Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 27

Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 27
TÍMI BRÚÐKAUPA Brúðurin skal alltaf vera í aðalhlutverkinu og því eiga kven- kyns gestir ekki að klæðast hvítum fatnaði í brúðkaupi. Ljósir litir geta hins vegar vel gengið, til dæmis fölbleikt, fölgult eða fölgrænt. Þá eiga konur hvorki að mæta í mjög flegnum kjólum í brúðkaup né mjög stuttum, segja brúðkaupssérfræðingar. HERMA EFTIR DÝRUM Æfingarnar sem krakkarnir læra byggja margar á hreyfingum dýra, til dæmis apa og tígrisdýra. Heilsudrekinn býður upp á sumarnámskeiðnámskeið fyrir krakka og unglinga í wu shu art, eða kung fu. „Krökkunum er skipt niður eftir aldri, en yngstu krakkarnir eru fjögurra ára,“ segir Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrekans. Sumarnámskeiðin eru á vegum ÍTR. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem Heilsudrekinn býður upp á námskeið fyrir börn og unglinga, en það hefur verið á boðstólum í mörg ár. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn sem gestakennari er fenginn til að sjá um námskeiðin, alla leið frá Kína. „Við erum í samstarfi við kínverskan íþróttaháskóla og þaðan kemur kennarinn sem mun kenna á námskeiðunum í sumar,“ útskýrir Qing. Hún segir kung fu vera mjög góða íþrótt fyrir börn og unglinga. „Þetta er bardagaíþrótt, en þó með mismunandi áherslur. Sumar æfingarnar eru kraftæfingar hugsaðar til að styrkja og efla líkamann, aðrar eru rólegri og til þess að auka jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Með þeim eiga krakkarnir að ná betri stjórn á líkamanum. Kung fu er þannig ekki bara bardagaíþrótt, það er líka list.“ Qing segir að kung fu hjálpi krökkum sem eiga erfitt með að einbeita sér og auki almenna vellíðan. „Kung fu er mjög góð íþrótt fyrir börn og unglinga, hún byggir upp sjálfstraustið og eykur vellíðan. Það er unnið að því að byggja krakkana upp andlega jafnt sem líkamlega.“ Æfingarnar byggjast að miklu leyti á leikrænni tjáningu. „Krakkarnir bregða sér í hlutverk ýmissa dýra, til dæmis apa, fugla og tígrisdýra,“ útskýrir Qing. KUNG FU FYRIR BÖRN OG UNGLINGA HEILSUDREKINN KYNNIR Í sumar verða haldin barna- og unglinganámskeið í kung fu. Kínverskur gestakennari stýrir námskeiðunum. Námskeiðin eru í allt sumar og hægt er að skrá sig í nokkra daga, mánuð eða tvo. Þau eru haldin í Íþrótta félaginu Drekanum í Skeifunni 3j, í hús næði Heilsu- drekans. Nánari upplýsingar á heima síðu Heilsu drekans, heilsudrekinn.is, eða í síma 553-8282. BARDAGALIST Unglingahópur frá Heilsudrekanum sýnir kung fu á 17. júní. www.tk.is Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Holtagörðum | Sími 553 1800 | Opið virka daga 11-18 og laugardaga 11-15 | www.facebook.com/fondurlist Mikið úrval af taulitum fyrir náttúruleg og gerfiefni STÆRSTA FÖNDURVERSLUN LANDSINS Ný sending af vinsælu “push up” buxunum frá Dranella! Svartar og gallabuxna bláar Stærðir 32-46 Verð 17.980 Frábært snið! Sendum í póstkröfu um land allt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.