Fréttablaðið - 28.06.2013, Síða 12
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
UPPLÝSINGATÆKNI Neyt-
endur í Evrópu fá ekki
þann nethraða sem
þeir borga fyrir. Þetta
er niðurstaða nýrrar
rannsóknar á vegum
Framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins
(ESB).
Fram kemur að fólk fái
að jafnaði 74 prósent af
auglýstum hraða. Rann-
sóknin tók sérstaklega
til háhraðanettenginga,
xDSL, kapalkerfa og ljós-
leiðara.
„Þetta er í fyrsta sinn
sem staðfestur er munur á
auglýstum og raunveruleg-
um hraða háhraðatenginga
með sambærilegum og
áreiðanlegum gögnum frá
öllum ríkjum Evrópusambands-
ins,“ segir Neelie Kroes, aðstoðar-
forseti Framkvæmdstjórnar ESB,
en að auki eru upplýsingar frá
Króatíu, Noregi og Íslandi.
Fram kemur að svokallaðar kap-
alkerfistengingar eru áreiðanleg-
astar, en þar er hraðinn að jafnðai
91,4 prósent af auglýstum hraða.
Næstbest standa sig ljósleiðara-
tengingar með 84,4 prósent, en
verst xDSL tengingar yfir síma-
línur sem að jafnaði eru ekki með
nema 63,3 prósent af auglýstum
hraða. Ísland er þar rétt fyrir
neðan meðaltal Evrópu, með 61,3
prósent.
Fram kemur að gögn
um hraða séu frá „besta
tíma“ netumferðar, virka
daga frá sjö til ellefu
árdegis.
Hrafnkell V. Gíslason,
forstjóri Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS),
segir umræðu um gæði
netþjónustu hafa verið
lengi í gangi og viljað
brenna við að fólk teldi
sig ekki fá þann hraða
sem greitt væri fyrir.
Hins vegar sé það þann-
ig að fjarskiptafyrir-
tæki auglýsi gjarnan
hraða „allt að“ einhverj-
um mörkum. Þau séu því
tæknilega innan marka
þótt að jafnaði náist til
dæmis ekki nema sex
megabita hraði á sekúndu þótt
auglýst hafi verið að hraðinn geti
verið allt að tíu megabitum.
Þá segir Hrafnkell að margvís-
legir flöskuhálsar á netinu geti
haft áhrif á hraða hverju sinni.
„En ég geri þó ekki lítið úr
því að hraðamálin eru mikil-
væg og eru mikið til skoðunar,“
bætir hann við stofnunin vildi
gjarnan skilgreina betur ramma
utan um þau gæði sem fólk eigi
að geta gengið að í ólíkum net-
tengingum. Um leið fagnar hann
því því að niðurstaða sé fengin í
könnun Framkvæmdastjórnar-
innar. „Könnunin er til stuðnings
þeirri viðleitni að leiða fram opna
og málefnalega niðurstöðu um
hvað felst í þessum gæðum, eða
hraða.“ Á næsta ári eða þarnæsta
segist Hrafnkell vonast til þess
að verði komi grundvöllur sem
byggja megi á leiðbeinandi regl-
ur um hvað sé ásættan legur hraði
á netinu, miðað við eðli hverrar
tengingar.
Rannsókn Framkvæmda-
stjórnarinnar er unnin með sér-
stökum búnaði SamKnows og
verið að auglýsa eftir fleiri þátt-
takendum sem samþykki að slík-
ur búnaður sé settur upp hjá sér.
(Sjá www.samknows.eu). Hrafn-
kell segist í mars hafa sótt ráð-
stefnu um nethraða þar sem
fjallað var um rannsóknina.
„Þetta er gert með mjög flottum
búnaði. Hér á landi voru settir
upp hundrað slíkir kassar,“ segir
hann. „Kostnaður við hvern
þeirra er nokkuð mikill og fagn-
aðarefni að Framkvæmdastjórnin
skuli ætla að halda rannsókninni
áfram og fjölga mælum.“
Gert er ráð fyrir að rannsókn-
in standi til ársloka 2014 og tvær
mælingar verði framkvæmdar til
viðbótar. olikr@frettabladid.is
NEELIE KROES
HRAFNKELL V.
GÍSLASON
Fólk fær bara þrjá fjórðu af
auglýstum hraða á netinu
Ísland er undir meðaltali Evrópulanda þegar kemur að niðurhalshraða nettenginga um símalínur (xDSL)
miðað við auglýstan hraða. Framkvæmdastjórn ESB hefur birt fyrstu niðurstöður stórrar nethraðarannsóknar.
Sl
óv
ak
ía
Kr
óa
tía
U
ng
ve
rja
la
nd
M
al
ta
Li
th
áe
n
Pó
lla
nd
Ký
pu
r
D
an
m
ör
k
N
or
eg
ur
Sl
óv
en
ía
D
an
m
ör
k
Fi
nn
la
nd
Té
kk
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
Ei
st
la
nd
H
ol
la
nd
Írl
an
d
Ís
la
nd
Íta
lía
Po
rt
úg
al
G
rik
kl
an
d
Br
et
la
nd
Fr
ak
kl
an
d
100
80
60
40
20
0%
xDSL tengingar
HLUTFALL AF AUGLÝSTUM HRAÐA
Meðalhraði í Evrópu
miðað við auglýstan
hraða: 63,3%
SJÁVARÚTVEGUR Bolvíski línu-
báturinn Hrólfur Einarsson
hefur slegið Íslandsmet smábáta
í mánaðarafla.
Skipverjar á Hrólfi hafa veitt
yfir 300 tonn á þremur vikum en
fyrra Íslandsmet var 233 tonn.
Hrólfur hefur því fiskað ein-
staklega vel, sérstaklega ef litið
er til þess að júnímánuður er
ekki enn úti.
Skipverjar á Hrólfi Einars-
syni veiða að meðaltali 14,4 tonn
í róðri og hefur báturinn farið
21 róður í mánuðinum. Á vef-
síðunni aflafrettir.com segir að
bolvískir bátar hafi fiskað ótrú-
lega vel þetta árið. - ne
Línubátur slær Íslandsmet:
Hrólfur Einars-
son hefur veitt
yfir 300 tonn
ÍSLANDSMET Skipverjar á Hrólfi hafa
fiskað einstaklega vel að undanförnu.
PEKING, AP Lánsfjárskortur hefur
skekið kínverska fjármála markaði
síðustu daga. Fyrir vikið brást
seðlabanki landsins við í vikunni og
hét stuðningi lendi bankar landsins
í vandræðum.
Vextir á fjármagnsmörkuðum
Kína skutust upp í lok síðustu viku
eftir að lausafjárskorts varð vart
á kínverskum fjármagnsmörkuð-
um. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf
í kínverskum kauphöllum mikið á
mánudag vegna ótta um að lánsfjár-
krísa væri að myndast í þessu næst
stærsta hagkerfi heims.
Á mánudag sagði Seðlabanki Kína
að nægt lánsfé væri til staðar í hag-
kerfinu og kenndi óstjórn þarlendra
banka um stöðuna á fjármagns-
mörkuðum.
Seðlabankinn lagði þó áherslu
á að hann myndi styðja við banka
í lausafjárvandræðum og tryggja
seljanleika á mörkuðum lendi
bankastofnanir í tímabundnum
lausafjárerfiðleikum. Í kjölfar yfir-
lýsingar seðlabankans lækkuðu
millibankavextir mikið, eða í 5,83%
úr 13% fyrir helgi.
Kínversk stjórnvöld hafa að
undan förnu reynt að draga loft úr
lánsfjárbólu í kínverska hag kerfinu.
Greinendur telja það samt sem áður
hafa komið bönkum á óvart að seðla-
bankinn hafi ekki verið tilbúinn til
að veita lausafjáraðstoð án tafar
þegar fjárþurrðar varð vart á milli-
bankamarkaði. Hann hafi því ekki
miðlað nægilega vel stefnu sinni til
markaðsaðila. - mþl
Seðlabanki Kína reynir að sefa ótta um að lánsfjárkrísa sé að myndast:
Skjálfti á kínverskum mörkuðum
SJANGHÆ Vextir á millibankamarkaði í Kína skutust upp í methæðir fyrir helgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan hand-
tók í fyrradag tvo félaga í mótor-
hjólasamtökunum Outlaws eftir
húsleit í Hafnarfirði. Þar lagði
lögregla hald á haglabyssu, raf-
stuðbyssu, eggvopn, skotfæri og
lítilræði af fíkniefnum.
Húsráðandi, karl á fertugs-
aldri, var handtekinn í þágu
rannsóknar. Hinn maðurinn, sem
er á fimmtugsaldri, var einnig
handtekinn í tengslum við málið,
en er jafnframt eftirlýstur fyrir
aðrir sakir. - mlþ
Fundu skotvopn og fíkniefni:
Tveir félagar
Outlaws í haldi
LÖGREGLUFRÉTTIR
Sextán hafa slasast
Alls hafa 19 umferðarslys orðið það
sem af er júnímánuði með þeim
afleiðingum að sextán manns hafa
slasast. Á sama tíma í fyrra urðu 32
slys og má því gera ráð fyrir að júní
nú verði mun betri en sami mánuður
í fyrra.
FJÖLMIÐLAR Umfjöllun fjölmiðla
um Breiðholtið hefur verið jákvæð
og afar sjaldgæft er að fréttir veki
upp neikvætt viðhorf hjá neytend-
um miðlanna. Þetta er niðurstaða
greiningar Fjölmiðlavaktarinnar
sem Reykjavíkurborg lét gera fyrr
á árinu og nær yfir fjögurra mán-
aða tímabil, frá desember 2012 og
út mars 2013.
Óskar Dýrmundur Ólafsson,
hverfisstjóri Breiðholts, segir
ástæðu úttektarinnar vera þá að
íbúar Breiðholts hafi löngum haft
áhyggjur af neikvæðri umfjöllun
fjölmiðla um hverfið og því hafi
verið kjörið að láta Fjölmiðla-
vaktina varpa ljósi á hvernig hún
væri í raun. Í ljós kom að engin
frétt var flokkuð sem mjög nei-
kvæð, en 6,6 prósent voru hins
vegar mjög jákvæð. Alls var um
422 fréttir að ræða.
Jóhann Guðni Reynisson, ráð-
gjafi hjá Fjölmiðlavaktinni, vonast
til að fleiri hverfi stígi þetta skref
og láti Fjölmiðlavaktina greina
umfjöllun fjölmiðla um einstök
hverfi. „Hún skiptir gríðarlegu
máli þegar kemur að viðhorfum
fólks til manna og málefna,“ segir
Jóhann. - sv
Reykjavíkurborg lét Fjölmiðlavaktina greina umfjöllun um Breiðholtið yfir fjögurra mánaða tímabil:
Jákvæð umfjöllun fjölmiðla um Breiðholt
20% frekar eða mjög jákvæð
3,3% frekar neikvæð
0% mjög neikvæð
76,5% hvorki né, sem þýðir að ekki eru taldar líkur á að þær breyti við-
horfi í garð viðfangsefnisins.
Greining Fjölmiðlavaktarinnar um umfjöllun fjölmiðla um Breiðholtið
á tímabilinu desember 2012 til mars 2013. 422 fréttir fjölluðu á einhvern
hátt um hverfið á tímabilinu.
Engin frétt af 422 mjög neikvæð
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Réttu græjurnar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Drive-HM-120C 1200W -
12cm Hræripinni - 2 hraðar
15.990,-
Drive hornalaser
90 gráður
9.990,-
Drive hornalaser 360 gráður
kr. 15.990 + þrífótur kr 2.690 =
18.680,-
Drive gíraffi gips- og spartl
slípivél 620w 0-980sn/min
29.900,-