Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 46

Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 46
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa við- brögð gagnrýnenda verið sérlega góð. Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjál- aðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda sam- starfsmanna. Franski elektró- dúettinn Daft Punk stjórnaði upp- tökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tíma- þröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mán- uði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rappar- inn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunn- ar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukku- tíma aflögu og skilaði sínu á síð- ustu stundu fyrir Rubin, og rúm- lega það. freyr@frettabladid.is Nemi í naumhyggju Nýjasta plata bandaríska rapparans Kanye West hefur fengið frábærar viðtökur. KANYE WEST Rapparinn í hlustunarpartíi í Sviss þar sem hann spilaði lög af nýju plötunni, Yeezus. NORDICPHOTOS/GETTY Allar fimm sólóplötur Kanye West til þessa hafa náð platínusölu í Bandaríkj- unum, eða selst í yfir einni milljón eintaka. My Beautiful Dark Twisted Fan- tasy og þær þrjár sem komu á undan fóru allar í efsta sæti vinsældarlistans. West hefur selt yfir þrjátíu milljónir stafrænna laga í Bandaríkjunum og er hann einn söluhæsti tónlistarmaðurinn í þeirri deild. Sex lög hafa selst í yfir þremur milljónum eintaka, eða Gold Digger, Stronger, Heartless, E.T., Love Lockdown og Niggas in Paris. Hefur selt 30 milljón lög stafrænt Sigur Rós - Kveikur Ljótu hálfvitarnir - Ljótu hálfvitarnir Queens of the Stone Age - … Like Clockwork Í spilaranum TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Plata 1 Robin Thicke / T.I. / Pharrell Blurred Lines 2 Daft Punk / Pharrell Get Lucky 3 Emmelie de Forest Only Teardrops 4 Pink / Nate Ruess Just Give Me A Reason 5 Capital Cities Safe And Sound 6 Macklemore & Ryan Lewis Can’t Hold Us 7 Justin Timberlake Mirrors 8 Bruno Mars Treasure 9 Botnleðja Panikkast 10 Maroon5 Love Somebody Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 2 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 4 KK & Maggi Eiríks Úti á sjó 5 Botnleðja Þegar öllu er á botninum hvolft 6 Ýmsir Pottþétt 59 7 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 8 Daft Punk Random Access Memories 9 Retro Stefson Retro Stefson 10 Ljótu hálfvitarnir Ljótu hálfvitarnir (2013) 13.6.2013 ➜ 19.6.2013 Eins og komið hefur fram verður mikill fjöldi tónleika með erlendum flytjendum hér á landi í júní og júlí. Hátíðin All Tomorrow´s Parties verður í næstu viku með Nick Cave and the Bad Seeds fremsta í flokki, gítarsnillingurinn Jeff Beck spilar einnig í næstu viku í Vodafone-höllinni, Frank Ocean stígur á svið í Laugardalshöll í júlí og svo mætti áfram telja. Nú þegar er einum stórum tónleikum lokið í Hörpu, þegar Ben Bridwell fór á kostum með hljómsveitinni Band of Horses í Eldborgar- salnum. Þessi tónleikafjöldi sem er fram undan minnir óneitanlega á stöðuna eins og hún var fyrir bankahrunið þegar hver stjarnan á fætur annarri sótti landið heim. Eini gallinn þá var að eftirspurnin var ekki nógu mikil, enda erum við Íslendingar jú bara nokkur hundruð þúsund. Fólk varð að velja og hafna þegar valið stóð á milli nokkurra góðra kosta og fyrir vikið töpuðu tónleika- haldarar oft á tíðum umtals- verðum peningum. Mér er minnisstætt þegar ég fór á tónleika, eða öllu heldur leiksýningu, goðsagnarinnar Alice Cooper í Kaplakrika í hálftómum sal og þegar ég sá aðra goðsögn, Iggy Pop, syngja í Hafnarhúsinu á tónleikum sem höfðu verið fluttir úr Laugardalshöllinni. Cooper og Iggy Pop voru einfaldlega fórnarlömb of mikils tónleikaframboðs. Sú varð einmitt raunin með Deep Purple-tónleikana í Laugardalshöll sem var aflýst fyrir skömmu, þó svo að eflaust hafði það einnig spilað inn í að frekar stutt er síðan hljómsveitin hélt síðast tónleika hér á landi. Spurningin er hvort von sé á fleiri fréttatilkynningum í sumar þar sem tónleikum er aflýst vegna dræmrar miðasölu. Vonandi gerist það ekki, en miðað við stöðu mála kæmi það mér alls ekkert á óvart. Spurningin um framboð og eft irspurn Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.