Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.06.2013, Qupperneq 24
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Á heimasíðu menntamála- ráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarann- sókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið forn- leifafræðing vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvél kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí http://www.ruv.is/sarpurinn/kast- ljos/27052013-1 og við- brögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Forn- leifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnun- ar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minja- stofnunar, sem ber stjórn- unarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir http://www.ruv.is/sarpurinn/ kastljos/28052013-0. Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa mál- efnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinn- ar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaður nýrrar Minja- stofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýn- ustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. Meginatriðum ekki svarað En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“ átti sér stað (þ.e. sannleik- urinn slapp út hjá sjálfu ráðuneyt- inu, frekar en gagnrýnisrödd úti í bæ sem ekki þyrfti að svara) aug- lýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðar- manna) http://www.husafridun.is/ styrkir/fornminjasjodur/uthlutun- styrkja-2013/. Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni væri boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rann- sóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndar- lögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Forn- minjasjóði, fjármögnuðum af fjár- veitingum Alþingis? Hvers vegna dró ráðuneytið skýrsluna til baka? Ómar Ragnarsson frum- sýndi nýlega mynd sína „In Memoriam?“ í Bíó Paradís. Fyrir áratug lauk hann við enska gerð myndarinnar og kynnti erlendis. Í mynd- inni varar hann við óaftur- kræfum áhrifum Kára- hnjúkavirkjunar og þeim skaða sem framkvæmdin gæti valdið. Nú, tíu árum síðar, gengur hann frá íslenskri útgáfu og bætir þar við upplýsingum um hvað eftir hafi gengið um fyrri spár. Þeir sem fylgst hafa með vita að nær allar „hrakspár“ um virkjunina hafa gengið eftir. Neikvæðu áhrifanna gætir í til- fellum mun hraðar en reiknað var með. Aurburðurinn frá Brúarjökli er ótrúlega ör. Gilið við Töfrafoss, sem kunnáttumenn gáfu hundrað ár til að fyllast, hvarf á tveimur árum. Hvað er langt í að lónið hætti að skila þeirri orku sem því var ætlað? Hvað hefur það grynnkað frá því að það myndaðist? Svæðið sem lónið fyllir fáum við aldrei aftur. Vitneskja um veður og vatnafar fyrri alda, sem lágu eins og opin bók, er varanlega glötuð. Sérstætt gróðurlendi og griðland dýra týnt fyrir fullt og allt. Fossar, hjallar og heiðaland sem heilluðu augað þurrk- uð út. Hvernig geta menn verið svona skammsýnir? Hver gaf leyfi til að ráðskast þannig með náttúruna? Síðustu tvær þrjá mínútur mynd- arinnar þyrmir yfir mann þegar höfundur tíundar væntingar og röskun sem menn svo upplifðu að framkvæmd lokinni. Áttatíu prósent starfsmanna við framkvæmdina voru útlendingar. Heima mönnum sem fjölga átti um 1.500 vegna virkjunarinnar og álvers á Reyðar- firði fjölgaði ekki, en húsnæði sem byggt var til að taka á móti nýbú- unum stendur autt. Rekstur álvers- ins gengur vel að sögn ráðamanna Alcoa, þeir njóta líka skattfríðinda og lágs orkuverðs. Enn steinöld Hver er svo staða Íslendinga vegna Kárahnjúkavirkjunar? Íslendingar borga nú kr. 8.47 fyrir kílóvatt- stundina sem þeir nota. Þessi tala hefur mjög hækkað síðan Kára- hnjúkavirkjun tók til starfa. Hinu er aldrei flíkað hvað stóriðju fyrirtækin borga. Hitt kemur mjög á óvart hve stór hluti íslenskrar raforku fer til málmbræðslu. Heimamenn nota aðeins fimm prósent þeirrar orku sem framleidd er í landinu. Engin íslensk starfsgrein nýtur sömu fríð- inda og Alcoa. Til að örva útflutn- ing mætti örugglega ívilna til dæmis ylræktendum eða þeim sem sinna úrvinnslu sjávarfangs. Það mundi um leið ýta undir fullvinnslu og full- nýtingu. Við gætum örugglega gert meira af því að sinna orkufrekri hátækni. Í þessu tilfelli ríkir enn steinöld á Íslandi. Síðasta snjallræðið er sæstrengur til Evrópu. Líklega er það þrisv- ar sinnum dýrari framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun og mundi fara sömu leið. Framkvæmdaraðilar mundu fá allt sitt greitt að fullu, en þjóðin bera skaðann af lántökum sem hugsanlega skiluðu sér aldrei í arði. Hvernig stendur á því að stórframkvæmdamennirnir benda aldrei á leið til að afrekin þeirra skili hagnaði? Jarðýtur, gröfur, dýnamít og umturnun lands virðist vera loka- takmark. Holl hugvekja Enginn hefur barist jafn hetjulegri baráttu fyrir verndun íslenskar náttúru og Ómar Ragnarsson. Þetta er honum hjartans mál. Hann spyr aldrei um tíma eða kostnað. Veður eða aðrar hindranir stoppa hann ekki. Hann veit sem er að stóru augnablikin koma ekki aftur. Nú, eða aldrei! Hann býr yfir óþrjótandi elju, knúinn áfram af kölluninni. Ómar fór margar ferðir til Noregs og eins til Bandaríkjanna til að kynna sér og mynda virkjanaframkvæmdir þar, einnig griðlönd og þjóðgarða sem stjórnvöld friðuðu fyrir ágengni virkjunarsinna. Hann segir að á tímum Kárahnjúkavirkjunar hefði hún aldrei verið leyfð þar sem vernd- unarsjónarmið voru einhvers metin. Einn félaga á Ómar sem hefur verið honum afar hollur. Það er Friðþjófur Helgason, besti heimildatökumaður á landinu. Myndin „In Memoriam?“ er holl hugvekja með ríkan boðskap og einstæð myndskeið. Því hvet ég alla sem unna landi sínu til að sjá „In Memoriam?“. „In Memoriam?“ MENNING Margrét Hermanns Auðardóttir doktor í norrænni forsögulegri forn- leifafræði og mið- aldafornleifafræði NÁTTÚRU- VERND Páll Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður ➜ Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar‘? ➜ Hvernig stendur á því að stórframkvæmdamennirnir benda aldrei á leið til að afrekin þeirra skili hagnaði? BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD KUGA TITANIUM 5.790.000 KR. 6.190.000 KR. KUGA Ford Kuga AWD 2,0 TDCi dísil 140 hö. 6 gíra beinsk./sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9/6,2 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 154/162 g/km. Ford Kuga AWD 1,6i EcoBoost bensín 182 hö. sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,7 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 179 g/km. Tökum allar MEÐ DÍSILVÉL FRÁ MEÐ BENSÍNVÉL FRÁ FORD KUGA TITANIUM 5.790.000 KR. 6.190.000 KR. ford.is KUGA NÝR FORD KUGA TITANIUM Jeppi sem þú getur talað við? Sem svarar símtölum og spilar tónlist fyrir þig? Sem hringir sjálfkrafa eftir aðstoð í neyð? Sem opnar fyrir þig skottið þegar þú ert með báðar hendur fullar? Nýi Ford Kuga gerir þetta fyrir þig. Hann er svo snjall að í raun er hann snjalljeppi. Kynntu þér hvernig Ford gerir líf þitt þægilegra. Komdu og prófaðu. AFAR SNJALL GLÆSILEGUR UNDRAVERÐUR KRAFTMIKILL tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Ford SYNC samskiptakerfið er staðalbúnaður í Ford Kuga. Rafdrifinn afturhleri með skynjara er fáanlegur sem aukabúnaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.