Fréttablaðið - 17.05.2013, Side 10
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Segja má að tvö skref hafi verið
tekin í átt að bættum kjörum og
aðstæðum verkafólks í fataverk-
smiðjum í Bangladess í vikunni.
Byggingarhrunið mannskæða við
Rana-torg í Dhaka þann 24. apríl
beindi sjónum heimsins að oft ömur-
legum aðstæðum verkafólks sem
starfar í stærsta útflutningsiðnaði
landsins; fataframleiðslu sem að
mestu leyti fer til Vesturlanda.
H&M hóf skriðu undirskrifta
Fjölmörg stór fatafyrirtæki skrif-
uðu í vikunni undir bindandi sam-
komulag um bættar aðstæður í
fataverksmiðjum í landinu. Verka-
lýðsfélög höfðu um nokkurt skeið
reynt að fá vestrænu fatarisana
til þess að skrifa undir samkomu-
lag af þessu tagi en fram að slysinu
höfðu aðeins tvö fyrirtæki skrifað
undir. Þeirra á meðal var móður-
fyrirtæki Calvin Klein og Tommy
Hilfiger. Þrýstingur á fyrirtækin að
grípa til aðgerða jókst mikið í kjöl-
far slyssins og á mánudag tilkynnti
H&M að fyrirtækið hygðist skrifa
undir samkomulagið. Sænski fata-
risinn er stærsti kaupandi fata frá
Bangladess og hafði ákvörðunar
hans verið beðið. Í kjölfarið fylgdu
C&A, Primark, Tesco og móður-
fyrirtæki Zöru og þegar fresturinn
til þátttöku rann út á miðvikudag
hafði fjöldi fyrirtækja skrifað undir.
Bandarísku fyrirtækin
taka ekki þátt
Fyrirtækin skuldbinda sig til að
taka þátt í kostnaði við að bæta
brunavarnir og öryggismál í verk-
smiðjunum. Samkomulagið er
víðfeðmt og bindandi samkvæmt
lögum næstu fimm árin. Mark-
miðið er að byggja upp fataiðnað
„þar sem enginn starfsmaður þarf
að óttast eldsvoða, hrun bygginga
eða önnur slys sem hægt væri að
koma í veg fyrir með skynsamleg-
um heilbrigðis- og öryggisráðstöf-
unum,“ segir í samkomulaginu. Ef
fataverksmiðjurnar taka ekki þátt
eða uppfylla ekki kröfur þurfa
fyrirtækin að veita þeim áminn-
ingu og ef ekkert batnar þurfa þau
að hætta að versla við verksmiðj-
urnar.
Mörg bandarísk stórfyrirtæki
taka ekki þátt í samningnum, held-
ur segjast ætla að gera umbætur
sjálf með öðrum hætti. Walmart,
sem er stærsti smásali heims, er
þar fremst í flokki.
Stjórnvöld lofa líka bótum–
en hafa gert það áður
Bent hefur verið á að jafnvel þótt
alþjóðlegu fyrirtækin grípi til
þessara aðgerða dugi það ekki til
að gera aðstæður verkafólks mann-
sæmandi. Vinnulöggjöfin í landinu
er brotakennd og lágmarkslaun
þau lægstu í heiminum. Hitt skref-
ið sem stigið var í vikunni var lof-
orð ríkisstjórna landsins um breyt-
ingar á vinnulöggjöfinni til þess
að bæta réttindi verkafólks. Meðal
þess sem kveður á um í lögunum
er réttur fólks til að mynda frjáls
verkalýðsfélög án samþykkis eig-
enda verksmiðjanna og hækkun
lágmarkslauna.
Gagnrýnendur hafa þó bent á
að stjórnvöld í landinu hafa áður
lofað umbótum í þessum iðnaði án
þess að við það hafi verið staðið. Þá
hefur verið gagnrýnt að í tillögun-
um er ekki tekið fyrir það að eig-
endur verksmiðja reki hreinlega þá
starfsmenn sem taka þátt í verka-
lýðsstörfum.
Samkomulaginu fagnað víða
Alþjóðavinnumálastofnunin fagn-
ar samkomulaginu og frumkvæði
stéttarfélaga og fatafyrirtækja.
„Nauðsyn bráðra umbóta í örygg-
ismálum krefst samstöðu,“ segir
meðal annars í tilkynningu stofn-
unarinnar, sem kom að gerð sam-
komulagsins. Hún segist tilbúin til
að styðja við áætlunina og ætlar að
halda áfram að ýta á að stjórnvöld
og eigendur verksmiðjanna standi
við þær umbætur sem lofað hefur
verið, meðal annars að bæta vinnu-
löggjöfina í landinu svo hún stand-
ist alþjóðleg viðmið.
Fleiri hafa fagnað samkomulag-
inu. „Núna er þetta besti mögu-
leikinn til þess að breyta aðstæð-
um til hins betra í Bangladess,“
segir Dara O´Rourke, prófessor við
Berkeley-háskóla. Hún segir fjar-
veru fyrirtækja eins og Walmart
æpandi. „Þeir ættu að nota mark-
aðsaðstöðu sína ásamt öðrum smá-
sölum til þess að hafa jákvæð áhrif
á iðnaðinn í Bangladess.“
Fataframleiðsla til betri vegar?
Fjöldi alþjóðlegra fatafyrirtækja hefur skrifað undir bindandi samning sem skuldbindur þau til að bæta aðstæður verkafólks í Bangladess.
Bandarísk fyrirtæki taka þó fæst þátt og segjast ætla að grípa til aðgerða sjálf. Stjórnvöld lofa líka umbótum. Hrun byggingar fyrir þremur
vikum hefur beint sjónum heimsins að bágu ástandi í fataiðnaði, sem hefði þó mátt hafa verið mörgum ljóst um langt skeið.
Vertu í sterku sambandi
við Listahátíð á stærsta
farsímaneti landsins.
Síminn fagnar Listahátíð í Reykjavík og gerir öllum Íslendingum kleift að fylgjast með Vessel Orchestra,
opnunaratriði Listahátíðar í ár, í beinni útsendingu.
Fylgstu með á slóðinni www.siminn.is/listahatid í dag. Bein útsending hefst frá Miðbakka kl. 17.45.
Fylgstu með opnunaratriði
Listahátíðar í Reykjavík í beinni útsendingu
á siminn.is/listahatid