landspítalanum. Hann og teymi hans rannsaka tiltölulega sjaldgæfan sjúkdóm er nefnist mergæxli, en hér á landi greinast um 20 manns með sjúk- dóminn á ári. „Það er til forstig mergæxlis sem er heldur algengt og margir eru með þetta forstig án þess að vita af því. Ég nota gögn um þetta forstig talsvert mikið til að skilja betur fylgikvilla og horfur sjúkdómsins. Þó að engin lækn- ing sé til við sjúkdómnum eru lífs líkur sjúklinga miklu betri núna en þær voru fyrir nokkrum árum. Planið er að byggja upp öflugan rannsóknarhóp í kringum þessar rannsóknir. Þetta verður mitt ævistarf,“ segir Sigurður sem hefur fengið fjölda styrkja til að geta sinnt þessu rannsóknarstarfi áfram. Ungi læknaprófessorinn fyllir 40 árin á morgun og hyggst fagna stór- afmælinu með fjölskyldu sinni og vinum. „Ég hugsa að ég hitti nokkra vini í hádegismat og eyði svo kvöldinu með fjölskyldu minni. Ég held svo gott afmælispartý seinna í sumar,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Yngsti prófessorinn við læknadeild HÍ Sigurður Yngvi Kristinsson er yngsti prófessorinn við læknadeild Háskóla Íslands í dag. Hann fagnar fertugsafmæli sínu á morgun með fj ölskyldu og vinum. YNGSTI PRÓFESSORINN Í LÆKNADEILD Sigurður Yngvi Kristinsson er yngsti prófessor læknadeildar HÍ. Hann stundar meðal annars rannsóknir á mergæxli við skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.