Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 6
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 BANGLADESS Fellibylur gekk yfir strandsvæði Bangladess í gær. Tólf eru látnir og þúsundir húsa hafa eyðilagst svo um milljón íbúar strandsvæðanna hafa neyðst til að flýja. Í frétt BBC kemur fram að veðrið náði ekki þeim styrk sem óttast var, en fellibylurinn geng- ur undir nafninu Mahasen. Þegar veðrið skall á náði vindstyrkurinn um 100 kílómetrum á klukkustund með mikilli rigningu og flóðum. Sameinuðu þjóðirnar höfðu varað við því að yfir átta millj- ónir manna væru í hættu vegna veðursins á stórum svæðum í Bangladess, Búrma og norðaust- urhluta Indlands. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Bangladess hafði tæp- lega ein milljón manna verið flutt frá ströndinni í 3.200 neyðarskýli. Flugvöllum í Chittagong, einni stærstu borg landsins, og í ferða- mannahéraðinu Cox Bazar var lokað. Skólar og hótel hafa verið gerð að neyðarskýlum og voru troðin af fólki á meðan stormur- inn lét sem verst. Hann var talinn ganga niður að mestu í nótt. - shá Tólf hafa látið lífið í fellibylnum Mahasen í Bangladess: Milljón manna flutt á brott EYÐILEGGING Fellibylurinn eyðilagði heimili þúsunda þegar hann gekk á land. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR Framleiðslugeta álvers- ins í Straumsvík verður aðeins aukin í 205 þúsund tonn á ári, en ekki 230 eins og fyrirhugað hafði ver ið. Þ et ta þýðir að fyrir- tækið hefur ekki not fyrir nema rúm 28 af þeim 75 mega- vöttum sem það hafði samið við Landsvirkjun um. L í k t o g Fréttablaðið greindi frá í gær hafa tæknilegir örðugleikar sett strik í reikning- inn. Ætlunin var að auka straum- inn sem notaður er og framleiðsl- una þannig með. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem barst í gær, segir að ekki hafi verið talið fýsilegt að verja meiri fjármunum en þegar hefur verið gert til að ná fram framleiðsluaukningunni. Ólafur Teitur Guðnason, upp- lýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að fyrirtækið sé með samning við Landsvirkjun um 75 viðbótarmegavött. „Sá samningur er til 2036 og hann er enn þá í gildi. Núna þurf- um við bara að setjast niður með Landsvirkjun og fara aðeins yfir hvað þetta þýðir og hvernig við leysum úr þessari stöðu sem er komin upp. En samningurinn gildir enn.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í Frétta- blaðinu í gær að ljóst væri að seinkun yrði á verkefninu, en vís- aði að öðru leyti á forsvarsmenn álversins. Ekki náðist í hann í gær. Kostnaður við framleiðsluaukn- inguna var áætlaður um 57 millj- arðar og í tilkynningu fyrirtækis- ins segir að hann verði vart undir því. Nú þegar hafi yfir 50 milljörð- um verið varið í verkefnið, sem og breytingar á framleiðsluafurðum og það að auka rekstraröryggi. Þá hafi verkefnið skapað yfir 600 árs- verk, eins og áætlað var. „Ákvörðun þessi hefur ekki áhrif á aðra meginþætti fjárfest- ingarverkefnisins í Straumsvík, það er að skipta að fullu yfir í framleiðslu á stöngum í stað barra og að auka afkastagetu lofthreinsi- virkja. Rétt er að leggja áherslu á að í dag vinna um 150 manns að þeim verkefnum sem haldið verð- ur áfram með.“ kolbeinn@frettabladid.is Helmingi minni aukning hjá ÍSAL Álverið í Straumsvík þarf ekki nema hluta orkunnar sem samið var um við Lands- virkjun. Framleiðslugeta fyrirtækisins verður aðeins aukin um innan við helming þess sem áætlað var. Fyrirtækið mun reyna að leysa málið með Landsvirkjun. STRAUMSVÍK Framleiðsla álversins verður aukin um átta prósent í stað þeirra tutt- ugu sem stefnt hafði verið að. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÓLAFUR TEITUR GUÐNASON Tæp 47 megavött standa út af miðað við samning við Landsvirkjun, þegar orkuþörf álversins í Straumsvík hefur verið uppfyllt. Náist samningar á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan um að síðarnefnda fyrirtækið losni undan kaupum á orku sem það þarf ekki er hægt að nýta hana í annað. Búðarhálsvirkjun verður tekin í gagnið fyrir áramót, en framleiðslugeta hennar er 95 MW. Hún var meðal annars reist til að mæta þörfinni í Straumsvík, en eftir breyttar áætlanir eru þar eftir 67 MW sem gætu fyllt betur út í orkumyndina í Helguvík. Fer orkan til Helguvíkur? 1. Hvað heitir hetjan sem bjargaði mannslífi þegar báturinn Krummi brann við Arnarstapa? 2. Hvaða sjónvarpskona þykir einstak- lega ötul og með þeim skemmtilegri á Twitter? 3. Hvaða myndlistarmaður gerir hrotur Jóns Gnarr að viðfangsefni sínu í nýju verki? SVÖR 1.Þorleifur Reynisson 2. Margrét Erla Maack 3. Finnbogi Pétursson VEISTU SVARIÐ? JAPAN Borgarstjóri japönsku borgarinnar Osaka, hinn þjóðernissinnaði formaður Japanska umbótaflokksins Toru Hashi- moto, segist standa við þá skoðun sína að nauðsynlegt hafi verið fyrir hermenn landsins að halda þúsundum kvenna í kynlífsánauð í síðari heimsstyrjöld. Slíkt hafi verið nauðsynlegt til að viðhalda aga og veita þeim slökun. Hann segir að hins vegar hefði hann átt að taka tillit til þess hvernig skoðunum hans yrði tekið á alþjóð- legum vettvangi. Fórnarlömb kynferðisglæpa japanskra hermanna voru aðallega frá Kóreu og Kína og er talið að ekki færri en 200.000 konum hafi verið haldið nauðugum sem kynlífs- þrælum. Þarlend stjórnvöld hafa fordæmt yfirlýsingar Hashimotos en hann segir á móti að kynlífsþrælkun hafi verið viðtekin venja herja í síðari heimsstyrjöld og ósann- gjarnt að heimfæra kerfisbundna kynferð- isglæpi eingöngu upp á japanska herinn. Upphaf deilunnar á rætur að rekja til þess að Hashimoto gaf það í skyn við for- ingja bandaríska hersins í Japan, sem í eru um 50.000 hermenn, að þeir ættu að nýta sér þjónustu vændiskvenna í meiri mæli. Það taldi hann að myndi fækka afbrotum bandarískra hermanna í landinu, sem hafa verið tilefni andúðar eyjarskeggja. - shá Borgarstjóri í Japan harðlega gagnrýndur fyrir réttlætingu kynlífsþrælkunar í síðari heimsstyrjöld: Sagði nauðgunarbúðir hafa verið nauðsyn MÓTMÆLI Kóresk kona, sem hneppt var í kynlífsánauð í stríðinu, mótmælir orðum borgarstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.