Fréttablaðið - 28.06.2013, Síða 56
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32
BAKÞANKAR
Magnúsar
Þorláks
Lúðvíkssonar
Leikkonan Courteney Cox er
komin með nýjan kærasta. Sam-
kvæmt vinum Cox er hún komin
á fast með mótleikara sínum úr
sjónvarpsþáttunum Cougar Town.
Cox og Brian Van Holt, sem
leikur fyrrverandi eiginmann
hennar í þáttunum, hafa verið
saman í um sex mánuði. Cox skildi
við leikarann David Arquette árið
2010 og sakaði Arquette fyrrver-
andi eiginkonu sína um að hafa átt
í „tilfinningalegu ástarsambandi“
með Van Holt á meðan á hjóna-
bandi þeirra stóð.
Cox ástfangin
ÁSTFANGIN Courteney Cox við tökur
á Cougar Town ásamt Brian Van Holt.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ted Allen, stjórnandi matreiðslu-
þáttanna Chopped, tilkynnti
í dag að hann og kær-
asti hans, Barry Rice,
hafi ákveðið að trúlofa
sig. Þetta gerðu þeir
skömmu eftir að hæsti-
réttur Bandaríkjanna
tók á miðvikudag ákvörð-
un um að nema úr gildi lög
frá 1996 er fela í sér mis-
munum gagnvart
samkynhneigð-
um pörum sem
gengið hafa í
hjónaband.
„ É g e r
stoltur af því
að geta til-
kynnt á þess-
u m sög u -
lega degi
að ég og
sambýlis-
maður minn
til tuttugu
ára , Barry
R ice , er u m
trúlofaðir,“ ritaði
Allen á Twitter.
A l l e n e r
menntaður blaða-
maður og hefur
meðal annars
unnið við gerð
sjónvarpsþáttanna Queer
Eye for the Straight Guy,
Iron Chef America og Chop-
ped, sem er sérlega vin-
sæll matreiðslu-
þáttur sem er
sýndur á sjón-
varpsstöðinni
Food Network.
Sjónvarpsmaður
trúlofar sig
Ted Allen úr Chopped tilkynnti um trúlofun sína.
TRÚLOFAÐUR Ted
Allen ákvað að trú-
lofast sambýlismanni
sínum eftir að lög um
hjónabönd samkyn-
hneigðra voru felld úr
gildi á miðvikudag.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Emma Watson,
sem þekktust er fyrir að leika
Hermione í Harry Potter, sagði í
nýlegu viðtali að hún ætti aðeins
átta pör af skóm.
Watson leikur eitt aðalhlutverkið
í nýrri mynd sem kallast The Bling
Ring. Myndin er byggð á sann-
sögulegum atburðum og segir frá
hópi ungra þjófa sem brutust inn
á heimili nokkurra Hollywood-
stjarna. Gengið braust meðal
annars inn til Paris Hilton sem gaf
kvikmyndargerðarmönnum leyfi
til þess að mynda á heimili sínu.
Watson sagði í viðtalinu að það
hefði verið súrrealísk upplifun
að labba inn í stútfullt fataher-
bergi hótelerfingjans og sagði það
ákveðna tegund af ofneyslu.
Á aðeins átta
pör af skóm
EMMA WATSON Gagnrýnir Paris Hilton
fyrir að eiga allt of mikið fötum.
Leikarinn Ryan Reynolds kveðst
ekki fara út úr húsi án þess að
eiginkona hans, leikkonan Blake
Lively, leggi blessun sína á
klæðnað hans. Þetta sagði Ryan
í viðtali við Extra.
„Ég mundi aldrei fara út um
dyrnar án þess að fá hennar
samþykki,“ sagði leikarinn er
hann var staddur á Spáni við
frumsýningu kvikmyndarinnar
Turbo.
Parið kynntist við tökur á
kvikmyndinni Green Lantern
árið 2011 og gifti sig þann 9.
september í fyrra. Þeim er mjög
annt um einkalíf sitt og eru
sjaldan mynduð saman á rauða
dreglinum.
Lively samþykkir
klæðnað Reynolds
Ryan Reynolds segir eiginkonu sína velja fötin á sig.
FÆR SAMÞYKKI Ryan Reynolds klæðir
sig ekki án samþykkis eiginkonu sinnar,
Blake Lively. NORDICPHOTOS/GETTY
➜ Ted Allen er meðal ann-
ars þekktur úr sjónvarps-
þáttunum Queer Eye for
the Straight Guy.
Það lá frekar beint við að hefja störf á dagblaði upp úr tvítugu enda hef ég
verið fréttafíkill frá því að ég man eftir
mér. Á barnsaldri þegar vinir mínir vildu
verða atvinnumenn í fótbolta eða rokk-
stjörnur vildi ég verða eins og gömlu kall-
arnir í 60 mínútum. Ókei, ég vildi verða
atvinnumaður og rokkstjarna en ég vildi
líka verða eins og Steve Kroft, ólíkt hinum.
„Those stories and Andy Rooney tonight on
60 Minutes.“
FYRIR tilkomu internetsins reikna ég
með því að fréttafíkn hafi verið nokkuð
viðráðan legur sjúkdómur. Jújú, menn gátu
horft og hlustað á alla fréttatíma, verið
áskrifendur að rosalega mörgum blöðum og
tímaritum og, hver veit, jafnvel hringt stöku
sinnum á ritstjórnir til að spyrja: „Er eitt-
hvað í gangi?“ Tímafrekt en ekki of
tímafrekt. Í nútímanum eru engin efri
mörk á því hve margra frétta þú getur
neytt. Fréttafíkilinn er því fastur í
kviksyndi fíknar sinnar og á engrar
undankomu auðið. Á hverju augnabliki
er þessi blanda af eðlislægri forvitni og
óttanum að vera að missa af einhverju
(uppskrift fréttafíknar) eins og sverð
Damóklesar hangandi yfir honum. Þetta
er algjörlega óþolandi ástand. Hvernig er
hægt að koma nokkru í verk með allan fróð-
leik heimsins að kalla á þig?
Í nútímanum les fréttafíkill öll blöð og
tímarit og hlustar á alla fréttatíma. Þá
fyrst byrjar ruglið. Fréttafíkillinn skoðar
allar fréttasíður og blogg áður en hann fer
á Twitter og fær upplýsingar frá hundruð
milljóna manna um allan heim, beint í æð.
Venjulegt fólk er komið með rödd og getur
miðlað upplýsingum og fréttum beint í stað
þess að fara í gegnum fjölmiðla. Hljómar
vel, ekki satt? Vandinn er bara sá að netið
kallar stundum fram það versta í fólki og
þess vegna fyllist Twitter af óstað festum
fréttum sem ekki er flugufótur fyrir.
Ýktasta dæmið eru fréttir um félagaskipti
knattspyrnumanna, sem eru endalausar
og álíka pottþéttar og lottótölur sem blind-
fullur bavíani að kasta pílum á spjald gefur
þér. Þannig að fréttafíkillinn ver ekki bara
allt of miklum tíma í fíknina heldur æsist
hann upp oft á dag vegna frétta sem reynast
síðan vera rugl.
HVER er lausnin? Jú, væntanlega ætti
fíkill inn að banna sjálfum sér að verja
meiri tíma en til dæmis klukkutíma á
dag í fréttalestur og halda sig við traustu
miðlana. Skyldi fíklinum takast það?
Bavíanar kasta pílum á spjald
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
EMPIRE
H.S.S. - MBL
WHITE HOUSE DOWN 5 - 8 - 10
THE PURGE 8 - 10.40
THE ICEMAN 8 - 10.20
THE INTERNSHIP 5
EPIC 2D 5
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
EIN NÓTT Á ÁRI
ALLIR GLÆPIR ERU LÖGLEGIR
5%
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
BYGGT Á
SANNSÖ GULEGUM
ATBURÐUM
WHITE HOUSE DOWN KL. 5.10 - 8 - 10.50 14
WHITE HOUSE DOWN LÚXUS KL. 5.10 - 8 - 10.50 16
THE PURGE KL. 6 - 8 - 10 16
THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 8 - 10.35 7
AFTER EARTH KL. 8 12
FAST & THE FURIOUS 6 KL. 10.15 12
EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 L
WHITE HOUSE DOWN KL. 6 - 9 14
THE PURGE KL. 6 - 8 - 10 16
THE ICEMAN KL. 10.15 16
THE INTERNSHIP KL. 9 7
AFTER EARTH KL. 8 12
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
THE GREAT GATSBY KL. 6 12
WHITE HOUSE DOWN KL. 8 - 10 14
THE PURGE KL. 8 - 10.30 16
THE ICEMAN KL. 5.40 16 / THE INTERNSHIP KL. 5.40 7
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS