Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 10
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Segja má að tvö skref hafi verið tekin í átt að bættum kjörum og aðstæðum verkafólks í fataverk- smiðjum í Bangladess í vikunni. Byggingarhrunið mannskæða við Rana-torg í Dhaka þann 24. apríl beindi sjónum heimsins að oft ömur- legum aðstæðum verkafólks sem starfar í stærsta útflutningsiðnaði landsins; fataframleiðslu sem að mestu leyti fer til Vesturlanda. H&M hóf skriðu undirskrifta Fjölmörg stór fatafyrirtæki skrif- uðu í vikunni undir bindandi sam- komulag um bættar aðstæður í fataverksmiðjum í landinu. Verka- lýðsfélög höfðu um nokkurt skeið reynt að fá vestrænu fatarisana til þess að skrifa undir samkomu- lag af þessu tagi en fram að slysinu höfðu aðeins tvö fyrirtæki skrifað undir. Þeirra á meðal var móður- fyrirtæki Calvin Klein og Tommy Hilfiger. Þrýstingur á fyrirtækin að grípa til aðgerða jókst mikið í kjöl- far slyssins og á mánudag tilkynnti H&M að fyrirtækið hygðist skrifa undir samkomulagið. Sænski fata- risinn er stærsti kaupandi fata frá Bangladess og hafði ákvörðunar hans verið beðið. Í kjölfarið fylgdu C&A, Primark, Tesco og móður- fyrirtæki Zöru og þegar fresturinn til þátttöku rann út á miðvikudag hafði fjöldi fyrirtækja skrifað undir. Bandarísku fyrirtækin taka ekki þátt Fyrirtækin skuldbinda sig til að taka þátt í kostnaði við að bæta brunavarnir og öryggismál í verk- smiðjunum. Samkomulagið er víðfeðmt og bindandi samkvæmt lögum næstu fimm árin. Mark- miðið er að byggja upp fataiðnað „þar sem enginn starfsmaður þarf að óttast eldsvoða, hrun bygginga eða önnur slys sem hægt væri að koma í veg fyrir með skynsamleg- um heilbrigðis- og öryggisráðstöf- unum,“ segir í samkomulaginu. Ef fataverksmiðjurnar taka ekki þátt eða uppfylla ekki kröfur þurfa fyrirtækin að veita þeim áminn- ingu og ef ekkert batnar þurfa þau að hætta að versla við verksmiðj- urnar. Mörg bandarísk stórfyrirtæki taka ekki þátt í samningnum, held- ur segjast ætla að gera umbætur sjálf með öðrum hætti. Walmart, sem er stærsti smásali heims, er þar fremst í flokki. Stjórnvöld lofa líka bótum– en hafa gert það áður Bent hefur verið á að jafnvel þótt alþjóðlegu fyrirtækin grípi til þessara aðgerða dugi það ekki til að gera aðstæður verkafólks mann- sæmandi. Vinnulöggjöfin í landinu er brotakennd og lágmarkslaun þau lægstu í heiminum. Hitt skref- ið sem stigið var í vikunni var lof- orð ríkisstjórna landsins um breyt- ingar á vinnulöggjöfinni til þess að bæta réttindi verkafólks. Meðal þess sem kveður á um í lögunum er réttur fólks til að mynda frjáls verkalýðsfélög án samþykkis eig- enda verksmiðjanna og hækkun lágmarkslauna. Gagnrýnendur hafa þó bent á að stjórnvöld í landinu hafa áður lofað umbótum í þessum iðnaði án þess að við það hafi verið staðið. Þá hefur verið gagnrýnt að í tillögun- um er ekki tekið fyrir það að eig- endur verksmiðja reki hreinlega þá starfsmenn sem taka þátt í verka- lýðsstörfum. Samkomulaginu fagnað víða Alþjóðavinnumálastofnunin fagn- ar samkomulaginu og frumkvæði stéttarfélaga og fatafyrirtækja. „Nauðsyn bráðra umbóta í örygg- ismálum krefst samstöðu,“ segir meðal annars í tilkynningu stofn- unarinnar, sem kom að gerð sam- komulagsins. Hún segist tilbúin til að styðja við áætlunina og ætlar að halda áfram að ýta á að stjórnvöld og eigendur verksmiðjanna standi við þær umbætur sem lofað hefur verið, meðal annars að bæta vinnu- löggjöfina í landinu svo hún stand- ist alþjóðleg viðmið. Fleiri hafa fagnað samkomulag- inu. „Núna er þetta besti mögu- leikinn til þess að breyta aðstæð- um til hins betra í Bangladess,“ segir Dara O´Rourke, prófessor við Berkeley-háskóla. Hún segir fjar- veru fyrirtækja eins og Walmart æpandi. „Þeir ættu að nota mark- aðsaðstöðu sína ásamt öðrum smá- sölum til þess að hafa jákvæð áhrif á iðnaðinn í Bangladess.“ Fataframleiðsla til betri vegar? Fjöldi alþjóðlegra fatafyrirtækja hefur skrifað undir bindandi samning sem skuldbindur þau til að bæta aðstæður verkafólks í Bangladess. Bandarísk fyrirtæki taka þó fæst þátt og segjast ætla að grípa til aðgerða sjálf. Stjórnvöld lofa líka umbótum. Hrun byggingar fyrir þremur vikum hefur beint sjónum heimsins að bágu ástandi í fataiðnaði, sem hefði þó mátt hafa verið mörgum ljóst um langt skeið. Vertu í sterku sambandi við Listahátíð á stærsta farsímaneti landsins. Síminn fagnar Listahátíð í Reykjavík og gerir öllum Íslendingum kleift að fylgjast með Vessel Orchestra, opnunaratriði Listahátíðar í ár, í beinni útsendingu. Fylgstu með á slóðinni www.siminn.is/listahatid í dag. Bein útsending hefst frá Miðbakka kl. 17.45. Fylgstu með opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík í beinni útsendingu á siminn.is/listahatid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.