Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 24
FÓLK|HÖNNUN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Verndarbaugur Elínar Brítu er skartgripur sem gerður er til að standast tímans tönn. Hann er unninn úr silfri, þorskroði, áli, steini og tré, náttúrulegum efnum með langan líftíma. „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir trú á litlu hlutina, steinvölu, lítinn leirhlut eða bómullar- þráð sem eitt sinn var armband. Þessir hlutir minna mig á ákveðinn tíma eða augnablik sem breyttu lífssýn minni á einhvern hátt og ég hef aldrei getað látið frá mér. Þeir hafa þjónað tilgangi verndargrips,“ útskýrir Elín Bríta. Hún segir steinvölurnar sem hún notaði sem verndargripi í æsku hafa þróast í skartgripi á táningsárum. „Þeir hjálpa mér með aðstoð snertiskynsins að halda ró í aðstæðum sem valda mér streitu. Verndarbaugur er persónu- leg túlkun á hugtakinu verndargripur og er rökrétt framhald af sögu minni með þessum hlutum. Hann er færður í nútímalegan búning með aðstoð hátækni og tengir þannig fortíð mína við nútímann.“ ■ heida@365.is SKART TIL VERNDAR Skartgripurinn Verndarbaugur er lokaverkefni Elínar Brítu frá vöruhönnun við LHÍ. Hann er unninn úr náttúrulegum efnum. ELÍN BRÍTA Nýútskrif- aður vöruhönnuður. MYND/ELÍN BRÍTA Sýningin Handverk og hönnun hófst á fimmtudaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur fram á mánudag. Þetta er í níunda skiptið sem sýningin er haldin en þar sýna tugir ís- lenskra listamanna handverk, listiðnað og hönnun. Að sögn Sunnevu Hafsteins- dóttur, framkvæmdastjóra Handverks og hönnunar sem skipuleggur sýninguna, kynnir 41 listamaður verk sín og eru þau afar fjölbreytt. „Þetta eru bæði þekktir og minna þekktir listamenn og fjöl- breytnin er mjög mikil. Hugmyndin með sýningunni er ekki síst að leyfa gestum að hitta fólkið á bak við hlutina, fá útskýringar og kynnast verkferlum.“ Meðal fjölbreyttra verka sem sýnd eru má nefna nýjan sundfatnað, útskorna fugla, skartgripi, fatnað, teppi og leir- og glermuni. Í fyrsta sinn er nokkrum þátttakendum boðið að sýna ókeypis á sýningunni. „Hugmyndin var að bjóða einstaklingum sem aldrei höfðu tekið þátt í þessari sýningu að vera með og við fengum styrk frá Reykjavíkurborg til þess. Einnig verður Myndlistaskólinn í Reykjavík með kynningu á námi sínu í mótun, textíl og teikningu. Margir sýningargesta eru eflaust að íhuga næstu skref og vonandi kveikir kynning skólans áhuga þeirra á náminu.“ Sýningin er opin milli kl. 10 og 18 fram á mánudag og ókeypis er inn á hana. „Aðsóknin á þessa sýningu hefur alltaf verið mjög mikil og margir koma daglega. Ég hvet því áhuga- sama til að taka daginn snemma ef þeir vilja skoða sýninguna í ró og næði.“ Nánari upplýsingar má finna á www.handverkoghonnun.is. FJÖLBREYTT FLÓRA ÓLÍKRA LISTAVERKA LISTASÝNING Ráðhús Reykjavíkur verður vettvangur listasýningarinnar Handverks og hönnunar um helgina. Tugir listamanna sýna verk sín. MIKIL FJÖLBREYTNI Skartgripir, fatnaður, teppi, sund- föt og glermunir eru meðal listaverka. MYND/ÚR EINKASAFNI VERNDAR- BAUGUR Skartið er unnið út frá smáhlutum sem Elín Bríta notaði sem verndargripi í æsku. VINSÆL SÝNING Sunneva Hafsteins dóttir framkvæmdastjóri. MYND/GVA Nám sem nýtist þér! SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLAGREINANÁM NÁM FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/824 4114. Netfang inga.karlsdottir@mk.is Skrifstofubraut I aðbundið nám, tvær annir.St Höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskipta- greinar. Kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Fjarnám, þrjár annir. Kennt í lotum. Skrifstofubraut II Staðbundið nám, kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Fjarnám, þrjár annir. Kennt í lotum. 60+ Hagnýtt nám fyrir þá sem eru komnir yfir fimmtugt, vilja styrkja sig í lífi og starfi eða taka að sér ný verkefni. Viðurkenndur bókari Námið skiptist í þrjá hluta; A) reikningshald, b) skattskil og upplýsingakerfi og c) raunhæft verkefni. Námið er ein önn og undirbýr nemendur fyrir próf á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til Viðurkennds bókara skv. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.