Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Jói Fel grillar. Helgarmaturinn og spjörunum úr... 10 • LÍFIÐ 17. MAÍ 2013 Svínarif með viskí–BBQ–sósu 2 svínarif 2 msk paprikuduft ½ msk cayenne–pipar 1 msk laukduft salt og pipar Blandið kryddun- um saman og nudd- ið vel á rifin og látið standa í u.þ.b. 1 klst. Grillið við mjög vægan hita í 90 mín. Athugið að hitinn má ekki fara mikið yfir 100°C. Takið af grill- inu og hækkið hitann. Viskí–BBQ–sósa 2 dl tómatsósa 100 g púðursykur 2 msk. Dijon-sinnep 4 msk. teriyaki-sósa 3 msk. viskí Setjið allt saman í pott og sjóðið í 5 mínútur við vægan hita. Setj- ið rifin á heitt grillið og eldið í u.þ.b. 15 mín. Berið sósuna yfir svína- rifin nokkrum sinnum á meðan eldunin fer fram. B ókin er búin að vera í fjögur ár í vinnslu en hún er byggð upp á ein- földum uppskriftum og á þar af leiðandi að henta öllum,“ segir Jói Fel um nýju grill- bókina sína, Grillað með Jóa Fel. Bókin er skreytt stórglæsilegum myndum og ætti því ekki að fara fram hjá neinum hvernig réttirnir eiga að líta út. Bókin var mynduð á heimili Jóa, bílskúrnum breytt í stúdíó og pallurinn nýttur undir fjögur grill þar sem Jói grillaði á fullu en allur maturinn í bók- inni var eldaður frá grunni fyrir myndatökurnar. Teknar voru um þrjátíu myndir á dag og því nóg um að vera á heimilinu. Með ein- faldan smekk Spurður hvað hann grilli sér helst sjálfur segist hann hafa ein- faldan smekk. „Ég vil bara stóra nautasteik og helst með bear- naise-sósu, grilluðu grænmeti og kartöflum. Annars grilla ég allt árið um kring og er oft með grill- aðan kjúkling með heimalagaðri BBQ-sósu og salati. Svo er ekkert betra en að fá grillaðan risaham- borgara.“ En geta allir grillað? „Allir eru góðir grillarar, bara misgóðir. Það er mjög einfalt að grilla. Aðalmálið við að grilla er að hafa grillið sjóðandi heitt svo maturinn grillist en soðni ekki á grillinu. Þegar verið er að grilla kjöt þarf að brúna það vel og setja það á efri grind eða á kald- ari hluta á grillinu svo kjötið fái að eldast rólega, ef steik er of lengi á heitu grillinu á hún til að þorna og verða seig. Til að ekkert klikki er alltaf best að nota kjöt- hitamæli og þá er hægt að fylgj- ast betur með hvenær steikin er klár.“ Ætlar að njóta sumarsins Jói tekur sumrinu fagnandi enda mikil törn nýafstaðin. „Já, ég er búinn að vera alveg á haus undan- farnar vikur við að klára bókina og taka upp grillseríu fyrir Stöð 2 sem sýnd verður í sumar. Þann- ig að ég ætla að vera heima, njóta lífsins og slaka vel á í sumar og auðvitað grilla í góða veðrinu.“ MATUR ÞAÐ GETA ALLIR GRILLAÐ Jói Fel vill meina að allir séu góðir grillarar, bara mis- góðir. Sjálfur grillar hann allt árið um kring. Í vikunni kom út ný grillbók eftir Jóa en í henni gefur hann grillurum góð ráð og deilir einföldum uppskriftum. Jói á pallinum góða þar sem hann grillaði alla réttina í bókinni. Borgari með BBQ-sósu og ananas 4 x 180 g hamborg- arar hamborgarakrydd 4 ostsneiðar 4 ananassneiðar úr dós 2-3 beikonsneiðar á hvern borgara tómatsneiðar agúrka í sneiðum rauðlaukur í sneiðum blandað salat hamborgarabrauð Steikið beikonið. Penslið kjötið með olíu og kryddið með hamborgarakryddi. Steikið hamborgarana á heitu grillinu í 3 mín. á hvorri hlið. Setjið ostinn ofan á rétt í lokin. Á sama tíma er an- anasinn grillaður til hliðar. Hitið brauðið lítillega á grillinu. Setjið hamborgarann saman. Smyrjið ríf- lega af sósu á neðra brauðið og raðið ag- úrku og tómatsneið- um, salati, kjöti, grilluðum ananas- sneiðum og beikoni ofan á. Setjið ríflega af sósu yfir og lokið með brauðinu. BBQ–sósa 2 msk. olía 1 lítill laukur 4 hvítlauksrif ½ tsk. chili-flögur ½ msk. paprikuduft 1 msk. reykt paprikuduft 370 g tómatsósa 60 ml eplaedik 80 g púðursykur 2 msk. Dijon-sinnep 80 ml Worcestershire– sósa 50 ml vatn Saxið lauk og hvítlauk mjög smátt og glærið lítillega í olíu á pönnu. Setjið paprikuduft og chili-flögur saman við. Steikið á vægum hita í 5 mín. Setjið afgang- inn saman við og látið sjóða í 20 mín. eða þar til sósan er orðin vel þykk. Sigtið sós- una og kælið. Sósan geymist í nokkra daga í kæli Brot úr bókinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.