Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 48

Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 48
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI H.S. - MBL EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN STAR TREK 3D 5.20, 8, 10.40(P) MAMA 8, 10.10 IRON MAN 3 3D 8, 10.40 LATIBÆR 6 OBLIVION 5.30 Empire Hollywood reporter 5% SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS STAR TREK KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 NUMBERS STATION KL. 8 16 MAMA KL. 8 - 10.15 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 LATIBÆR KL. 4 L SCARY MOVIE KL. 6 14 OBLIVION KL. 10.10 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L MAMA KL. 8 - 10 16 NUMBERS STATION KL. 6 - 8 12 EVIL DEAD KL. 10 14 THE CALL KL. 6 16 NUMBERS STATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12 EVIL DEAD KL. 10.10 18 THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 IN MEMORIAM? (L) 23:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50 THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50 ON THE ROAD (L) 22:00 FUCK FOR FOREST (16) 18:00 FOR YOU NAKED (L) 20:00 ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR (L) 22:00 SLÓ Í GEGN Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM EFTIR ÓMAR RAGNARSSON IN MEMORIAM MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn BAKÞANKAR Svavar Hávarðssonar FYRIR fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðis- stofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkr- unarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykil- orðið. „Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkra- húsi til þess að spara kerfinu vasa- peninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það „fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um eins- dæmi að ræða. HITT langar mig að nefna og það er spurningin um hvernig þessi hugmynd náði upphaflega flugi. Hvernig þróast samtal ráðamanna um það hvernig eigi að brjóta á þeim grund- vallarmannréttindum fólks að fá að vera í friði á eigin heimili? Að ræna fólk því mikilvægasta á þessu æviskeiði – nefni- lega friðnum í sálinni. Mátuðu þessir góðu menn hugmyndina við sjálfan sig? Lögðu þeir í það að meta hvaða þýðingu eitt stutt sumar getur raunverulega haft í þessu samhengi? Það er mér til efs. EN getur verið að þessi saga hafi mun djúpstæðari merkingu en sést við fyrstu sýn? Er hún ekki aðeins ein birtingar- mynd mun víðtækara skeytingarleysis okkar yngri í garð þeirra kynslóða sem eru komnar að marklínunni? ÞESSA dagana er okkur tíðrætt um for- sendubrest og nauðsynlegar leiðréttingar á skuldbindingum. Í einhverjum tilfellum á það rétt á sér – þó að þau séu sennilega miklu færri en sumir vilja vera láta. En mitt í þeim skylmingum öllum, gætum við þá sammælst um eitt. Að sýna þeim sem ganga um eins og girðingarlykkjur eftir erfiði síðustu áratuga tilhlýðilega virðingu. Mér segir svo hugur um að þau eigi það skilið – þótt ekki sé nú tekið dýpra í árinni. Girðingarlykkjurnar „Ég sé ekki eftir að hafa farið í þessa aðgerð enda mikill léttir að lifa ekki í skugga krabbameins- ins lengur,“ segir Valdís Konráðs- dóttir sem lét fjarlægja brjóst sín fyrir einu og hálfu ári síðan eftir að upp komst að hún væri með genið BRCA1. Í gær birtist grein eftir Angel- inu Jolie í New York Times þar sem leikkonan greindi frá því að hún hefði látið fjarlægja á sér bæði brjóstin í þeim tilgangi að fyrirbyggja brjóstakrabbamein. Jolie ákvað að opna sig um ferlið til að miðla reynslu sinni til ann- arra kvenna. Móðir Jolie lést úr brjóstakrabbameini 56 ára gömul eftir áratuga langa baráttu við sjúkdóminn. „Ég er með genið BRCA1, sem stóreykur líkur á brjósta-og leg- hálskrabbameini. Læknarnir töldu að líkurnar á að ég fengi brjósta- krabbamein væru 87 prósent og líkurnar á leghálskrabbameini væru um 50 prósent,“ skrifar Jolie en hún fór í fyrstu aðgerðina þann 2. febrúar síðastliðinn. Við tók þriggja mánaða ferli með þremur stórum aðgerðum en sú síðasta var í apríl. Saga Valdísar svipar til Jolie. Valdís fór í blóðprufu eftir að móðir hennar hafði fengið brjósta- krabbamein tvisvar sinnum. Hún var ein af systkinum sínum sem greindist með BRCA1-genið og tók þá við aukið eftirlit. „Mér var strax greint frá því að brjóstnám væri möguleiki en ég lét eftir- litið duga fyrst. En það tók á að fara í skoðun á sex mánaða fresti og bíða eftir niðurstöðum. Þegar móðir mín greinist með meinvörp í beinum, þrátt fyrir mikið eftirlit, blasti raunveruleikinn við,“ segir Valdís sem vildi ekki sitja og bíða eftir krabbameininu. „Mig létti rosalega eftir aðgerðirnar. Auð- vitað er þetta smá mál, bæði lík- Vildu ekki sitja og bíða eft ir krabbameini Leikkonan Angelina Jolie ritaði grein í New York Times í gær þar sem hún greindi frá því að hafa fj arlægt bæði brjóstin fyrr á árinu til að fyrirbyggja brjósta krabbamein. Valdís Konráðsdóttir fór í brjóstnám af sömu ástæðu fyrir einu og hálfu ári síðan. OPNAÐI SIG Í NEW YORK TIMES Grein Angelinu Jolie sem birtist í New York Times í gær vakti athygli en þar sagðist hún hafa látið fjarlæg- ja bæði brjóst sín til að fyrir byggja brjóstakrabba- mein. Leikkonan fræga fór í þrjár aðgerðir og sú síðasta var núna í apríl. NORDICPHOTOS/GETTY amlega og andlega, en það skiptir höfuðmáli að hafa góðan stuðning og húmorinn að vopni. Ég er mjög ánægð með útkomuna og skamm- ast mín ekki að fara í sund.“ Með aðgerðunum minnkaði Jolie lík- urnar á brjóstakrabbameini frá 87 prósentum niður í 5. Hún hrós- ar maka sínum, Brad Pitt, fyrir að hafa staðið þétt við bakið á sér meðan á ferlinu stóð en hann var viðstaddur allar aðgerðirnar. „Við finnum öll til vanmáttar þegar við heyrum orðið krabbamein. Í dag er hins vegar hægt að taka blóð- prufu og sjá hverjar líkurnar eru á brjósta-og leghálskrabbameini.“ Bataferlið hjá Valdísi gekk vel en meðal annars voru geirvörtur myndaðar úr eyrnasneplunum og með náttúrulegu húðflúri. „Við erum nokkrar sem höfum farið í fyrirbyggjandi brjóstnám sem erum að velta fyrir okkur að búa til samtök. Það skiptir miklu máli fyrir þær konur sem greinast með þetta erfðagen að fá upplýsingar frá konum sem hafa gengið í gegn- um þetta. Það er mjög gott að þetta sé komið í umræðuna.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.