Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 38
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og Helgarmaturinn
Ari Már Heimis-
son, kokkur og
eigandi Kaffi -
Kompanísins á
Kjarvalsstöðum,
mælir með hollum
og bragðmiklum
salsaborgara fyrir
fjóra um helgina
HELGAR MATURINN SALSA-KJÚKLINGABORGARI
Kári Sverrisson
ALDUR: 31
STARF: Ljósmyndari og alt-
muligt mand á Lemon Laugavegi
4 ferskar kjúklingabringur
1 mangó
3-4 tómatar
½ rauðlaukur
3-4 hvítlauksgeirar
½ búnt kóríander, ferskt
1 stk. lime
1 poki klettasalat
Brauðbollur frá Polarbröd
4 bökunarkartöflur, stórar
Salt og pipar
Paprikukrydd
½ líter létt ab-mjólk
1 dl olía
Mangósalsa: Skerið mangó,
rauðlaukinn, og tómatana í
litla bita.
Saxið einn hvítlauksgeira og
koríander og blandið saman
við. Limesafi er kreistur yfir og
kryddað með örlitlu salti og
pipar.
Hvítlaukssósa: Hellið
ab-mjólkinni í skál, pressið
restina af hvítlauknum saman
við og kryddið létt með salti
og pipar.
Grillið kjúklingabringurnar og
kryddið með salti og pipar.
Þegar kjúklingurinn
er tilbúinn er hann
skorinn í tvennt
og borgaranum
raðað saman með
klettasalatinu,
mangósalsanu og
hvítlaukssósunni.
Kartöflubátar:
Skerið
kartöflurnar
í tvennt
og síðan í
þunna báta. Setjið í ofnskúffu,
kryddið með paprikukryddi,
salti og pipar. Veltið þeim því
næst upp úr olíunni. Bakað í
ofni á 200°C í ca. 20-25 mín
eða þar til þær eru orðnar
mjúkar í gegn. Gott er að
byrja á að gera kartöflurnar
áður en kjúklingurinn er
eldaður þar sem þær
þurfa langan tíma í
ofninum.
Hvern faðmaðir þú síð-
ast? Ég faðmaði kærastann
minn síðast.
En kysstir? Kyssti bestu vin-
konu mína Söndru bless, á
munninn.
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig? Hún
heitir Þrúða og vinnur hjá
Lingo. Hún aðstoðaði mig
við að sækja um í drauma-
námið í London og nýlega
hringdi hún í mig til þess að
segja mér að ég hefði kom-
ist inn í meistaranám í tísku-
ljósmyndun í London College
of Fashion.
Hvaða galla í eigin
fari ertu búinn að um-
bera allt of lengi?
Fullkomnunar áráttuna í mér.
Ertu hörundsár? Get verið
það, er nokkuð mannlegur.
Dansarðu þegar enginn
sér til? Mér finnst betra,
þægilegra og skemmtilegra
að dansa með öðrum.
Hvenær gerðirðu
þig síðast að fífli og
hvernig? Fyrir stuttu
þegar ég reyndi að nota
afsláttarkort Olís á N1, það
var gott ljóskumóment.
Hringirðu stundum í
vælubílinn? Nei, þegar ég
er í því ástandi þá gleymi ég
því að það sé til vælubíll.
Tekurðu strætó? Helst
ekki, kannski í hallæri og í
ýtrustu neyð
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á dag?
Suma daga stoppa ég í smá
stund og aðra daga stoppa
eg mjög stutt.
Ferðu hjá þér þegar þú
hittir fræga eða heils-
arðu þeim? Nei, ekki
nema ég þekki þetta fræga
fólk. Þá fær það lítið veif frá
mér. Annars eru þessir frægu
einstaklingar bara alveg eins
og ég og þú.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig? Ég vann einu sinni
karókíkeppni, og ég átti
að fæðast í janúar 1982,
ekki desember 1981, en ég
fæddist mánuði fyrir tímann.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina? Ég
ætla alls ekki að láta mér
leiðast.
...SPJÖ
RU
N
U
M
Ú
R