Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 19

Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 19
FÖSTUDAGUR 28. júní 2013 | SKOÐUN | 19 Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til. Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“ Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dóms- húsið til að sækja forræðisvott- orð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðis- aukaskattsnúmer hjá skatt- stjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkis- sjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að stað- festa sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í við- bót: uppdrátt af íbúðinni á stað- festu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlit- ið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitar- félagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkvi- liðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina her- bergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skatt- framtalinu. Heilbrigðiseftir litið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna. Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til lands- ins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferða- menn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gesta- herbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minni- háttar leiga á heima g istingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattfram talinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skila- boðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“. Til atlögu við svefnsófann Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gesta- herbergjum fólks? Morgunblaðið birti í vikunni línurit sem það kallar „rann- sókn“ unna af Pipar TPWA um áskriftarfjölda Stöðvar 2 og Skjás Eins. Línu- ritið er í raun engin rannsókn því það tekur u.þ.b. 2 mínútur að fá sama graf út úr neyslukönnun Capacent sem var heimild þess. Aðalatriðið er þó að þessi niðurstaða Pipar TPWA byggir á meingallaðri aðferðafræði og er í engu samræmi við veru- leikann. Pipar TBWA tekur ekki tillit til tímasetningar þeirra kannana sem það er að túlka, en öll fjölmiðla- neysla er árstíðabundin og tíma- setningar fjölmiðlakannana því mikilvægar. Það er lítið vit í að bera sjónvarpsáhorf um jólin saman við áhorf um verslunarmannahelgi nema til að staðfesta það sem allir vita að það er meira horft um jólin. Línuritið frá Pipar TPWA er byggt á könnunum sem gerðar eru á mismunandi tímapunktum öll árin, en Stöð 2 hefur meiri árstíðar- sveiflur í sinni áskriftarsölu en Skjár Einn. Samkvæmt upplýsing- um frá Capacent um tímasetningar þessara kannana síðustu þrjú árin er endapunkturinn í grafinu, sem er áskriftarmengið í maí/júní 2013, borinn saman við jólamengið í des./ jan. árið 2011, páskamengið árið 2012 og svo kemur endapunkturinn maí/júní 2011 sem áður var nefndur. Ýkt niðursveifla Auðvitað sýnir línurit svona upp- byggt ýkta niðursveiflu hjá sjón- varpsstöð sem samkvæmt hefð á fjölmörgum íslenskum heimilum selur flestar áskriftir um jólin, næstmest um páskana og minnst á sumrin. Væri hægt að fullyrða að það sé samdráttur í verslun í Kringlunni út frá könnunum sem væru gerðar um jólin fyrsta árið, páskana það næsta og í byrjun júní síðasta við- miðunarárið? Það er erfitt að vita með vissu hver áskriftarfjöldi Stöðvar 2 eða Skjás eins er á hverjum tíma, stöðvarnar vita það einfaldlega ekki sjálfar vegna þess að fjöldi áskrifta segir ekki til um hversu margir eru á bak við áskriftirnar, það ræðst af fjölda þeirra sem búa á áskriftar- heimilunum sem er óþekktur og síbreytilegur fjöldi. En það eru til betri gögn og betri aðferð til að meta áskriftarfjölda því Capacent gerir líka rafrænar áhorfskannanir sem byggjast á „panel“ sem í eru allir fjölskyldu- meðlimir (12-80 ára) þeirra heimila sem taka þátt í könnuninni. Þessi panell er uppfærður oft á ári þannig að hann sé í samræmi við raunveru- legan fjölda þeirra heimila sem eru með áskrift að sjónvarpsstöðvum. Rafrænu gögnin hafa þann kost ef meta á áskriftarfjölda að þau skrá áhorf allra fjölskyldumeðlima þannig að við getum séð hversu margir áskrifendur í þúsundum eru að horfa á hverri mínútu og hægt er að bera saman fjöldann á sömu árs- tímum. Það hlýtur að teljast varlega áætlað að áskrifandi að sjónvarpsstöð, Stöð 2 eða Skjá einum, horfi a.m.k. 5 mín- útur á sína stöð einhvern tíma í vik- unni og ef fjöldi áskrifenda er met- inn með þeirri aðferð er útkoman eins og í þessu línuriti. Þetta er miklu raunhæfara mat á fjölda áskrifenda því áskriftar- heimilum Stöðvar 2 fækkaði eðli- lega eftir hrun og náði botninum árið 2010 en 2011-2013 hefur sá fjöldi sem býr á heimilum með áskrift staðið í stað eins og á Skjá einum. Að blekkja með línuritum FJÖLMIÐLAR Sverrir Agnarsson starfar hjá 365 við fj ölmiðlarannsóknir FJÖLDI ÁSKRIFENDA Í ÞÚS SEM HORFA Á SÍNA STÖÐ EINHVERN TÍMA I VIKUNNI 70 60 50 40 30 20 10 0 Vika 24 2011 Vika 24 2012 Vika 24 2013 ■ St 2 ■ S1 53,7 31,2 30,831 53,2 53,5 Borgaraleg óhlýðni Alþingis? Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd. Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin. Þjóðþingið gefur þannig skít í reglur Evrópuráðsins. Það verður ekki túlkað sem annað en yfirlýsing um að reglurnar eigi ekki rétt á sér. Kannski yfirlýsing um að kosningar séu lýðræðislegri en kynjakvótar. Þegar almennir borgarar brjóta reglur meðvitað í pólitískum tilgangi, heitir það borgaraleg óhlýðni. Hvað heitir það þegar þjóðþing notar sömu taktík í fjölþjóðlegu samstarfi? http://blog.pressan.is/evahauks/ Eva Hauksdóttir Prinsessan á bauninni Það lýsir af skrifum Sigmundar Davíðs að af íslenskum stjórnmálamönnum kemst hann næst því að vera prinsessan á bauninni. En kannski hentar það mönnum illa að stýra þjóðum ef þeir hafa viðkvæman bakhluta prinsessunnar – og tapa svefni yfir einni baun. http://blog.pressan.is/ossur/ Össur Skarphéðinsson AF NETINU Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 4 61 1099 • www h. eimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 57 48 4 Benidorm Costa del Sol frá aðeins kr. 78.700 með fullu fæði frá aðeins kr. 89.900 2. júlí í viku 11. júlí í 14 nætur Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm 2. júlí. Í boði er m.a Hotel Carlos I. Hotel Carlos I Kr. 78.700 með fullu fæði. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi kr. 99.200. Sértilboð 2. júlí í viku. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum 11. júlí í 14 nætur. Í boði er m.a Aguamarina íbúðarhótelið. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Aguamarina Kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 118.900. Sértilboð 11. júlí í 2 vikur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.