Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 36

Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 36
FRÉTTABLAÐIÐ Hönnun og hugmyndir. Spjörunum úr. Helgarmaturinn. 10 • LÍFIÐ 28. JÚNÍ 2013 É g hef alltaf heillast rosa- lega mikið af þessum stíl frá því að ég var ung- lingur en ég sá fyrir mér í einhverjum draumi að mig langaði að eiga svona heimili einhvern tímann. Svo fluttum við í stærra húsnæði og mig vantaði húsgögn til að fylla upp í plássið og byrjaði því af fullum krafti að endurgera mublur,“ segir Lilja Björk Birkisdóttir. Það má vera að heimilið sé þar sem hjartað er en þegar maður er skapandi þá er aldeilis ekki sjálfgefið að rölta út í búð og kaupa nákvæmlega þau húsgögn sem maður leitar að. Hjá Lilju Björk er hugmyndaflugið til staðar og áhuginn fyrir hönnun og húsgögnum með frönsku ívafi er svo mikill að hún ákvað sjálf búa til franska stemningu fyrir sitt draumaheimili. Lilja Björk heldur úti Facebook-síðunni Franska Liljan þar sem hún deilir ýmsum verkefnum og aðferðum með áhugasömum. Hún segir við- brögðin hafa verið einstaklega góð. Jafnvel karlmennirnir fjór- ir á heimilinu hvetja hana til dáða þrátt fyrir að heimilið sé orðið heldur kvenlegra en áður fyrr. „Maður verður að hafa augun opin. Stundum kaupi ég einhver húsgögn í Góða hirðinum eða á Bland.is því mér líst vel á þau en svo hef ég ekki endalaust pláss og sel þá hluti sem ég hef verið að gera upp. Þetta er svolítið tíma- frekt þegar maður er að leita að réttum hlutum og getur stundum verið svolítið erfitt,“ segir Lilja Björk og bætir við að hún sé heimavinnandi og hafi því nægan tíma til að dunda í þessu. Hús- gagnamálun segist hún ekki hafa sérstaklega lært nema í gegnum bækur og annað efni sem hún hefur verið að rýna í af miklum ákafa. Múrbúðin hefur oftar en ekki orðið fyrir valinu þegar kaupa á málningu eða grunn og segist Lilja Björk hafa verið að prófa sig áfram með alls kyns uppskriftir að kalkmálningu. „Ég nota mikið hvíta Meistara- grunninn. Svo nota ég svarta matta veggmálningu og mála allt- af kantana eða alla mubluna með henni og hvíta grunninn ofan á til að fá þetta dökka slit þegar maður pússar, það finnst mér svolítið flott.“ HÖNNUN BÝR TIL FRANSKT DRAUMAHEIMILI Lilja Björk Birkisdóttir gerir upp húsgögn og málar gamla fallega muni. Lilja Björk Birkisdóttir endurgerir gamla muni og gefur þeim nýtt líf. App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið. Fyrir Fyrir Eftir Eftir Skápurinn í stofunni var áður brúnn. Sænski bekkurinn var málaður með grunni og hann fékk nýtt áklæði. KALKMÁLNING LILJU 1 hluti gifsduft Vatn 3 hlutar akrýlmálning (má vera t.d. veggmálning eða akrýl lakk, en ekki grunnur) Aferð: Ég byrja á því að setja duftið í ílát eins og t.d. fötu, og þynni það út með vatni, smá í einu. Það er gott að hræra í, þetta á að vera álíka þykkt og súrmjólk. Þegar duftið er uppleyst og blandan er jöfn, þá bæti ég út í málninguna og hræri vel. Svo má alltaf þynna blönduna með vatni ef hún verður of þykk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.