Fréttablaðið - 20.06.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 20.06.2013, Síða 20
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FERÐIR | 20 Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ferðast um landið ásamt manni sínum og ungum börnum og því skiptir máli fyrir hana að ferðast um staði sem eru fjölskylduvænir. „Ég myndi segja að það væri Snæfellsnesið,“ segir hún eftir örskamma umhugsun spurð um sinn uppáhaldsstað á landinu. „Allt það svæði, sérstaklega Arnarstapi og Hellnar. Það er frábært að vera þarna með börn, stutt að fara og svo aðgengilegt.“ Hún segir að þar sé alltaf eitthvað nýtt að sjá og að hver ferð sé ótrúlegt ævintýri. Það leiðist engum á Snæfellsnesi ef marka má orð Halldóru. „Æðislegir klettar, hellaskoðun, hægt að tjalda og ótrúlega margar gönguleiðir sem eru viðráðanlegar fyrir fjölskyldu.“ Hún heim- sækir Snæfellsnesið gjarnan og var þar síðast í fyrrasumar. Hún segir að lokum að sterk tilfinning fyrir fortíðinni á staðnum sé heillandi og nefnir sem dæmi að þar sé hægt að sjá gamlar hlaðnar réttir. -ne Lostæti og handverk úr héraði 1. Háls í Kjós Nautakjöt, sultur og kæfur auk margs annars. 2. Bjarteyjarsandur við Hvalfjörð Ferðaþjónustan er grundvölluð á matvælaframleiðslu og er gestum boðið í heimsókn í fjárhúsin. Gallerý Álfhóll er rekið á staðnum og þar eru til sölu gler- listaverk, ullarvörur, sultur, brauð og fíflahunang auk ýmislegs annars. 3. Háafell í Hvítársíðu Kiðlingakjöt, geitakjöt, egg, handverk úr geitaskinni, sápur, geitagærur og geitamjólkurís. 4. Erpsstaðir í Dalasýslu Heimagerður rjómaís, sem ber nafnið Kjaft-æði. Pokaskyr unnið á gamla mátann og svo ostur í krydd- legi. 5. Staður í Reykhólasveit Framleiðsluvörur Reykskemmunnar á Stað eru hangikjöt, bjúgu, rúllupylsa og reyktur rauðmagi. Æðardúnn og sængur eru einnig til sölu. Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands. 21.-23. júní Ýmiss konar dagskrá á Selfossi. Jónmessan. 22. júní Jónsmessu er fagnað um helgina, meðal annars á Eyrarbakka og Siglufirði. Þá er Jónsmessuganga Útivistar haldin um helgina og sumri fagnað í Básum. HÁTÍÐIR HELGARINNAR ➜ Bændum sem selja vörur beint frá býli hefur fjölgað undafarin ár og eftirspurn eftir vörunum aukist. VEÐUR UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á ÍSLANDI SNÆFELLSNES VIÐ VEISLUBORIÐ Geitin Mollí stillir sér upp við kræsingar á Bjarteyjarsandi sem er eitt fjölmargra býla sem selja afurð sína beint frá býli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Föstudagur 8-15°C HLÝJAST SUNNAN- OG VESTANLANDS Norðaustan 3-8 m/s. Víða bjart með köflum en skýjað og dálitlar skúrir NA-til og einnig SV-lands síðdegis. Allur akstur er bannaður á ýmsum hálendis- leiðum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Nánari upplýsingar Vegagerdin.is eða í síma 1777. Gönguhátíðin Umfar. 21. til 28. júní 2013 Gönguferðir alla daga um náttúru- perlur Vesturbyggðar. Skógardagurinn mikli. 22. júní Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi. HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR Sterk tilfinning fyrir fortíðinni heillar Laugardagur 10-15°C BJART MEÐ KÖFLUM Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Skúrir SV- og V-lands. Sunnudagur 9-17°C ÞYKKNAR UPP Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum. Síðdegisskúrir A-til og þykknar upp um landið vestanvert þegar líður á daginn með lítilsháttar úrkomu um kvöldið. Heimild: vedur.is 6. Gil í Skagafirði Sultur, pickles, reyktur silungur, heimabakstur og handverk. 7. Holtsel í Eyjafjarðarsveit Rjómaís fyrir sykursjúka. Ávaxtaís eða sorbet, t.d. fyrir þá sem eru með mjólkur- og eða eggjaóþol. Kiðlingakjöt, lífrænt lambakjöt, vistvænt svínakjöt, hákarl, taðreyktur silungur, sultur, saftir, hlaup, kryddsultur og mjölvörur svo sem hrökkkex, bygg- flögur, bankabygg og margt fleira. 8. Hella í Mývatnssveit Í Reykkofanum fæst hangikjöt, lambakjöt, sauðakjöt, reyktur silungur, hakk, sperðlar og kæfa. 9. Lón II í Kelduhverfi Sápugerðin Sælusápur framleiðir og selur handgerð- ar íslenskar gæðasápur úr náttúrulegum hráefnum. 10. Egilsstaðir I Á Egilsstöðum I er kaffihús og verslun sem kallast Fjóshornið á Egilsstöðum. Skyr, jógúrt, ostur, mjólk, nautakjöt, berjahlaup og prjónavörur. 11. Miðhús á Egilsstöðum Listmunir úr íslenskum við, hornum og beini. Þurrk- aðir og frystir sveppir, berja- og rabarbarasíróp, þurrkaðar jurtir og heil og möluð fjallagrös. 12. Langholtskot í Hrunamannahreppi Á bænum Langholtskoti eru ræktaðir nautgripir sem eru holdagripir af Galloway og Aberdeen Angus kyni og einnig naut af íslensku kúakyni. 13. Engi í Biskupstungum Kryddjurtir, grænmeti og ávextir. Fíflahunang, geitakæfa, nautatunga, sultur, ostar og loftþurrkað lambakjöt. Þetta er meðal þess úrvals af matvælum sem um 70 bændur víðs vegar um land selja beint frá býli. Úrvalið af handverki er einnig fjölbreytt. Hér eru nefnd nokkur af öllum þeim býlum sem bjóða ferðamönnum upp á lostæti og handverk úr héraði. 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1213 11 HÁLENDIÐ 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.