Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.06.2013, Qupperneq 32
FRÉTTABLAÐIÐ Elísabet Eyþórsdóttir. Brúðkaup og gotterí. Hönnun og hugmyndir. Spjörunum úr. Helgarmaturinn. 6 • LÍFIÐ 28. JÚNÍ 2013 H vað ertu að fást við þessa dagana? „Ég er aðallega að vinna við tónlist með Sísý Ey þessa dagana.“ Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp að mestu leyti miðsvæðis. Við fluttum í Grafarvoginn í nokkur ár en svo aftur í miðbæinn. Mamma og pabbi eru búin að vera saman í yfir 30 ár og eru ótrúlega góð og yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þau sem foreldra því við erum svo náin.“ Eruð þið þrjár systurnar eða eruð þið fleiri systkinin? „Við eigum svo einn bróður sem er 15 ára og er algjör snillingur. Það er mjög mikill vinskapur á milli okkar sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Mamma og pabbi eru svo ótrúlega góð og yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þau sem for- eldra því við erum öll mjög náin.“ Foreldrar Elísabetar eru Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson píanóleikari í Mezzo- forte en Elísabet segir að það hafi aldrei verið nein pressa frá for- eldrum hennar að þær systur veldu tónlistina sem framabraut. Gaf það auga leið að þú myndir velja tónlistarbrautina eins og for- eldrar þínir? Ég ætlaði alltaf að verða söngkona og píanóleikari af því að mig langaði að vera bæði eins og mamma og pabbi því ég hef alltaf litið svo mikið upp til þeirra. Við systurnar fengum að ráða því alveg 100 prósent sjálfar hvað okkur langaði að gera í lífinu og það vildi bara svo til að við vild- um allar vinna við tónlist.“ Hvernig kom það til að þið stofnuðuð hljómsveit saman og hvaðan kemur nafnið? „Hug- myndin að bandinu kom frá Car- men vinkonu okkar árið 2011 en hún er einnig í Sísý Ey. Henni fannst sniðugt að fá okkur systur til að syngja saman og í fram- haldi af því fengum við snillinginn hann Friðfinn með okkur í bandið. Nafnið á hljómsveitinni kom frá Sóleyju frænku okkar systra en amma okkar var kölluð Sísý og átti hún mjög mikinn þátt í okkar lífi. Hún hvatti okkur mikið í tónlist- inni og bara í öllu sem við gerðum. Hún var mín stærsta fyrirmynd í lífinu. Ey er svo bara stytting á nafninu hans pabba.“ Ein stór fjölskylda Hvernig er fyrirkomulagið í band- inu, er ekki einn karlmaður innan um allar konurnar? „Jú Friffi, eða Friðfinnur Sigurðsson, er eini karlmaðurinn í bandinu en það er aldrei neitt vesen vegna þess. Við erum oftast bara ein stór hamingjusöm fjölskylda og allir geta talað um allt. Friffi sér um „beat“-in og tekur allt upp sem við gerum. Við vinnum að lög- unum saman og pössum bara að allir séu sáttir og þá gengur bara rosalega vel.“ Spilið þið systurnar á hljóð- færi? „Já, ég spila á píanó og hef verið að fikta við að spila á bassa. Elín spilar á gítar og Sigga á píanó og gítar. Friffi spilar á allt mögulegt og Carmen á saxafón. En eins og er þá sjá Elín og Friffi um að spila á hljóðfærin. Friffi spilar alla „synthana“ og öll hljóð í lögunum okkar.“ Mögnuð upplifun á Sónar Nú voruð þið að spila á Sónar Reykjavík og þið voruð einnig að spila á Sónar Barcelona, hvernig var það? „Það var mikill heiður að fá að vera með á Sónarhátíðinni í Barcelona og hópurinn okkar var ekki af verri endanum. Wow Air styrkti okkur með ferðinni út og gerði okkur þannig kleift að kom- ast öll saman. Hátíðin bauð upp á ótrúlega mikið af flottri tónlist og tónleikarnir okkar gengu rosalega vel. Fólkið dansaði og það er svo góð tilfinning að sjá alla í svona skemmtilegri stemningu. Það var bara rosaleg upplifun. Við fengum hjálp frá vinum okkar til að gera þetta mögulegt en Imba vinkona sérhannaði búninga á okkur og Magga vinkona aðstoðaði líka. Svo fengum við Adda, sem er líka þekktur sem Intro Beats, til að taka upp tónleikana upp á vídjó. Unnsteinn Manuel söng svo með okkur eitt lag og peppaði áhorf- endur upp. Án þeirra hefði þetta alls ekki verið mögulegt. Það er eitthvað magnað við það að dansa með fullt af fólki um miðjan dag í 30 stiga hita við geggjaða tónlist. Við fórum út fimm dögum fyrir tónleikana og náðum að slaka á í sólinni og kom- ast í mega gír fyrir tónleikana. Hljómsveitin fór öll saman á æðis- lega strönd í einstaklega fallegum bæ sem heitir Sitges. Ég held að það hafi verið eitt það skemmti- legasta sem ég hef gert. Hvaða verkefni eru í deiglunni hjá ykkur í sumar? „Næst á dag- skrá er bara að halda áfram að semja og vinna að öllu sem fylgir ELÍSABET EYÞÓRSDÓTTIR ÞAKKLÁT FYRIR FORELDRA MÍNA Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir er meðlimur hljómsveitarinnar Sísý Ey sem skotist hefur fram á sjónarsviðið að undanförnu. Elísabet hefur verið umkringd tónlist frá blautu barnsbeini, en fjölskylda hennar hefur lifað og hrærst í tónlistarheiminum. Lífi ð ræddi við Elísubetu um æskuna, hljómsveitina, listamannalífi ð og hvernig það er að elska konu. NAFN Elísabet Eyþórsdóttir ALDUR 26 ára ATVINNA Tónlistarkona BÖRN 5 ára strákur HJÚSKAPARSTAÐA Í sambandi MATUR Sushi DRYKKUR Fanta lemon í dós VEITINGA- HÚS Grillmarkaðurinn HREYFING World Class VERSLUN Þær eru margar HÖNNUÐUR Jeremy Scot DEKUR Nudd Uppáhalds Brúnkukrem + bodylotion í einni vöru Gefur góðan raka. Húðin dekkist með hverri notkun. SÖLUSTAÐIR: www.guinot.is LAIT HYDRABRONZE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.