Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 18
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykja- nesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkur- bær er landmesta sveitar- félagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðis- ins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúru perlum svæðis- ins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipu- lag sem byggir á auðlinda- stefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitar- félaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og vernd- un. Auðlindastefna Grindavíkur- bæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síð- astliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólk- vangi liggi mikil náttúru- vernd sem Grinda víkur- bær vilji nú aflétta svo orku fyrir tæki geti komið þangað inn með vinnu vélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Frétta- blaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunar sjónar- mið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til saman- burðar má nefna að í aðalskipu- lagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gíga- raðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt land- vörslu og byggt upp lágmarksað- stöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt marg- falt meira fé í stígagerð í Svarts- engi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geo- park). Grindavíkurbær hafði frum- kvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkur- bær er þannig að sinna náttúru- vernd og uppbyggingu fyrir ferða- menn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrir huguð í fólkvanginum innan skipulags- marka Grindavíkur. Ekki er fyrir- huguð orkuvinnsla innan skipu- lagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhuguð í landi Hafnar- fjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkur- borg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðar- bæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Sel- tjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitar- félaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfé- lög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undir- ritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitar- félög til að fylgja fordæmi okkar. Grindavíkurbær sinnir náttúruvernd betur Ég hef oft verið spurð að því hvort Suðurnesjamenn séu ólíkir öðrum íbúum landsins. Oft liggur í spurn- ingunni hvort Suðurnesja- menn séu latari, siðlausari eða lauslátari en almennt gerist. Þótt þessi skoðun á Suðurnesjamönnum sé hvorki á rökum reist né réttlát langar mig að eyða á hana nokkrum orðum. Atvinnuleysi á Suður- nesjum hefur verið mikið undanfarið. Það er fyrst og fremst vegna þess að svæðið stóð höllum fæti eftir brottför hersins 2006 og nógu mörg ný fyrirtæki með góð störf höfðu ekki náð að festa rætur á svæðinu á þeim tíma sem liðinn er. Atvinnuleysið hefur verið tilefni til að vekja upp gamla fordóma fyrir Suðurnesjamönnum byggða á frásögnum af veru her- manna á svæðinu. Í október árið 1943 birtist í Faxa grein eftir Valtý Guðjónsson kenn- ara. Þar segir Valtýr: „Hér hefur lítið borið á vandræðum út af nánum kynnum fólks við setuliðsmenn og má þakka það góðri dómgreind og varfærni Keflvíkinga og ákjósan- legum og ánægjulegum skilning setuliðsins gagnvart okkur.“ Íbúar varnarlausir Umræðan um Suðurnesjamenn í landsmálablöðunum á tímum her- setunnar endurspeglar ekki við- horf Valtýs Guðjónssonar. Í þeirri umræðu sem hvolfdist yfir Suður- nesin með komu herstöðvarinnar voru íbúar varnarlausir. Suður- nesjamenn voru taldir standa með herliðinu gegn íslenskri tungu og menningu og væru þar allir undir sömu sök settir. Umræðan var flokkspólitísk og skipt- ist milli vinstri og hægri milli þeirra sem vildu atvinnu og þeirra sem aðhylltust félagsleg gildi. Áróðursskrif um herinn og kvennamálin gátu mót- ast af sterkum hvötum þar sem réttar upplýsing- ar voru aukaatriði. Fræg var samþykkt Kvenfélags- ins í Njarðvík um að her- menn væru ekki velkomnir á skemmtanir þess. Þessu var slegið upp á forsíðu Þjóðviljans eftir kvenfélagsfundinn. Bakgrunnur þessarar fréttar var að á sameiginlegum félagsfundi UMFN og kvenfélagsins bar Bjarni Einarsson, hreppsnefndarmaður Sósíalistaflokks Njarð víkur, upp til- löguna um bannið og var hún sam- þykkt með öllum at kvæðum nema einu. Mikil umræða var á fundinum en það tók engin kona til máls. Þrátt fyrir það varð Kvenfélag Njarð- víkur sverð og skjöldur Þjóðvilj- ans í baráttunni gegn varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Samþykktin var tekin upp í leiðara blaðsins og sagt að „enginn Íslendingur með virðingu fyrir sjálfum sér geti eytt frístundum sínum eða valið sér skemmtanir í návist hins banda- ríska hers“. Taldi blaðið augljóst að þeir sem kysu að una sér í návist hersins myndu verða metnir í sam- ræmi við það. Þetta kallar leiðara- höfundur Þjóðviljans „regluna frá Njarðvíkum“. Andstaðan við herinn var því fyrst og fremst frá UMFN og sam- kvæmt grein Kristjáns Pálssonar í Faxa á hún sér persónulegar or- sakir. Þetta er eina merkið um beina andstöðu við herinn á Suðurnesjum samkvæmt athugun Kristjáns. Fjarlægð og vinsemd Gegn því sem haldið var fram í landsmálablöðunum í blaða greinum frá 1940-1970 mótaðist viðhorf Suður nesjamenna til hersins af fjarlægð og vinsemd. Af þessum völdum eru líkur á að Suðurnesja- menn hafi nálgast menningu hersins á annan hátt en aðrir landsmenn og litið áhrifin öðrum augum. Í opin- berri umræðu á þessum tíma var aldrei minnst á að Suðurnesjamenn hefðu ekki beðið um að fóstra her- liðið heldur var þeim gert að taka við þessum erlendu gestum sem bæði auðguðu mannlífið á svæðinu og tvístruðu því. Þessa sögu þarf að endurmeta og hafa blöð á Suðurnesjum víða gert þessari sögu góð skil. Umræða hefur ekki farið fram annars staðar á landinu og viðheldur það for- dómum hjá mörgum sem erfitt er að eiga við. Því má leiða líkur að því að landsmenn skuldi Suðurnesja- mönnum endurskoðun og uppgjör í þessu máli. Í því uppgjöri þarf að skoða fordómalaust mikilvægi þeirrar menningarmótunar sem kom frá Suðurnesjum á þessum tíma og skoða hvernig raunveru- leg aðlögun íbúa og herliðsins var. Hugsanlega var um að ræða fyrstu raunverulegu tilraun Íslendinga til að takast á við nútímann eða fyrstu tilraun til alþjóðavæðingar á Íslandi. Í endurmati sögunnar þarf einnig að skoða hvort „ástandið“ eða „hernám hugarfarsins“ séu sann- gjörn lýsing á samskiptum hersins og íbúa á Suðurnesjum. Endurmetum ástandið Það er komið að loka- punktinum hjá nemendum mínum á þessari önn: loka- próf. Ég stend og horfi yfir hópinn á þessa einstak- linga sem ég hef fengið að kynnast eina önn. Þarna er einn vandræða- gemsinn minn sem var ein- staklega erfiður og trufl- andi í upphafi annar en braggaðist er á leið. Það tók sinn tíma að fá hann til að læra, að einbeita sér að náminu og hætta að trufla aðra, en það hafðist. Og nú situr hann og vinnur. Vonandi nær hann að spjara sig. Þarna er líka nemandinn sem ég hefði viljað geta sinnt svo miklu betur. Hún hefði þurft svo miklu meiri aðstoð en hægt var að veita henni. En alltaf sat hún prúð og þögul og reyndi sitt besta. Hún er ein af litlu músunum mínum. Ég las gögn um daginn sem sögðu að betra skólastarf fengist með stærri bekkjum og færri kenn- urum. Hvað ætli yrði um litlu mýsnar mínar í þannig bekkjum? Og þarna situr gaurinn minn sem langar í raun ekkert að vera þarna. Hann langaði í iðnnám. En pabbi og mamma sögðu að hann yrði að taka bóklegt nám fyrst. Af hverju hann verður að sitja í námi, sem hann hefur engan áhuga á, í fjögur ár til þess að mega fara í nám sem hann virkilega langar í og myndi blómstra í, veit ég ekki. Sérstaklega þar sem hann gæti síðan tekið bóklegt ofan á það nám og lokið þannig stúdentsprófi. Og þarna situr töffarinn minn sem er að vinna allt of mikið. Hún hefur mætt illa í vetur. Hún er að vinna svo mikið sagði hún mér þegar ég benti henni á mætinguna. Þegar ég benti henni á að hún þyrfti að nota meiri tíma í námið spurði hún mig að því hvort ég gerði mér grein fyrir hvað það kostaði að vera unglingur í dag? Maður verður að klæða sig flott og eiga iPod og fleira. Ég lít snöggvast á snjáða skóna mína og hugsa um gamla farsímann minn í vasanum. Ég er ekki einu sinni viss um að ég geti sent myndskila- boð með honum. En ég ætla ekki að kvarta yfir lágum launum. Ég kaus mér þetta starf. Ég renni augunum yfir allan hópinn og það læðist bros út í annað munnvikið. Ef samfélagið bara vissi hvað í raun býr í skól- unum, um alla þá flóru ungmenna sem þar hrærast á hverjum degi, um öll þau fjölbreyttu verkefni sem þau fást við, um þann þroska sem þau taka út á þeim fjórum árum sem þau eyða í menntaskól- anum. En stundum virðist sem samfélagið sé uppteknara af því að búa til skólakerfi líkt því sem birtist í myndinni The Wall eftir Pink Floyd, þar sem nemendur eru bara afurð á færibandi. Próftímanum er lokið og ég tek prófin og kveð nemendur mína. Þau voru nokkuð sátt við prófið. Krefjandi en sanngjarnt. Þannig á það líka að vera. Þannig mætti samfélagið líka vera við þau. Lokapróf nemenda Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Akureyri Óseyri 1. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-14 Vestmannaeyjar Flötum 29. Opið má-fö kl. 8-18 Bað og sturta! SAFIR sturtusett 1.995 10.990 AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanl. m. upp stút AGI-160 hitastýrð blönd- unartæki fyrir baðkar einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti 14.990 NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900 Rósettur og hjá- miðjur fylgja öllum blöndunar tækjum 1.590 Swift snagi, burstað stál, mikið úrval Gua 539-1 með veggstál- plötu, grind fylgir, 1mm stál 16.990 CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta. Þýsk gæðavara 38.990 NÁTTÚRU- VERND Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og formaður stjórnar Reykjanes Geopark MENNTUN Jóhann G. Thorarensen menntaskóla- kennari ➜ Þessa sögu þarf að endur- meta og hafa blöð á Suður- nesjum víða gert þessari sögu góð skil. ➜ Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. ➜ Ef samfélagið bara vissi hvað í raun býr í skólunum, um alla þá fl óru ungmenna sem þar hrærast á hverjum degi … SAMFÉLAG Inga Sigrún Atladóttir guðfræðingur og bæjarfulltrúi í Vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.