Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 62
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 „Við vildum enda þetta á góðum nótum,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunarhússins Atmo, en í gær kom í ljós að verslun- inni verður lokað þann 26. maí. Ásta segir ástæður fyrir lokuninni vera meðal annars óstöðugt aðgengi að vörum hjá birgjum verslunarinn- ar sem í langflestum tilvikum eru lítil en vaxandi íslensk hönnunar- fyrirtæki. Húsið var opnað um miðjan nóvember í fyrra og hefur dregið til sín um 35 þúsund gesti og viðskipta- vini á þeim tíma. Ásta segir mikla eftirsjá vera að versluninni en ákvörð- unin um að loka sé óhjá- kvæmileg. Meðal annars þurfi að bæta rekstrarumhverfi íslenskra hönnuða eigi verslun á borð við Atmo að ganga upp. Háir tollar, aðflutn- ingsgjöld og hár virðisaukaskattur á hönnunarvöru geri fyrirtækjum og smásölum erfitt fyrir.„Við höfum fengið mikil viðbrögð við þessum fréttum og öllum finnst mjög leiðin- legt að við þurfum að loka,“ segir Ásta og ítrekar að starfsemin hafi verið góð reynsla og von- andi sé hægt að endurtaka leikinn síðar. „Ég skora á nýja ríkisstjórn að skoða að gera eitthvað fyrir íslenska hönnun svo að þessi grein deyi ekki út.“ Dagana 17.-26.maí verður lokasala í húsnæðinu á vegum hönnuðanna sjálfra. - áp HELGIN 90 íslensk vörumerki seldu hönnun sína í Atmo. „Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlist- armanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhalls- son hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svo- lítið hversu frægur hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á upp- leið til landsins. Hann er einn heit- asti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kring- um hann. Það er ótrúlega stremb- ið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem laga- höfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit- verðlaun sem besti alþjóðlegi karl- kyns listamaðurinn og Q-verðlaun- in sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árs- lista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim og annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Frétta- blaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu ein- staklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkyn- hneigð sinni. Það er sérlega athygl- isvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkyn- hneigðum. freyr@frettabladid.is Frank Ocean syngur í Laugardalshöll í júlí Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean stígur á svið í Laugardalshöllinni. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og átti eina bestu plötu síðasta árs. TIL ÍSLANDS Tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður í Laugardalshöll 16. júlí. NORDICPHOTOS/GETTY Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 29. maí kl. 10 á Midi.is. Selt er á tvö svæði. Verð í númeruð sæti í stúkunni er 13.900 krónur en verð standandi í sal er 8.900 krónur. Í heildina eru fimm þúsund miðar í boði en aðeins eitt þúsund sæti. Engir aukatónleikar verða haldnir. Fimm þúsund miðar í boði „Ég ætla að horfa á Eurovision. Það gæti verið að ég kíki í heimsókn, mér finnst bara gaman að horfa á keppnina í góðu boði. Annars fer helgin aðallega í að undirbúa myndina mína, Sumarbörnin.“ Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðamaður. Atmo lokað síðar í mánuðinum Hönnunarhúsið Atmo lokar þann 26. maí vegna erfi ðs rekstrarumhverfi s. Hollywood-stjörnurnar Chris Pine og Amanda Seyfried hafa verið ráðin í aðalhlut- verkin í kvikmyndinni Z For Zachariah. Framleiðendur eru íslenska fyrirtækið Zik Zak, Palomar Pictures sem er í eigu Sigur- jóns Sighvatssonar, leikarinn Tobey Maguire og Matthew Plouffe. Breski leikarinn Chiwe- tel Ejiofor hefur einnig bæst í leikarahópinn. Maguire átti að leika hlutverkið sem Pine var ráðinn í en ekkert varð af því. „Við ákváðum að hætta við það. Okkur fannst það henta betur að það væri önnur týpa í því hlut- verki,“ segir Skúli Malmquist hjá Zik Zak, sem er mjög ánægður með að hafa fengið Pine í myndina. Hann er einn af eftirsótt- ustu ungu leikurunum í Hollywood um þessar mundir. Nýjasta mynd hans er Star Trek Into Darkness en sú næsta, Jack Ryan, verður frumsýnd um jólin vestanhafs. Amanda Seyf- ried sló í gegn í Mamma Mia! Nú síðast lék hún í annarri söngvamynd, Les Misérables. Z For Zachariah er byggð á bók Roberts O´Brien og fjallar um unglingsstúlku sem býr ein á sveitabæ í eina dalnum þar sem hægt er að anda sér hreinu lofti eftir kjarn- orkustyrjöld. Þegar tveir ókunnugir menn birtast breytist heimur hennar til mikilla muna. Búið er að fjármagna myndina að fullu og hefst framleiðslan í ágúst. - fb Réðu Chris Pine í stað Tobey Maguire Íslenska fyrirtækið Zik Zak hefur ráðið Chris Pine og Amöndu Seyfried í myndina Z For Zachariah. CHRIS PINE Hollywood-stjarnan leikur í Z For Zacha- riah. NORDICPHOTOS/GETTY MIKIL EFTIRSJÁ Ásta Kristjáns dóttir, framkvæmda stjóri Atmo, hefur fengið mikil viðbrögð við því að verslunin hættir í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Ef þú stingur upp á besta nafninu á þáttinn gætir þú fengið iPad í verðlaun. Komdu með þína uppástunga inn á www.FM957.is góðan daginn býður Nýr morgunþáttur er kominn í loftið. Sverrir Bergmann og Óli Jóels kl. 7-10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.