Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 56
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 ROBERT Kennedy sagði eitt sinn að landsframleiðsla mældi allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því. Ég rifja þessi ummæli upp í tengslum við nýút- komnar tillögur svokallaðrar verkefnis- stjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi (VSUAHÁÍ, nei, hjálpar ekki) en tillögurnar eiga að stuðla að aukn- um stöðugleika í íslensku efnahagslífi og 3,5% árlegum hagvexti til ársins 2030. TILLÖGURNAR hafa verið gagnrýnd- ar á þeim forsendum að þær nálgist lífs- kjör frá of þröngu sjónarhorni með því að leggja áherslu á landsframleiðslu sem, eins og Kennedy benti á, er mjög ófullkominn mælikvarði á lífskjör. Inn í gagnrýnina fléttast svo hagvaxtar- þreyta sem ég verð var við hjá, í það minnsta, minni eigin kynslóð. Það er kannski ekki skrítið enda er ég af þeirri kynslóð sem ólst upp á þeim tíma þegar allt snerist um hagvöxt en varð fullorðin þegar góðærið sprakk framan í okkur. Aldeilis frábært! Raunar er hag- vaxtarhugtakið í huga sumra orðið svo tengt stóriðju að þeir telja hag- vöxt beinlínis óæskilegan. EN er hagvöxtur ofmetinn eða jafnvel óæskilegur? Svarið við fyrstu spurn- ingunni er kannski en við þeirri seinni hreint nei. Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að stærstu aflvakar hagvaxtar til lengri tíma eru tækniframfarir og fólksfjölgun. Í ljósi þess að Íslendingum er að fjölga og þess að það er talsvert af sniðugu fólki í heiminum þá væri það einfaldlega óeðli- legt ef það væri ekki hagvöxtur á Íslandi flest ár. Þar fyrir utan er að flestu leyti þægilegra að búa í landi þar sem efna- hagslífið er að vaxa. Fyrir því eru ýmsar ástæður en mér finnst réttast að staldra við eina. ÞAÐ er erfiðara að reka fólk en að ráða fólk ekki. Í stöðnuðu hagkerfi er því erfitt fyrir ungt fólk að fá spennandi atvinnu- tækifæri. Það þarf ekki annað en að líta til Suður-Evrópu til að fá staðfestingu á því. Því þótt hagvöxtur mæli ekki heilsu barna, gæði menntunar eða gleði leiks (Kennedy var orðheppinn) þá er umtals- vert þægilegra að búa í landi þar sem efnahagslífið er að vaxa en því þar sem það er staðnað. Sérstaklega fyrir ungt fólk. VSUAHÁÍ og hagvöxturinn BAKÞANKAR Magnúsar Þorláks Lúðvíkssonar IN MEMORIAM? (L) 18:00, 20:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00 THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 22:00 ON THE ROAD (L) 20:00, 22:20 DÁVALDURINN (16) 22:10 HANNAH ARENDTON THE ROAD IN MEMORIAM? JAGTEN EFTIR ÓMAR RAGNARSSON MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS MAMA KL. 8 - 10 16 NUMBERS STATION KL. 6 - 8 12 EVIL DEAD KL. 10 14 THE CALL KL. 6 16 STAR TREK 3D KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 MAMA KL. 10.15 16 THE CALL KL. 8 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 LATIBÆR KL. 3.30 L THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 THE GREAT GATSBY 3D ÓTEXTAÐ KL. 9 12 THE NUMBERS STATION KL. 5.50 - 8 16 PLACE BEYOND T HE PINES KL. 6 - 9 12 EVIL DEAD KL. 10.10 18 FALSKUR FUGL KL. 6 14 STAR TREK 3D 4, 5.20, 8, 10.40 MAMA 8, 10.10 LATIBÆR 4 OBLIVION 5.30 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN Norræna tónlistarhátíðin Ja Ja Ja verður haldin í fyrsta sinn í Lond- on 8. og 9. nóvember. Danska hljómsveitin Mew og hin íslenska Múm koma báðar fram. Þá hefur verið ákveðið að Copenhagen Documentary Festi- val verði samstarfsaðili og velji heimildarmyndir sem þar verða sýndar. Hátíðin er unnin í samstarfi við Roundhouse, sem er menningar- hús í hverfinu Camden í London og er ætlað fyrir 3.500 áhorfend- ur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Nomex, stýr- ir hátíðinni. Hún segir hana gott tækifæri til að ýta undir þann áhuga sem Bretar sýna Norður- löndum og norrænni menningu. „Ja Ja Ja hefur fengið mjög góðar viðtökur sem klúbbakvöld. Round- house er góður samstarfsaðili til að þróa hátíð með. Húsið er sér- stakt og fólkið sem vinnur þarna hefur mikinn áhuga og skilning á menningarlegum straumum og stefnum,“ segir Anna Hildur. „Það er líka gaman að fá tækifæri til að tengja saman ólíka menning- arþætti, tónlist, kvikmyndir og matargerð, þannig að gestir fái að smakka, hlusta og horfa á það sem kemur frá Norðurlöndum á einum og sama stað.“ Miðasala á hátíðina hefur verið opnuð hjá Roundhouse. - fb Mew og Múm spila á Ja Ja Ja Norræna tónlistarhátíðin Ja Ja Ja haldin í fyrsta sinn í London í nóvember. MEW Jonas Bjerre og félagar í Mew spila á tónlistarhátíðinni Ja Ja Ja. NORDICPHOTOS/GETTY Lucy Liu fer með hlutverk Dr. Watson í þáttaröðinni Elementary. Þættirnir eru spennuþættir og fjalla um nútímaleg- an Sherlock Holmes sem leikinn er af Jonny Lee Miller. Í viðtali við vefritið The Edit þakkar Liu bróður sínum fyrir þann stuðn- ing sem hann veitti henni er hún tók sín fyrstu skref í leiklistinni. „For- eldrar mínir vildu að ég fengi mér hefðbundna vinnu. Bróðir minn, John, leyfði mér að gista hjá sér á meðan ég var að koma mér fyrir. Við bjuggum í einu herbergi með engu eldhúsi. Ég svaf á gólfinu og hann og meðleigj- andi hans sváfu í koju. Án hans hefði ég líklega aldrei reynt fyrir mér í leiklist- inni,“ sagði leikkonan. Liu þakkar bróður sínum Á GÓÐAN BRÓÐUR Lucy Liu þakkar bróður sínum fyrir stuðn- inginn sem hann veitti henni ungri. Hljómsveitin Sin Fang er á leiðinni í tón- leikaferðalag um Evrópu, sem hefst í Þýskalandi í kvöld. Átján tónleikar eru fyrirhugað- ir og verða þeir síðustu í Berlín í byrjun júní. Sing Fang gaf nýverið út sína þriðju plötu, Flowers, sem hefur fengið góðar undirtektir tónlistarunnenda og gagnrýnenda. Útgáfutónleikar verða haldnir í Iðnó 12. júlí og mun sigurhljóm- sveit Músíktilrauna, Vök, hita upp. Miðasala hefst í dag á Midi.is. Tónleikaferð um Evrópu SIN FANG Sin Fang er hugarfóstur tónlistarmannsins Sindra Más Sigfús- sonar. MYND/INGIBJÖRG BIRGISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.