Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 17. maí 2013 | SKOÐUN | 17 Maribo-búi getur því valið úr að lágmarki 300 fleiri víntegundum en Selfyssingur. Samt er fólkið á Selfossi tiltölulega vel sett. Sumir vilja láta ríkið selja áfengi til að takmarka aðgengi fólks að því. Ég er ósammála en ég skil rökin. En í umræðunni má stundum heyra önnur rök: Að ríkiseinokun sé nauð- synleg til að tryggja gott vöruúr- val. Sérstaklega úti á landi. Væri verslunin gefin frjáls myndu búðir í hinum dreifðu byggðum í besta falli bjóða upp á nokkrar vinsælar bjórtegundir og svo væri ein ryk- fallin Sunrise-flaska uppi í hillu. Þetta er tilgáta. Tilgátur eru til að prófa þær. Ég ákvað að skoða úrval- ið af léttvíni á Selfossi og í dönsk- um bæ af svipaðri stærð, Maribo. Selfoss Á Selfossi búa um 6.500 manns. Þar er ein Vínbúð. Hún er sögð vera 700 tegunda búð. Vingjarnlega fólkið hjá ÁTVR sagði mér að hún væri líklega með rétt yfir 800 tegundir, þar af væri um 51% léttvín. Það myndi gera rúmlega 400 léttvíns- vörutegundir. Ég fór í sambærilega vínbúð, í Hafnarfirði og kíkti í hill- urnar. Ég taldi 430 vörutegundir. Til að halda því til haga þá er það auðvitað ekkert glatað. Ég bað vin minn sem býr í Danmörku að telja fjölda léttvínsvörutegunda í Netto- búð í Kaupmannahöfn (Netto er lágvörukeðja). Þær voru um 120. Ríkið á Selfossi er því með betra vöruúrval en dönsk lágvöruversl- un. En reyndar ber að geta þess að Selfoss og Akureyri eru með lang- besta úrvalið af öllum vínbúðum úti á landi. Á Akranesi, þar sem búa litlu færri en á Selfossi, eru létt- vínin um það bil 150-180. Maribo Danski bærinn Maribo er á Suður- Sjálandi í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Þar búa tæplega sex þúsund manns. Í bænum eru lágvöruverslanir frá Aldi, Lidl og Netto og einnig tvær dýrari verslanir, SuperBrugsen og SuperBest. Þar eru einnig minnst þrír sérhæfðir vínsalar. Loks eru nokkrar aðrar minni verslanir, sjoppur og bensínstöðvar sem einnig selja vín. Ég hringdi í SuperBrugsen í Maribo. Maðurinn á skrifstofunni tjáði mér að þeir væru að jafn- aði með milli 300 og 400 ólík vín í búðinni hverju sinni, en ef fernur væru taldar sér, líkt og ÁTVR gerir, væru vörutegundirnar vel yfir 500. Hin dýra búðin, Super- Best, er meðal annars í samstarfi við dreifingaraðila sem er með lista yfir 120 sérvalin vín á heimasíðu sinni. Í samtali við dreifingaraðil- ann fékk ég staðfest að þeirra vín væri ekki til sölu í neinum öðrum verslunum og langflestar vínteg- undanna væri sannarlega að finna í venjulegri SuperBest-verslun. Miðað við þessar upplýsingar má því minnst velja milli 600 tegunda af léttvíni í tveimur stærstu búð- unum í Maribo. Ég talaði líka við vínsalana í Maribo. Einn þeirra sérhæfir sig í víni frá þremur vínekrum í Suður- Evrópu og var með um hundrað tegundir, þær voru ekki til sölu í nokkurri annarri búð á svæðinu. Ég fékk einnig sendan vörulista frá öðrum vínsala í bænum. Sá var með 215 tegundir. Lítil skörun virtist við vörulista annarra en ég þori þó ekki að fullyrða að ein- hver þeirra víntegunda væru ekki til sölu í stóru búðunum tveimur. Ég náði ekki í þriðja vínsalann og skoðaði ekki lágvöruverslanirnar og bensínstöðvarnar. En allra, allra varlegasta áætlunin hljóðar sem sagt upp á yfir 700 vörutegundir. Úrvalið verra á Íslandi Maribo-búi getur því valið úr að lágmarki 300 fleiri víntegundum en Selfyssingur. Samt er fólkið á Selfossi tiltölulega vel sett. Úr- valið á Akranesi er allavega fjór- falt verra en í Maribo. Sama gildir annars staðar á landinu, sé Akur- eyri undanskilin. Á flestum stöðum er úrvalið svipað og í danskri lág- vöruverslun. Ég ætla ekki að halda því fram að það sé hörmulegt en þeir sem halda því fram að það sé „frábært“ hafa greinilega ekki mikinn samanburð. Ég get skilið inntak þeirra raka að einkaleyfi ríkisins þurfi til að halda dreifingu víns í skefjum. En rökin um að einkaleyfið sé nauð- synlegt til að tryggja vöruúrval, því kaupmenn kunni ekki að stunda kaupmennsku og hafi til þess engan metnað, þau rök standast ekki skoðun. Vínúrvalið á Selfossi væri betra ef Selfoss væri danskur bær. Selfoss og Maribo Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is HUMAR SKELFLETTUR SIGIN GRÁSLEPPA, FRÁ DRANGSNESI OG REYKTUR RAUÐMAGI Opið laugardag 10–15 HUMARHALAR Stærð 24-30 NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA Á hverju ári hverfa læknar til útlanda að loknu læknanámi. Þar leggja þeir stund á framhaldsnám og flestir ílengjast áfram erlendis. Samt eru einstaka læknar sem vilja vinna hér á landi undir því mikla álagi sem fylgir vinnu á t.d. Landspítalanum. Einn af þessum læknum er kominn á aldur og reglugerðir segja að hann verði að hætta 31. maí 2013. Þessi læknir sinnir um 100 sjúklingum. Hann er ern og fullfrískur og vill vinna áfram ef hann væri beðinn um það. Vinnan á hug hans allan hvort sem það snýr að sjúklingunum sjálfum eða því fræðilega. Allir sjúkling- arnir treysta honum fyrir heilsu sinni og lífi. Jákvæðni hans fyllir okkur af orku sem er nauðsynleg í erfiðum veikindum eins og krabba- meini. Nú á hann að hætta. Enginn kemur í staðinn svo vitað sé. Enginn hefur rætt við okkur sjúk- lingana hans um hver taki við okkur. Við erum full af óöryggi og kvíða, því enginn talar við okkur um þær breytingar sem eru í vændum, og aðeins tvær vikur eftir af maí. Að sjálfsögðu viljum við hafa okkar lækni áfram. Eru ekki þarfir sjúklinganna meiri en reglugerðir á blaði? Burt séð frá öllum reglugerðum ættuð þið, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Vilhelmína Har- aldsdóttir, yfirlæknir lyfja deildar Landspítalans, að taka höndum saman og bjóða þessum lækni stöðu áfram. Öllum hans sjúk- lingum til blessunar. Virðingarfyllst, Þórey Björnsdóttir Ragnhildur Gísladóttir Agnes Snorradóttir Sigríður Önundardóttir Þórdís Björnsdóttir Afrit sent til velferðarráðherra Ákall frá krabba- meinssjúklingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.