Fréttablaðið - 20.06.2013, Side 2

Fréttablaðið - 20.06.2013, Side 2
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HJÁLPARSTARF Aurora velgerðar- sjóður veitti á árunum 2009 til 2011 hæsta framlag einkaaðila á Íslandi til einstaks þróunarsamvinnuverk- efnis hingað til. Aurora gaf alls 211 milljónir króna til verkefnis á vegum UNICEF en auk þess veittu stofnendur Aurora 37 milljónir til verkefnisins. Verkefnið sem um ræðir er stuðningur við menntun barna í Síerra Leóne, einu fátækasta ríki heims. Menntun barna, og þá sér- staklega stúlkna, er mjög ábótavant í landinu. Þá er tíðni barnadauða í landinu ein sú hæsta í heimi. „Aurora og íslenska lands nefndin hafa breytt landslaginu í mennta- málum hér í Síerra Leóne,“ segir Roeland Monasch, yfirmaður UNI- CEF þar í landi. Þá segir hann að framlag sjóðsins hafi kostað bygg- ingu nýs skóla, kaup á nauðsyn- legum námsgögnum og þjálfun kennara. UNICEF hefur í Síerra Leóne þróað nýja nálgun til þess að tryggja að fátæk börn fari í nám, svokallaða mæðraklúbba. „Mæðra- klúbbarnir fylgjast með börn- unum, bregðast við vandamálum þeirra, tala við foreldra og hafa umsjón með sjóði sem styður börn sem annars kæmust ekki í skóla til náms,“ útskýrir Monasch. Þessi nýja nálgun hefur reynst mjög vel í hinu fátæka Konó-hér- aði þar sem UNICEF hefur beitt sér sérstaklega. Er því stefnt að því að stofna mæðraklúbba alls staðar í landinu á næstu árum. - ne DÓMSMÁL Hæstiréttur sýkn- aði í gær Stefán Loga Sívarsson og Þorstein Birgisson af ákæru um nauðgun í nóvember 2011. Héraðs dómur hafði áður sakfellt þá báða og dæmt Stefán í fimm ára fangelsi og Þorstein í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar er niður- staða Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar gagnrýnd og sagt að þar hafi verið dregnar ályktan- ir af framburði ætlaðs brotaþola sem ekki fáist staðist. Meirihluti Hæstaréttar segir að verulegs misræmis gæti um ýmis mikilvæg atriði í framburði stúlkunnar, sem var rétt tæplega nítján ára gömul þegar atburður- inn átti sér stað. Engu að síður segi í héraðsdómnum að hún hafi borið „á sama veg og fyrr“ frá einni skýrslugjöf til annarrar, jafnvel þótt það eigi sér ekki stoð. Þá stangist framburður hennar sumpart á við það sem sýnileg sönnunargögn taki af tvímæli um. Þorsteinn og Stefán, sem er þekktur sem annar Skeljagranda- bræðra og á langan brotaferil að baki, neituðu báðir sök og kváðu samræðið hafa verið með full- um vilja stúlkunnar. Niðurstaða Hæstaréttar er að gegn þeim framburði tvímenninganna hafi ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á sekt þeirra. Þá segir einnig í dómi Hæsta- réttar að annmarkar séu á rann- sókn lögreglu „sem úr því sem komið er verður ekki séð að unnt væri að bæta úr nema að hluta“. Er þar meðal annars átt við að ekki hafi verið teknar skýrslur af ýmsum vitnum sem varpað hefðu getað skýrara ljósi á málið, ekki hafi verið kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð og gagna um símtöl ekki aflað. „Ég tel að þetta sé mikill sigur fyrir réttarkerfið á Íslandi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns. „Ég held að hér- aðsdómur í þessu máli þurfi alvar- lega að hugsa sinn gang miðað við þá yfirhalningu sem héraðsdóm- ur fær í niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir hann og bætir við að niður- staðan sé mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum lögreglu. Margrét Gunnlaugsdóttir, réttar gæslumaður stúlkunnar, er ósammála. „Ég er mjög undrandi yfir dómnum,“ segir hún. - sh, hjh Hæstiréttur gagnrýnir nauðgunarrannsókn Nauðgunardómi yfir Stefáni Loga Sívarssyni og Þorsteini Birgissyni var snúið við í Hæstarétti í gær. Hæstiréttur gagnrýnir rannsókn lögreglu og niðurstöðu héraðs- dóms. „Sigur fyrir réttarkerfið,“ segir verjandi. Réttargæslumaður er undrandi. SÝKNAÐUR Stefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki. Hann neitaði alla tíð að hafa nauðgað stúlkunni. Hæstaréttardómarinn Ingibjörg Benediktsdóttir, eina konan í fimm manna dómi, skilar sératkvæði í málinu og vill staðfesta sektardóm Hæstaréttar. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Ingibjörg situr ein með nokkrum körlum í dómi og skilar sératkvæði sem varðar kynferðisbrot. Það gerðist líka í febrúar þegar dómur féll í líkamsárásarmáli sem kennt var við Hells Angels. Þá komst meirihluti dómsins að því að það væri ekki kynferðisbrot að stinga fingrum inn í leggöng og endaþarm konu ef tilgangurinn var ekki kynferðislegur heldur einungis að meiða þolandann. Ingibjörg var þessu ósammála. Annað sératkvæði Ingibjargar Ólafur Rafns- son lést í gær Ólafur Eðvarð Rafnsson, for- seti Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands (ÍSÍ), er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráð- kvaddur í Sviss í gær. Á yngri árum spilaði Ólafur körfubolta með Haukum og íslenska landsliðinu. Hann var kjörinn formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands árið 1996 og gegndi því embætti til ársins 2006 þegar hann var kjörinn for- seti ÍSÍ. Þá var hann kjörinn for- seti FIBA Europe, körfuknatt- leikssambands Evrópu, árið 2010 og tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmda- stjórnar Smáþjóðaleikanna. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Myndarlegt framlag Aurora velgerðarsjóðs hefur gjörbreytt möguleikum barna í Síerra Leóne: Metframlag til þróunarsamvinnuverkefnis HVAÐ ER AURORA? Aurora velgerðarsjóður hefur þann megintilgang að stuðla að og styrkja menningar- og velgerðarmál á Íslandi sem og erlendis. Stuðningi sjóðsins er ætlað að hafa víðtæk áhrif og virka sem vítamínsprauta út í samfélög og áhersla er lögð á að styrkja hvert verkefni myndar- lega. Stofnendur sjóðsins eru hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson. ALÞINGI Mikill samhljómur var meðal þingmanna í sérstakri umræðu um konur og stöðu kvenna sem fram fór á Alþingi í gær. Tilefnið var 19. júní, en 98 ár voru frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Þingmenn voru ósparir á ham- ingjuóskir til kvenna og í upphafi þingfundar sagðist Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, meðal annars ætla að láta kjósa fimm manna framkvæmdarnefnd til að undirbúa hundrað ára afmælis- árið 2015. Þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Pétur Blöndal og Bjarni Benediktsson voru meðal þeirra sem ræddu nauðsyn þess að koma á jafnrétti í landinu. - sv Umræða um konur á þingi: Sammælast um kynjamisrétti DÓMSMÁL Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að ríkið þurfi að greiða auglýsingastof- unni Jónsson & Le‘Macks (J&L) 5 milljónir í skaðabætur vegna tillögu stofunnar að kynningar- átakinu Inspired By Iceland. Forsaga málsins er sú að starfshópur á vegum ríkisins óskaði eftir tillögu frá fimm auglýsingastofum, þar á meðal J&L, í kjölfar eldgossins í Eyja- fjallajökli. Seinna gerðu Ríkis- kaup athugasemd við þetta fyrir- komulag þar sem verkefnið væri útboðsskylt. Var þá ákveðið að ferðaþjónustufyrirtæki myndu sjá um átakið og völdu þau aðrar auglýsingastofur til verksins. Hafði J&L þá varið 5 milljónum í verkefnið. Taldi Hæstiréttur að þetta verklag stæðist ekki og að J&L ætti rétt á skaðabótum. - mþl Skaðabætur vegna átaks: Auglýsingastofa fær skaðabætur INSPIRED BY ICELAND Ráðist var í Inspired By Iceland kynningarátakið í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Íslendingar hafa samtals veitt yfir 15 þúsund stórhveli og fyrirtækið Hvalur hf., með feðgana Kristján Loftsson og Loft Bjarnason í farar broddi, stendur þar að baki. Noregur, Japan og Ísland eru einu þjóðir heims sem enn stunda hval- veiðar. Frá fyrstu vertíð árið 1948 hafa alls verið veiddar 163 steypireyðar, en tegundin hefur ekki verið veidd frá árinu 1959. Fimm árum fyrr, eða árið 1954, var síðasti hnúfubakurinn veiddur. Alls hafa verið veiddar 2644 sandreyðar og 2885 búrhvalir. Langmest hefur verið veitt af langreyð- um, eða 9461 dýr alls. Þar af hafa 273 dýr verið veidd frá árinu 2009, en fimm ára veiðileyfi sem tók gildi það ár rennur út nú í ár. Ef veiðar ganga vel í sumar gætu allt að 180 dýr bæst við þessar tölur. Samtals hafa Íslendingar veitt 15.158 stórhveli. Þá hafa verið veiddar 2707 hrefnur, þar af 11 nú í ár. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðadýraverndun- arsjóðsins á Íslandi, segir þetta ótrúlega háar tölur, ekki síst þar sem í mörg ár hafi engar hvalveiðar verið stundaðar hér. „Og í ljósi þess líka að þessi dýr sem verið er að veiða hér 150 mílur vestur af landinu verða 80, 90 og jafnvel 100 ára gömul og það er verið að veiða jafnvel þetta gömul dýr og draga hér inn í Hval- fjörðinn, þannig að í þessu ljósi er þessi heildar- fjöldi alveg gríðarlega hár,“ segir Sigursteinn. - hþ Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur stundað hvalveiði hér á landi frá 1948: Hafa veitt 15 þúsund stórhveli HALDIÐ TIL VEIÐA Ísland, Noregur og Japan eru einu löndin sem enn stunda hvalveiðar. HEILBRIGÐISMÁL Nýr smitsjúkdómur greindur Alþjóðlegur hópur lækna hefur að undanförnu rannsakað um 25 dauðs- föll í Sádí-Arabíu sem rekja má til áður óþekkts öndunarfærasjúkdóms. Sjúkdómurinn hefur fengið nafnið MERS en hann þykir svipa mikið til smitsjúkdómsins SARS sem dreifðist um heimsbyggðina árið 2003 og olli 800 dauðsföllum. SPURNING DAGSINS Ásdís, er Svanni góður granni? Það má segja með sanni, hann hjálpar kvenmanni að verða að leikmanni. Ásdís Guðmundsdóttir er sérfræðingur í atvinnumálum kvenna og umsjónarmaður lánatryggingasjóðsins Svanna sem var endur- reistur árið 2011 eftir átta ára dvala. Fjórar umsóknir hjá Svanna verða afgreiddar á næstu dögum. www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Smart útskriftargjafir Okkar hönnun og smíði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.