Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 62

Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 62
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 „Okkur líður bara eins og þetta hafi verið draumur en við erum með hringa sem staðfesta þetta allt saman,“ segir Daniel Ann- isius, starfsmaður hvalaskoðunar- fyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, sem gekk að eiga hina sænsku Alexiu Askelöf 24. júní. Daniel og Alexia, eða Lia eins og hún er kölluð, starfa bæði hjá Gentle Giants en þau kynnt- ust árið 2007 þegar Alexia hóf störf hjá fyrirtækinu. Á mánu- daginn gengu þau í það heilaga og fór athöfnin fram í Naustavík við Skjálfanda. „Þetta var voða rómant ískt allt saman. Við kynnt- umst um borð, með steypireyðar og hnúfubaka allt í kring. Fyrir þremur árum fórum við í starfs- mannaferð út í Naustavík, sem er hérna hinum megin við flóann. Þar segir Lia: „Hér ætla ég að gifta mig!“ og síðan þá hefur þetta verið djók innan fyrirtækisins. En öllu gríni fylgir greinilega ein- hver alvara,“ segir Daniel og hlær. Hann segir brúðkaupsdaginn hafa verið draumi líkastur. „Við ferj- uðum fólkið yfir flóann í hvala- skoðunarbátnum okkar, Sylvíu, og athöfnin fór fram í fjörunni. Svo kom sólin fram einmitt á meðan á athöfninni stóð sem var alveg frá- bært. Við fengum veitingastaðinn Pallinn á Húsavík, sem Völundur Snær Völundarson rekur, til að sjá um grillið og svo vorum við með köku í sæluhúsinu. Að því loknu kveiktum við upp í varðeldi og sungum, og sigldum svo heim um miðnætti við flugeldasýningu á meðan hnúfubakarnir blésu og miðnætursólin skein. Þetta var bara eins fullkomið og hægt var að ímynda sér.“ Daniel og Lia búa í Svíþjóð yfir vetrartímann, þar sem Lia starf- ar sem hundaþjálfari en Daniel nemur við Dalarna-háskólann. „Við ákváðum bara þegar við komum til Húsavíkur í vor að nú væri rétti tíminn kominn. Þetta er tólfta sumarið mitt hjá Gentle Giants og sjötta hjá henni, og þar að auki eiga foreldrar henn- ar þrjátíu ára brúðkaupsafmæli í ár,“ segir Daniel. Hann segist ekki vita til þess að aðrir en þau Lia hafi gift sig í Naustavík. „Ég hef talað við marga gamla sjóara og eins við landeigendur í Nausta- vík en það man enginn eftir því að einhver hafi gift sig þarna áður,“ segir Daniel, en Nausta- vík er hluti af Náttfaravíkum sem bera nafn þrælsins sem var í för með Garðari Svavars syni sem kom til Íslands árið 870 og hafði hér vetursetu fyrstur manna. Spurður að því hvort ekki standi til að fara í brúðkaupsferð segir Daniel að ferðin verði að bíða fram á haustið. „Það er brjálað að gera á sumrin í hvalaskoðuninni svo við verðum bara að bíða eftir að vertíðinni ljúki. Þá skellum við okkur í Interrail um Evrópu.“ kristjana@frettabladid.is Ástin kviknaði í hvalaskoðun Daniel Annisius og Alexia Askelöf, starfsmenn Gentle Giants á Húsavík, gift u sig við ævintýralega athöfn í Naustavík á mánudaginn. Þau ferjuðu gestina yfi r fl óann í hvalaskoðunarbátnum Sylvíu og fylgdust með hnúfubökum blása við hlið bátsins á leiðinni. Alexia Askelöf var rétt tæplega átján ára þegar hún sótti um starf hjá Gentle Giants. Þá hafði Daniel starfað hjá fyrirtækinu í sex ár og þegar hann fór yfir umsóknir ásamt framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Stefáni Guðmundssyni, vildi Daniel helst ekki að Alexia yrði ráðin inn, þar sem hann taldi hana of unga. Stefáni leist hins vegar vel á umsókn stúlkunnar og réð hana til starfa. „Þetta er búið að vera þvílíkt ævintýri hjá þeim. Dagurinn var líka alveg hreint ólýsanlegur,“ sagði Stefán, sem skipulagði daginn með brúðhjónunum. Örlögin réðu ferðinni Í ÍSLENSKUM LOPAPEYSUM Þau Alexia og Daniel fundu ástina í hvala- skoðun á Húsavík. Þau gengu í það heilaga á mánudaginn og klæddust íslenskum lopapeysum við athöfnina, sem fram fór í Naustavík við Skjálfanda. MYND/JÓHANNES SIGURJÓNSSON Við sigldum svo heim um miðnætti við flugeldasýningu á meðan hnúfubakarnir blésu og miðnætursólin skein. „Ég verð í vinnunni á laugardaginn en á sunnudaginn geri ég eflaust eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt. Fer eflaust út að hreyfa mig og borða svo góðan mat með góðu fólki.“ Jóhanna Kristjánsdóttir, annar eigandi Systrasamlagsins. HELGIN H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð O G O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R ÚTSALA SUMAR- | | | | | | | | | | UREYRI | REYKJAVÍK | AKU REYRI | REYKJAVÍK | AKUR EYRI | – fyrir lifandi heimili – AFSLÁTTUR %50 ALLT AÐ Sjóntækjafræðingurinn Davíð Sigurðsson er mikill áhugamaður um Willys-jeppa og hefur átt yfir tuttugu slíka á ævinni. „Frá því að maður var peyi hafði maður ægilega gaman af svona jeppum. Ég komst í kynni við gaml- an Willys-jeppa hjá frænda mínum þegar ég var tíu til tólf ára og eftir það komst ekkert annað að hjá mér en að eignast svona jeppa,“ segir Davíð, spurður út í þetta áhuga- mál sitt. Hinn 48 ára Davíð, sem rekur verslunina Optic Reykjavík, keypti sinn fyrsta Willys-jeppa þegar hann var sextán ára. Hann var 1974-árgerð af tegundinni CJ5. Davíð setti 35 tommu dekk undir bílinn, sem þóttu ægilega stór á þeim tíma, tók þátt í torfæru- keppnum og lék sér mest á honum í kringum syðra Fjallabak en Davíð ólst upp að hluta til á Hellu. Síðan þá hefur hann verið dug- legur að kaupa sér Willys og núna á hann tvo, einn fyrir veturinn og annan fyrir sumarið. Sá fyrrnefndi er átta sýlindra, á 38 tommu dekkj- um og með 420 hestafla vél. - fb Hefur átt yfi r tuttugu Willys Sjóntækjafræðingurinn Davíð Sigurðsson er áhugamaður um jeppana. WILLYS-MAÐUR Sjóntækjafræð- ingurinn Davíð Sigurðsson hjá Willys-jeppunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.