Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 38
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Yfirheyrslan og helgarmaturinn. ...spjörunum úr HELGAR MATURINN Hvern faðmaðir þú síð- ast? Gott ef það var ekki móðir mín. Hún hefur svo óskaplegt dálæti á mér. En kysstir? Það var stúlka, hverrar fegurð verður ekki lýst í orðum (það var ekki mamma – þótt hún sé auðvitað líka for- kunnarfögur) Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Ég er alltof hjálpsamur og gjafmildur – en stefni á að bæta mig. Ertu hörundsár? Ég er dulítið sólbrunninn sökum veru minnar í Flórída en ég horfi til framtíðar fullrar af tani. Dansarðu þegar enginn sér til? Ég reyni að dansa ekki mikið án áhorfenda, því það er sama sóunin og þegar Michael Jackson söng lögin sín einn í sturtunni. Hvenær gerðirðu þig síð- ast að fífli og hvernig? Þegar ég klæddi mig í diskó- gallann með stóra krossinum á bakinu sem Pétur Halldórs lán- aði mér. Hringirðu stundum í vælubílinn? Aldrei nema það séu hlutir sem raunveru- lega skipta mig máli í lífinu – eins og ef það er ekki laus rás- tími í golfi. Tekurðu strætó? Ég hef séð þessa gulu jeppa keyra um göturnar í Reykjavík – en velti líka oft fyrir mér af hverju fólkið sem fer í strætó kaup- ir sér ekki sinn eigin jeppa. Þá ræður maður alveg sjálfur ferð- um sínum. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Það líður oft langur, langur tími milli þess sem ég fer inn á Facebook. Til dæmis fer ég ekkert á Facebook frá því ég sofna um kvöldið og vakna um morguninn. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Ég hitti Loga Bergmann um daginn og roðn- aði niður í tær. Hann var eitt- hvað að skjalla mig fyrir fagr- an limaburð en ég hafði ekki hjarta í mér til að segja að hann væri með opna buxna- klauf. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Eiginlega ekki neinu sem slíku, nema kannski því að ég er mjög góðhjartaður fjölda- morðingi (eins og Dexter). Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ég ætla alls ekki að dansa uppi á borði í næturklúbbi með Pétri í diskómúnderingu með krossi á bakinu – en ég er að ljúga. Helgi Jean Claessen 31 árs, ritstjóri á Menn. is ásamt því að vera til- finningaflækjuleysari. Salatblanda Tómatar Rauð paprika Sellerí Rauðlaukur í strimlum steiktur á vægum hita upp úr balsamikediki Avókadó Ristaðar furuhnetur Fetakubbur muldur yfir Nautavöðvi (innralæri eða lund) kryddaður með salti og pipar og snöggsteiktur 2-3 mín. á hvorri hlið (medium rare). Skerið í þunnar sneiðar og dreifið yfir salatið. Gott er að bæta einhverjum ávöxt- um við eins og mangói, jarðarberj- um eða bláberjum. Verði ykkur að góðu. Dásamlegt sumarsalat með nautavöðva. Anna Birna Helgadóttir á heiðurinn af þessu bragðgóða og einfalda salati sem fæddist eitt sumarkvöldið í eldhúsinu hjá henni. Anna Birna Helgadóttir. Salatið góða. Vegleg verðlaun Þeir þátttakendur sem skila bestu ávöxtuninni þegar keppnin verður gerð upp næsta vor eiga kost á veglegum verðlaunum. Meðal vinninga er flug fyrir 2 til New York með Icelandair og 200 þúsund kr. inneign í sjóði VÍB. Nú er hægt að stofna lið í Ávöxtunarleiknum og bjóða vinum á Facebook með í keppnina. Það lið vinnur sem nær bestu heildarávöxtuninni að teknu tilliti til fjölda liðsmanna. Vinningsliðið fær gjafabréf fyrir allt að 10 manns á Sjávargrillinu. Keppnin er opin öllum, 15 ára og eldri, og fer skráning fram á vefnum visir.is. Hver þátttakandi fær 10 milljónir Keldukróna til þess að fjárfesta í mismunandi flokkum. Ert þú í hópi fjárfesta framtíðarinnar? 15,2% 6,7% 30,5% 21,3% 7,2% Stofnaðu lið í Ávöxtunarleik Keldunnar Skráðu þig á visir.is NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.