Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 48
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Leikarinn Henry William Dalgliesh Cavill er fæddur þann 5.
maí árið 1983. Hann stundaði nám við Stowe-heimavistar-
skólann í Buckinghamshire, en kvikmyndin Proof for Life var
meðal annars mynduð í og við skólann. Russell Crowe fór með
aðalhlutverk myndarinnar og fékk hinn ungi Cavill nokkur góð
ráð frá leikaranum á meðan á tökum stóð. Þeir leika nú feðga
í Man of Steel.
Cavill hafði mikinn áhuga á sögu á námsárum sínum og
haft hefur verið eftir honum að hefði hann ekki gengið á vit
listagyðjunnar hefði hann að öllum líkindum gengið í herinn
eða lagt stund á mannkynssögu.
Fékk ráð frá Crowe á unglingsaldri
Flestir kannast við söguna um Ofurmennið
frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man
of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir
frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til
Jarðar.
Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á
plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn
Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda
nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug
til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-
El er því næst myrtur af hinum illa Zod,
sem er refsað með útlegð á annarri plán-
etu. Skömmu síðar springur Krypton í loft
upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið.
Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og
Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það
að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og
fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofur-
mannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraft-
arnir honum í mikið uppnám en með tíð
og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa
góðverka. Þegar Clark kemst loks að sann-
leikanum um uppruna sinn er Zod kominn
til jarðar og upphefst þá æsispennandi bar-
átta milli góðs og ills.
Man of Steel var frumsýnd í Banda-
ríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar
viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndar-
innar er Zack Sneyder sem er þaulreynd-
ur þegar kemur að leikstjórn stórmynda
sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frum-
raun hans var kvikmyndin Dawn of the
Dead frá árinu 2004, hann hefur einn-
ig leikstýrt myndum á borð við 300, með
Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen
og Sucker Punch.
Breska nýstirnið Henry Cavill fer með
hlutverk Supermans að þessu sinni og
þurfti leikarinn að leggja mikið á
sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði
eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu
teikningar af Superman og það án lið-
sinnis tölvutækninnar og búningahönn-
uða. Amy Adams fer með hlutverk
blaðakonunnar Lois Lane,
Michael Shannon,
sem sjónvarps-
áhorfendur
þek kja ú r
þáttunum
Boardwalk
Empire, leik-
ur illmennið
Zod. Kevin
Costner
og Diane
Lane leika
Jonathan
og Mörthu
Kent, Russ-
ell Crowe fer
með hlutverk
Jor-El og loks
leikur Laur-
ence Fishburne
yfirmann Lois
Lane.
sara@frettabladid.is
Ofurmennið mætir
aft ur til leiks
Stórmyndin Man of Steel var frumsýnd í gær. Kvikmyndin segir frá upphafi
Ofurmennisins, sem í þetta sinn er leikið af Bretanum Henry Cavill.
➜ Frá 16. júní hefur Man of
Steel halað inn 15 milljörðum
króna í Bandaríkjunum einum
saman.
UPPHAFIÐ Henry
Cavill fer með hlutverk
Supermans í stórmynd-
inni Man of Steel sem
frumsýnd var hér á
landi í gær.
Tvær kvikmyndir verða frum-
sýndar á Jónsmessu: Before Mid-
night og The Croods. Fyrrnefnda
myndin er sjálfstætt framhald
myndanna Before Sunrise og
Before Sunset frá árunum 1995
og 2004 og sú síðarnefnda er
þrívíddar mynd frá Dreamworks.
Before Midnight þykir raunsæ
og vönduð mynd sem hlotið hefur
einróma lof kvikmyndarýna.
Sagan gerist í Grikklandi og segir
frá Jesse og Celine, sem leikin eru
af Ethan Hawke og Julie Delpy,
sem nú hafa verið par í tæpan ára-
tug. Parið stendur á tímamótum og
þarf að svara því hvort ástin sigri
eða hvort aðskilnaður sé óum-
flúinn. Leikstjóri myndar innar
er Richard Linklater, sem hefur
áður leikstýrt myndum á borð
við Dazed & Confused, A Scanner
Darkly og Bernie.
The Croods er ný teiknimynd
eftir Kirk De Micco og Chris
Sanders. Félagarnir hafa áður
komið að gerð teiknimynda á borð
við Aladdin, Mulan, The Lion
King, Lilo og Stich og How To
Train Your Dragon.
Myndin segir frá Croods-fjöl-
skyldunni sem forðast allar hættur
með því að prófa aldrei neitt nýtt.
Dag einn hrynur hellirinn sem
fjölskyldan býr í og neyðist hún
þá til að halda út í hinn stóra,
ókunnuga heim og lendir um leið
í ýmsum ævintýrum.
Þrívídd og þríleikur
Tvær kvikmyndir frumsýndar á Jónsmessu. Önnur er
hress teiknimynd, hin raunsæismynd um ást.
ÞRÍLEIK
LÝKUR
Before
Midnight
er síðasta
myndin í
þríleik leik-
stjórans
Richards
Linklater
og skartar
Ethan
Hawke og
Julie Delpy
í aðalhlut-
verkum.
BEFORE MIDNIGHT THE CROODS
98% 68%
Stórmyndin Jurassic Park var
frumsýnd árið 1993 og sló þá
rækilega í gegn. Nú eru uppi
raddir um að fjórða myndin um
Júragarðinn sé í bígerð. Empire-
online.com flytur fréttir af þessu
á vefsíðu sinni.
Áður hafa birst fréttir sem þess-
ar og upphaflega var talið að kvik-
myndin yrði frumsýnd sumarið
2014. Líklegra er þó að frum-
sýningardagur muni eiga sér stað
ári síðar, eða 2015. Fengist hefur
staðfest að myndin verði í þrívídd
og skrifa Colin Trevorrow og Der-
rick Connelly handritið að mynd-
inni. Trevorrow mun einnig leik-
stýra myndinni, en hann leikstýrði
síðast gamanmyndinni Safety Not
Guaranteed frá árinu 2012.
Fyrsta myndin var í leikstjórn
Stevens Spielberg og var hand-
rit hennar byggt á samnefndri
skáldsögu eftir Michael Crichton.
Myndin skartaði Sam Neill, Laura
Dern, Jeff Goldblum, Richard
Attenborough, Ariana Richards,
Joseph Mazzello, Martin Ferrero,
Samuel L. Jackson og Bob Peck í
helstu hlutverkum.
Júragarðurinn ekki
útdauður ennþá
Fjórða myndin um Jurassic Park er í vinnslu.
FJÓRÐA MYNDIN VÆNTANLEG Fjórða myndin um Júragarðinn er í bígerð.
Tökur á gamanmyndinni Anchor-
man 2: The Legend Continues
standa nú yfir og er fyrsta stikla
myndarinnar nú aðgengileg á net-
inu. Sem fyrr fara Will Ferrell,
Christina Applegate, Paul Rudd,
Steve Carell, David Koechner og
Fred Willard með aðalhlutverk
myndarinnar.
Adam McKay, leikstjóri mynd-
arinnar, hefur áður upplýst aðdá-
endur myndarinnar um að í The
Legend Continues muni Herra
Burgundy glíma við fjölmenning-
arlegt fréttateymi. „Við vitum vel
að þessir guttar taka breytingum
ekki vel og á þeim tíma sem
myndin gerist áttu margar
breytingar sér stað,“ segir McKay.
Á erfi tt með
breytingar
FRAMHALD Framhald gaman-
myndarinnar Anchorman er að vænta
innan skamms. NORDICPHOTOS/GETTY
Sumarhappdrætti
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Útdráttur 17. júní 2013
Toyota Yaris Terra 1.0 að verðmæti kr. 2.730.000
20947 56711
Ferðavinningar frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr. 500.000
218 9075 10713
41802 57135 64773
75524 78257 79496
Ferðavinningar frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr. 250.000
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar veittan stuðning og óskar
vinningshöfum til hamingju.
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu félagsins
að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900.
844
2776
4091
4115
5400
8255
8732
9927
10370
10832
14825
15253
15842
16385
18905
19096
19262
19744
20088
21805
27692
27971
28604
29601
29648
30496
31193
31641
32937
34108
37409
38157
38303
38923
39038
39074
39754
40051
40143
40197
40761
41500
42558
42718
42740
43234
45520
46994
48575
48597
49374
49783
51176
53967
54452
54775
57561
58397
59505
61463
62771
63285
63294
65663
67462
67469
67879
68906
69184
69867
70172
70969
71258
73837
73996
75164
75946
76165
76600
77203
77651
78834
78952
79346
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA