Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 50
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 „Við tókum okkur saman og héldum svona kvöld fyrir ári síðan og það gekk svo vel að við ákváðum að taka þetta upp núna og gera þetta að föst- um lið,“ segir Elvar Ingi Helgason, sem er einn forsprakka svokallaðra RVK DNB klúbbakvölda sem hefja göngu sína á skemmtistaðnum Volta í kvöld. Elvar segir tómarúm hafa mynd- ast á markaðinn þegar breakbeat. is hætti störfum fyrir stuttu en þeir hafi sinnt þessari tónlistarstefnu vel. Elvar og félagar hans hafi því ákveðið að taka við og koma þess- um kvöldum á fót, en aðstandendur kvöldanna eru auk Elvars þeir Andri Már Arnlaugsson, sem heldur utan um raftónlistarkvöld Extreme Chill, Ari S. Arnarsson, einnig þekktur sem DNB-tónlistarmaðurinn Plasmic, og Agzilla, sem er lifandi goðsögn í DNB-heiminum á Íslandi að sögn Elvars. Sjálfur hefur svo Elvar staðið að RVK Soundsystem reggíkvöld- unum síðastliðin þrjú ár. „Við höfum allir verið miklir DNB-aðdáendur um árabil svo þessi kvöld eru alveg jafn mikið gerð fyrir okkur og þá sem þau sækja,“ segir hann. Á spilunarlista kvöldanna verður fjölbreytt DNB-tónlist og segir Elvar Ingi að þar verði að finna góða blöndu af nýju efni í bland við gamalt. „Á sama tíma og við kynnum fólk fyrir því sem er nýjast og heitast í dag þá viljum við líka leyfa því að heyra gömlu góðu lögin sem eru kannski í uppáhaldi hjá þeim,“ segir hann. - trs „Mig langar rosalega að kíkja á Listahátíð í Reykjavík um helgina en þar sem ég er með veikt barn er ég ekki alveg örugg um að ég nái að fara. Ég held þó í vonina að hann hressist í tæka tíð eða ég finni einhvern vænlegan til að sitja yfir honum á meðan ég kíki á þá við- burði sem mig langar mest á,“ segir leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir. Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og segist Maríanna Clara vera spennt fyrir fjölda atriða á hátíðinni. Sérstaklega langar hana að sjá opn- unaratriðið Vessel Orchestra sem verður sýnt á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í dag klukkan 17.45. „Ég er viss um að það verður rosalega flott. Þau Birgisbörn eru öll svo miklir snillingar,“ segir hún. „Mig langar líka mikið að sjá Sprengd hljóð- himna vinstra megin/Stuna sem verður sýnt í Hafnarhúsinu á morgun. Það er endurgerð á verki sem var sýnt árið 1991 og er eftir Magnús Pálsson. Svo er ég rosalega spennt fyrir sýningunni Igor Stravinskí í 100 ár sem verður sýnt í Eldborg,“ segir Maríanna en þar taka Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn höndum saman og flytja tvö af frægustu danstónverkum Stravinskís, Vorblótið og Petrúsku. - trs Spennt fyrir fj ölda atriða á Listahátíð Fundir 19.00 Opinn félagsfundur menningar- og friðarsamtakanna MFÍK verður hald- inn í Friðarhúsi. Þórarinn Hjartarson flytur erindið Vestræn hernaðarstefna og við. Léttur kvöldverður verður seldur á kr. 1.500 í upphafi fundar. Sýningar 13.00 Alfa Malmquist opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í bókakaffi Máls og menningar, Súfistanum, Laugavegi 18. 18.00 Sýningarnar Huglæg Landakort/ Mannshvörf og Gersemar opnaðar í Listasafni Íslands. Hátíðir 17.45 Listahátíð í Reykjavík hefst með opnunaratriði á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Nánari upp- lýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni artfest.is. Tónlist 12.00 Auður Guðjohnsen og Lilja Egg- ertsdóttir flytja fögur ljóð á ýmsum tungum í Háteigskirkju. Miðaverð er kr. 1.000. 18.00 Útskriftartónleikar Stefáns Hauks Gylfasonar verða haldnir í Áskirkju, en Stefán útskrifast með BMus-gráðu í gítarleik frá tónlistardeild LHÍ í vor. 22.00 Hljómsveitin Band on Stage skemmtir á Café Rosenberg. 23.00 Glænýtt klúbbakvöld, RVK DNB, lítur dagsins ljós á Volta. Þar verður einblínt á Drum & Bass tónlist og plötusnúðarnir Agzilla, Plasmic, DJ Elvar og Andre þeyta skífum. 23.00 Ingvar Grétarsson og Tómas Tómasson skemmta á Ob-La-Dí Ob-La- Da, Frakkastíg 8. Leiðsögn 15.00 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir leiðbeinir gestum Náttúrugripasafns Seltjarnarness í origami-fuglagerð. Leiðsögnin er í tengslum við sýn- inguna Þúsund Origami-trönur og ein ósk sem sett hefur verið upp í safninu. Aðgangur er ókeypis. Myndlist 18.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands: Huglæg Landakort/ Mannshvörf og safnsýningin Gersemar. Landakort/Mannshvörf er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Í sýningunni taka þátt 40 listamenn frá 15 evrópskum smáríkjum og svæðum innan Evrópu. Sýningin Gersemar samanstendur af málverkum og teikningum frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? ➜ Á spilunarlista kvöldanna verður fjöl- breytt DNB-tónlist og segir Elvar Ingi að þar verði að finna góða blöndu af nýju efni í bland við gamalt. gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M / S ÍA / N M 57 44 6 Drum & Bass tónlist í fyrirrúmi Ný klúbbakvöld hefj a göngu sína á skemmtistaðnum Volta í kvöld. Drum & Bass tónlistar- stefnan varð fyrst vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Um er að ræða raf- tónlist með hröðum takti og þungum bassa. Meðal frægra DNB-listamanna má nefna Squarepusher, Goldie, Calibre og bæði Rudimental og Chase & Status sem eru væntan- legir hingað til lands til að spila á Keflavík Music Festival í sumar. ➜ Hvað er Drum & Bass? AÐDÁENDUR DNB Þeir Andri, Elvar Ingi, Aggi Agzilla og Ari Plasmic eru miklir aðdáend ur DNB-tónlistar. MYND/ÓMAR SVERRISSON Áhugasamir um origami- gerð geta lagt leið sína í Náttúrugripasafn Sel- tjarnarness í dag. Safnið fagnar 31 árs afmæli sínu á morgun og í tilefni þess verða fuglar og flóra í öndvegi á bókasafninu í dag. Í tengslum við það mun Guðrún Þóra Gunnarsdóttir leiðbeina gestum í origami-fugla- gerð í tengslum við sýn- inguna Þúsund origami- trönur og ein ósk þar sem til sýnis eru 1.000 origami- fuglar sem Guðrún Þóra föndraði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.