Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 8
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Jú, ég geri það auðvitað. En ég veit auð- vitað ekkert á þessari stundu hvernig ráð- herraskipting verður. Einar K. Guðfinnsson, oddviti í Norðvesturkjördæmi STJÓRNMÁL Þingflokkur Bjartrar framtíðar ákvað á mánudag að ráða Heiðu Kristínu Helgadóttur, annan tveggja formanna flokks- ins, sem framkvæmdastjóra þing- flokksins. Þessi ákvörðun var svo staðfest á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar daginn eftir. Heiða Kristín skipaði annað sætið á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í nýafstöðnum þingkosningum en náði ekki kjöri. Hún segist áfram munu starfa sem annar tveggja formanna flokksins og taka virk- an þátt í stefnumótunar- vinnu. Hins vegar hafi hún ákveðið að taka þetta starf að sér til að geta unnið náið með þing- flokknum þrátt fyrir að eiga ekki sæti á þingi. „Gott utan- umhald skiptir máli og er vanmetið í pólitík,“ segir Heiða, sem segist hafa miklar skoðanir á því hvernig innra starf flokks- ins eigi að vera. „Við erum búin að byggja upp net allt í kringum landið og viljum ekki glutra því niður.“ Heiða verður áfram fram- kvæmdastjóri Besta flokksins í borginni, að minnsta kosti fyrst um sinn, og gegnir því í raun þremur störf- um í einu. - sh Annar formaður Bjartrar framtíðar verður líka tvöfaldur framkvæmdastjóri: Heiða ráðin til þingflokksins AÐALFUNDUR KATTAVINAFÉLAGS ÍSLANDS 2013 haldinn í Kattholti þriðjudaginn 28. maí kl.20.00 Fundarefni: 1. Kosning fundarstjóra 2. Kosning ritara 3. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2012 4. Ársreikningar félagsins 2012 5. Ársreikningar Nórusjóðs 2012 6. Val á löggiltum endurskoðanda 7. Kosning stjórnar 9. Kosning formanns 10. Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og gefa kost á sér til starfa fyrir félagið. STJÓRNMÁL Ráðherrar í ríkis- stjórn Íslands eru átta og verði þeim ekki fjölgað þeim mun meira er ljóst að ekki verða allir oddvitar framboðslista stjórnar- flokkanna ráðherrar. Fréttablaðið hringdi í þá alla en sleppti þó for- mönnunum þar sem ólíklegt verð- ur að teljast að þeir myndi ríkis- stjórn án eigin þátttöku. Heimildir Fréttablaðsins herma að ráðherrum verði fjölg- að um að minnsta kosti einn, ef ekki tvo. Hvort sem verður munu ekki allir oddvitarnir komast í ráðherrastóla. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann muni hafa jafnt kynjahlutfall ráðherra. Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokksins, hefur ekki gefið út álíka yfirlýsingu. Lög flokksins eru þó býsna skýr: „Við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista hans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40% nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu. Jafnréttis- nefnd og LFK skulu eftir þörfum vera til ráðgjafar um að ná mark- miði þessu fram.“ Lög Sjálfstæðisflokksins herma að annar varaformaður geti ekki gegnt ráðherraembætti. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, gegnir því embætti og ætti því ekki að koma til greina sem ráðherra. Nokkrir heimildarmenn hafa þó nefnt það við Fréttablaðið að mögulegt sé að hann hætti sem annar vara- formaður, en hann var kosinn til þess embættis í febrúar. Kristján Þór gefur lítið fyrir slíkar sögusagnir. „Menn eru alltaf að velta öllu fyrir sér,“ segir hann og vill ekki útiloka ráðherraembætti. kolbeinn@frettabladid.is Góð aðsókn að ríkisstjórn Oddvitar verðandi stjórnarflokka eru að máta sig í ráðherrastóla. Enginn þeirra vill útiloka setu á ráðherrastóli, ekki einu sinni annar varaformaður Sjálfstæðisflokks sem má þó ekki gegna embætti ráðherra. Já, ég er tilbúin að axla þá ábyrgð. Eygló Harðardóttir, oddviti í Suð- vesturkjördæmi Ég get ekki kommentað á þetta núna. Frosti Sigurjónsson, oddviti í Reykjavík norður Já, já, ég held að það hljóti nú allir að sækjast eftir því, en það er ýmislegt annað sem þarf að vinna og maður tekur því sem að höndum ber. Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti í Norðvesturkjördæmi Já, að sjálfsögðu. Hanna Birna Krist- jánsdóttir, oddviti í Reykjavík suður og varaformaður Ég er tilbúinn til að taka að mér öll þau störf sem formað- urinn og flokkurinn treysta mér til. Illugi Gunnarsson, oddviti flokksins í Reykjavík norður Ég kommenta ekkert á þetta fyrr en við erum komin með þetta í saumana. Klárum þetta og sjáum hvernig þetta lítur út. Kristján Þór Júlíusson, oddviti í Norðausturkjördæmi og annar varaformaður Gera það ekki allir sem taka þátt í stjórn- málum? Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti í Suðurkjördæmi Maður er nátt- úrulega í pólitík til að hafa áhrif, þannig að það er eðlilegt að þeir sem eru í pólitík sækist eftir því ef krafta þeirra er óskað í slík störf. Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti í Suðurkjördæmi og varaformaður Ég er í pólitík til að hafa áhrif, það er mitt svar, til að bæta okkar góða samfélag. Vigdís Hauksdóttir, oddviti í Reykjavík suður SAMFÉLAGSMÁL „Það sem stendur upp úr er gleði og þakklæti,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Samtökin fengu afhent Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í gær við hátíðlega athöfn í Höfða á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. „Það er frábær tilfinning að upplifa að borgaryfir- völd horfi á þennan málaflokk og standi við bakið á þeim grundvallarmannréttindum sem eru að búa við öruggt heimili,“ segir Sigþrúður. Samtök um kvennaathvarf voru stofnuð árið 1982, og hafa því verið starfrækt í rúm 30 ár. Í upphafi voru úrtöluraddir sem sögðu ekki vera þörf á slíkri þjónustu hérlendis, annað kom þó á daginn og hafa þrjú þúsund og fjögur hundruð konur dvalið í Kvenna- athvarfinu, margar þeirra með börn. „Þetta er löng saga og það eru margir sem hafa komið að þessu með okkur og það eru ekki síst kon- urnar sjálfar sem hafa kennt okkur hvernig reka á kvennaathvarf. Þær eru það mikilvægasta í þessu öllu saman,“ segir Sigþrúður. Mannréttindaverðlaunin eru veitt árlega einstak- lingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. - mlþ Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar veitt við hátíðlega athöfn í Höfða: Kvennaathvarfið verðlaunað VEITING VERÐLAUNANNA Elsa Yeoman, forseti borgar- stjórnar, ásamt Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, sem tók við verðlaununum. SVEITARSTJÓRNIR Ekkert verður af því að laxa-, urriða- og silunga- seiðum verði sleppt í Kópavogs- læk og Kópavogstjörn eins og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, lagði til. Þegar málið kom til endan- legrar afgreiðslu bæjarstjórnar lagði einn stuðningsmannanna, Ólafur Þór Gunnarsson úr VG, til að bætt yrði við ákvæði um að sérstaklega yrði horft til þess að Kópavogur sé friðaður og til nýrra náttúruverndarlaga. Það dugði ekki til og tillagan féll með þremur atkvæðum gegn fimm. - gar Kópavogslækur óbreyttur: Engin laxaseiði í bæjarlækinn VIÐ KÓPAVOGSLÆK Hornsílin halda lendum sínum óskiptum. ÚTGÁFA Símaskráin 2013 verður tileinkuð sjálfboðaliðum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Þá styrkir fyrirtækið Já félagið um eina milljón króna sem skipt er samkvæmt óskum þakklátra sögumanna í Símaskránni. Meðal frásagna sem fram koma í skránni er ein frá Hjálm- ari Friðbergssyni, sem segir frá því hvernig björgunarsveitirnar björguðu honum og fermingar- veislunni hans úr hremmingum á Steingrímsfjarðarheiði. - sv Já heiðrar Landsbjörgu: Sjálfboðaliðar í Símaskránni VIÐSKIPTI Ólafur Magnús Magn- ússon er hættur í stjórn DV en hann hefur verið stjórnarformað- ur félagsins. Þá hafa Lilja Skafta- dóttir Hjartar og Eiríkur Gríms- son einnig hætt í stjórninni. Viðskiptablaðið greindi frá. Þorsteinn Guðnason er nýr stjórnarformaður DV en auk hans skipa stjórnina nú Elín Guð- rún Ragnarsdóttir, Guðmundur Jón Sigurðsson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Reynir Traustason. - mþl Mannabreytingar í stjórn: Stjórnarmenn hjá DV hætta Sækist þú eft ir því að verða ráðherra? ÖRYGGISMÁL Bátur dreginn í land Björgunarskip Landsbjargar, Gunnar Friðriksson á Ísafirði, var kallað út í gær vegna báts sem varð vélarvana við mynni Ísafjarðardjúps. Um var að ræða lítinn plastbát með einn mann um borð. Tók það björgunarskipið rúma klukkustund að komast á staðinn en þá hafði nærstaddur bátur dregið þann bilaða frá landi. Björgunarskipið dró bátinn til hafnar í Bolungarvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.