Fréttablaðið - 17.05.2013, Page 56

Fréttablaðið - 17.05.2013, Page 56
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 ROBERT Kennedy sagði eitt sinn að landsframleiðsla mældi allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því. Ég rifja þessi ummæli upp í tengslum við nýút- komnar tillögur svokallaðrar verkefnis- stjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi (VSUAHÁÍ, nei, hjálpar ekki) en tillögurnar eiga að stuðla að aukn- um stöðugleika í íslensku efnahagslífi og 3,5% árlegum hagvexti til ársins 2030. TILLÖGURNAR hafa verið gagnrýnd- ar á þeim forsendum að þær nálgist lífs- kjör frá of þröngu sjónarhorni með því að leggja áherslu á landsframleiðslu sem, eins og Kennedy benti á, er mjög ófullkominn mælikvarði á lífskjör. Inn í gagnrýnina fléttast svo hagvaxtar- þreyta sem ég verð var við hjá, í það minnsta, minni eigin kynslóð. Það er kannski ekki skrítið enda er ég af þeirri kynslóð sem ólst upp á þeim tíma þegar allt snerist um hagvöxt en varð fullorðin þegar góðærið sprakk framan í okkur. Aldeilis frábært! Raunar er hag- vaxtarhugtakið í huga sumra orðið svo tengt stóriðju að þeir telja hag- vöxt beinlínis óæskilegan. EN er hagvöxtur ofmetinn eða jafnvel óæskilegur? Svarið við fyrstu spurn- ingunni er kannski en við þeirri seinni hreint nei. Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að stærstu aflvakar hagvaxtar til lengri tíma eru tækniframfarir og fólksfjölgun. Í ljósi þess að Íslendingum er að fjölga og þess að það er talsvert af sniðugu fólki í heiminum þá væri það einfaldlega óeðli- legt ef það væri ekki hagvöxtur á Íslandi flest ár. Þar fyrir utan er að flestu leyti þægilegra að búa í landi þar sem efna- hagslífið er að vaxa. Fyrir því eru ýmsar ástæður en mér finnst réttast að staldra við eina. ÞAÐ er erfiðara að reka fólk en að ráða fólk ekki. Í stöðnuðu hagkerfi er því erfitt fyrir ungt fólk að fá spennandi atvinnu- tækifæri. Það þarf ekki annað en að líta til Suður-Evrópu til að fá staðfestingu á því. Því þótt hagvöxtur mæli ekki heilsu barna, gæði menntunar eða gleði leiks (Kennedy var orðheppinn) þá er umtals- vert þægilegra að búa í landi þar sem efnahagslífið er að vaxa en því þar sem það er staðnað. Sérstaklega fyrir ungt fólk. VSUAHÁÍ og hagvöxturinn BAKÞANKAR Magnúsar Þorláks Lúðvíkssonar IN MEMORIAM? (L) 18:00, 20:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00 THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 22:00 ON THE ROAD (L) 20:00, 22:20 DÁVALDURINN (16) 22:10 HANNAH ARENDTON THE ROAD IN MEMORIAM? JAGTEN EFTIR ÓMAR RAGNARSSON MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS MAMA KL. 8 - 10 16 NUMBERS STATION KL. 6 - 8 12 EVIL DEAD KL. 10 14 THE CALL KL. 6 16 STAR TREK 3D KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 MAMA KL. 10.15 16 THE CALL KL. 8 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 LATIBÆR KL. 3.30 L THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 THE GREAT GATSBY 3D ÓTEXTAÐ KL. 9 12 THE NUMBERS STATION KL. 5.50 - 8 16 PLACE BEYOND T HE PINES KL. 6 - 9 12 EVIL DEAD KL. 10.10 18 FALSKUR FUGL KL. 6 14 STAR TREK 3D 4, 5.20, 8, 10.40 MAMA 8, 10.10 LATIBÆR 4 OBLIVION 5.30 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN Norræna tónlistarhátíðin Ja Ja Ja verður haldin í fyrsta sinn í Lond- on 8. og 9. nóvember. Danska hljómsveitin Mew og hin íslenska Múm koma báðar fram. Þá hefur verið ákveðið að Copenhagen Documentary Festi- val verði samstarfsaðili og velji heimildarmyndir sem þar verða sýndar. Hátíðin er unnin í samstarfi við Roundhouse, sem er menningar- hús í hverfinu Camden í London og er ætlað fyrir 3.500 áhorfend- ur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Nomex, stýr- ir hátíðinni. Hún segir hana gott tækifæri til að ýta undir þann áhuga sem Bretar sýna Norður- löndum og norrænni menningu. „Ja Ja Ja hefur fengið mjög góðar viðtökur sem klúbbakvöld. Round- house er góður samstarfsaðili til að þróa hátíð með. Húsið er sér- stakt og fólkið sem vinnur þarna hefur mikinn áhuga og skilning á menningarlegum straumum og stefnum,“ segir Anna Hildur. „Það er líka gaman að fá tækifæri til að tengja saman ólíka menning- arþætti, tónlist, kvikmyndir og matargerð, þannig að gestir fái að smakka, hlusta og horfa á það sem kemur frá Norðurlöndum á einum og sama stað.“ Miðasala á hátíðina hefur verið opnuð hjá Roundhouse. - fb Mew og Múm spila á Ja Ja Ja Norræna tónlistarhátíðin Ja Ja Ja haldin í fyrsta sinn í London í nóvember. MEW Jonas Bjerre og félagar í Mew spila á tónlistarhátíðinni Ja Ja Ja. NORDICPHOTOS/GETTY Lucy Liu fer með hlutverk Dr. Watson í þáttaröðinni Elementary. Þættirnir eru spennuþættir og fjalla um nútímaleg- an Sherlock Holmes sem leikinn er af Jonny Lee Miller. Í viðtali við vefritið The Edit þakkar Liu bróður sínum fyrir þann stuðn- ing sem hann veitti henni er hún tók sín fyrstu skref í leiklistinni. „For- eldrar mínir vildu að ég fengi mér hefðbundna vinnu. Bróðir minn, John, leyfði mér að gista hjá sér á meðan ég var að koma mér fyrir. Við bjuggum í einu herbergi með engu eldhúsi. Ég svaf á gólfinu og hann og meðleigj- andi hans sváfu í koju. Án hans hefði ég líklega aldrei reynt fyrir mér í leiklist- inni,“ sagði leikkonan. Liu þakkar bróður sínum Á GÓÐAN BRÓÐUR Lucy Liu þakkar bróður sínum fyrir stuðn- inginn sem hann veitti henni ungri. Hljómsveitin Sin Fang er á leiðinni í tón- leikaferðalag um Evrópu, sem hefst í Þýskalandi í kvöld. Átján tónleikar eru fyrirhugað- ir og verða þeir síðustu í Berlín í byrjun júní. Sing Fang gaf nýverið út sína þriðju plötu, Flowers, sem hefur fengið góðar undirtektir tónlistarunnenda og gagnrýnenda. Útgáfutónleikar verða haldnir í Iðnó 12. júlí og mun sigurhljóm- sveit Músíktilrauna, Vök, hita upp. Miðasala hefst í dag á Midi.is. Tónleikaferð um Evrópu SIN FANG Sin Fang er hugarfóstur tónlistarmannsins Sindra Más Sigfús- sonar. MYND/INGIBJÖRG BIRGISDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.