Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 22
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær afi okkar, tengdaafi og langafi, BRYNJÓLFUR KARLSSON fyrrverandi slökkviliðsmaður, Ásholti 2, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi 6. maí verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara 0513-18-430830 kt. 650303-3180 eða aðra styrktarsjóði eða líknarfélög. Brynjólfur Hjartarson Edda Björk Viðarsdóttir Benedikt Hjartarson Jóhanna María Vilhelmsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og besti vinur okkar, ELÍAS EGILL GUÐMUNDSSON fyrrv. flugvélstjóri og forstjóri Steinprýði lést á Landspítalanum 13. maí sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðný Sigurðardóttir Guðlaugur Ágúst Elíasson Guðrún Júlíusdóttir Kristján Elíasson Sesselía Jónsdóttir Erla Elíasdóttir Gunnar Hjálmarsson Elías Egill Elíasson Cynthia Nkeiru Elíasson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, fyrrverandi eiginkona, systir og mágkona, EIRÍKSÍNA KRISTBJÖRG ÁSGRÍMSDÓTTIR (EIA) frá Siglufirði andaðist 13. maí á sjúkrahúsi í Frakklandi. Útför fer fram laugardaginn 18. maí í heimabæ hennar St.-Michel-en-l’Herm. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Eric Ásgrímur Mancini Carla Silveira Mancini Bastien Héðinn Mancini Laura-Kate Wilson Mancini Shelma, Kayba og Eleanor Eia Ange Mancini María Ásgrímsdóttir Kristinn Finnsson Halldóra Ásgrímsdóttir Karl-Erik Rocksén Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR HRAFNKELS EINARSSONAR rennismiðs. Guð blessi ykkur. Margrét J. Magnúsdóttir Kristín J. Pétursdóttir Magnús R. Bjarnason Helgi Haraldsson Greta Benjamínsdóttir Hrafnhildur Haraldsdóttir Elvar Ö. Elefsen Dröfn Haraldsdóttir Helga B. Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur og systur, ÖNNU KRISTÍNU ÓLAFSDÓTTUR fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Hjörleifur B. Kvaran Lísa Margrét Sigurðardóttir Kristján H. Johannessen Eysteinn Sigurðarson Katrín Eyjólfsdóttir Bjarki Sigurðarson Hjördís Isabella Kvaran Ólafur Grétar Guðmundsson Steinunn Aagot Kristjánsdóttir Ingvi Steinar Ólafsson Sigrún Guðný Markúsdóttir Atli Ragnar Ólafsson Sólveig Jónsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR Breiðumörk 15, Hveragerði. Arnheiður I. Svavarsdóttir Einar Sigurðsson Anna María Svavarsdóttir Wolfgang Roling Hannes Arnar Svavarsson Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir Árni Svavarsson Svandís Birkisdóttir Guðrún Hrönn Svavarsdóttir Svava Sigríður Svavarsdóttir Erlendur Arnar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR ÞÓRA GÍSLADÓTTIR Grandavegi 11, 107 Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund þriðjudaginn 14. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Joseph G. Adessa og aðrir vandamenn Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HALLFRÍÐUR MAACK Hraunbæ 61, lést miðvikudaginn 15. maí síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Sverrir Sveinsson Ingibjörg Sverrisdóttir Sölvi Ólafsson Anna Svava Sverrisdóttir Úlfar Örn Valdimarsson María Vigdís Sverrisdóttir Ragnar Auðunn Birgisson Skúli Sverrisson barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, JÓHANNES G. JÓHANNESSON Nönnugötu 6, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 14. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Petrína Kristín Steindórsdóttir Bókaforlagið Salka hefur gefið út fjórar nýjar bækur eftir Björn G. Björnsson leikmyndahönnuð undir yfirskriftinni Íslenskur menningararfur. Í þeim er farið í máli en aðallega myndum yfir ýmsar menningar minjar á Íslandi. Bækurnar nefnast Torfkirkjur á Íslandi, Átta steinhús 18. aldar, Hús skáldanna og Stóru torfbæirnir. Auk þess að semja textann tekur Björn myndirnar og hannar útlit bókanna. „Þetta eru litlar og nettar bækur,“ segir hann, „ég lagði áherslu á það að hafa þetta snoturt og handhægt. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að hinum sjónræna menningararfi, það er að segja húsum, minjum, mannvirkjum og svo framvegis.“ Björn hefur unnið við að hanna söfn og sýningar undanfarin tuttugu ár en þar á undan vann hann við sjónvarps- og heimildarmyndagerð. „Ég hafði því kynnst flestum þessum stöðum í gegnum tíðina og átti orðið dágott safn af myndum, sem mig var farið að langa til að gera eitthvað meira úr. Í fyrrasumar bar ég þessa hugmynd undir þau hjá Sölku. Þeim leist vel á. Það sem eftir lifði af sumri og fram á haust flakkaði ég um landið og tók fleiri myndir og vann svo bæk- urnar í vetur.“ Björn segir efni fyrstu bókanna hafa legið nokkuð beint við. „Ég átti mesta myndefnið í þessum efnisflokkum og vildi endilega byrja á torfbæjunum og torfkirkjunum.“ Bækurnar koma út á íslensku og á ensku en Birni finnst menningin hafa orðið útundan í landkynningu. „Landkynningin gengur fyrst og fremst út á náttúruna. Það er auðvitað gott og blessað að kynna náttúruna en menningin er mikils virði líka; hún er það sem mannfólkið hefur verið að skapa hér undanfarin þúsund ár. Það var í rauninni hugsunin; að bæta úr þessari þörf og gera bækur fyrir ferða- menn svo þeir geti kynnst menningar- arfinum.“ Björn býst fastlega við að gefa út fleiri bækur í ritröðinni. „Ég er svo til tilbúinn með efni í þrjár til fjórar bækur í viðbót og ætla að nota sumarið til að viða að mér enn meira efni. Ég hef hugsað mér að skipta þessu aðeins milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgarsvæðisins. Mig langar að gera bók um kirkjur í Reykjavík; það eru á þriðja tug kirkna í Reykjavík með um 230 ára sögu. Saga þeirra er auðvitað stílsaga í leiðinni því kirkjur eru dæmigerðar fyrir strauma og stefnur í byggingarlist á hverjum tíma. Ég myndi líka vilja gera bók um um stóru byggðasöfnin úti á landi og svo eru ýmsir sögustaðir sem leita á mig líka.“ bergsteinn@frettabladid.is Vill auka hlut menn- ingar í landkynningu Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður sendi frá sér á dögunum fj órar bækur í nýrri ritröð um íslenskan menningararf. Hann segir menninguna hafa verið látna sitja á haka- num við landkynningu Íslands og vildi bæta úr því. BJÖRN G. BJÖRNSSON Er svo til tilbúinn með efni í þrjár til fjórar bækur í viðbót og ætlar að nota sumarið til að viða að sér enn meira efni. MYND/JÓHANNES LONG. ÚR TORFKIRKJUM Á ÍSLANDI Björn kveðst vera nærri tilbúin með efni í þrjár til fjórar bækur í viðbót, þar á meðal bók um kirkjur í Reykjavík. MYND/ BJÖRN G. BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.