Fréttablaðið - 05.07.2013, Page 2

Fréttablaðið - 05.07.2013, Page 2
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ALÞINGI Samkomulag um þinglok í gær komst í uppnám þegar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfsstæðis flokksins og formaður atvinnuveganefndar, lagði fram breytingartillögu við frumvarp um lög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samkvæmt breytingartillögunni átti að undanskilja kolmunnaveið- ar frá veiðigjaldi. Það hefði þýtt að áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiði- gjöldum hefðu orðið 459 milljónum lægri en ella. Í töflunni hér til hliðar má sjá að hefði breytingar- tillagan verið samþykkt hefði það sparað Síldarvinnslunni 116 millj- ónir, HB Granda rúmar 96 milljónir og Eskju 88 milljónir. Eins má sjá hagnað fyrirtækjanna árið 2011. Stjórnarandstaðan gerði þá kröfu að breytingartillagan yrði dregin til baka annars yrði þinglokum frest- að. Samkomulag náðist um að draga breytingartillögun til baka og halda þannig samkomulaginu um þinglok. Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja sendi atvinnuveganefnd umsögn varðandi málið og þar segir meðal annars: „Við núverandi markaðs- aðstæður er ljóst að gjaldið dugar ekki fyrir kostnaði við útgerð á kolmunna og áætlað rekstrartap verður um 0,9 kr. per hvert kíló af kolmunna.“ Þar er stuðst við útreikninga Deloitte FAS. - jse SÖFN „Rússar leggja mikla áherslu á að þakka þann mikla stuðning sem Íslendingar sýndu þeim í seinni heimstyrjöldinni,“ segir Guðjón Sigmundsson, staðarhaldari í Hernámssetrinu í Hvalfirði sem fær að gjöf ýmsa gripi frá Rússum. Guðjón segir safn í Moskvu senda hernámssetrinu þrjá bún- inga, af Bandaríkjamanni, Breta og Rússa, ásamt eftirlíkingum af hríð- skotabyssum þessara þjóða. Sendiherra Rússlands á Íslandi mun afhenda gripina við formlega athöfn í dag. Einn eftirlifandi her- maður Rússa verður í sendinefnd þeirra. Guðjón segir að þangað hafi einnig boðað komu sína full- trúar ýmissa ríkja bandamanna úr heimsstyrjöldinni; sendiherrar Breta, Bandaríkjanna, Frakklands og Noregs. Föstudagurinn er valinn til minningar um skipalestina PQ 17 sem í júlí 1942 lagði upp frá Hval- firði á leið í Norður-Íshaf og til Arkangelsk í Rússlandi. Mikill hörmungaratburður varð 5. júlí þegar Þjóðverjar sökktu tólf skip- anna. Aðeins ellefu skip af 34 náðu í höfn. Guðjón kveður Rússa ekki hvað síst vilja þakka Íslendingum að hafa stutt mikilvægar siglingar þeirra úr Hvalfirði og lagt þannig sitt af mörkum til að ráða niður- lögum nasismans. Meðal þeirra sem verða viðstaddir afhendinguna er Mikha- il S. Gusman, varaformaður rúss- nesku fréttastofunnar ITAR-TASS, ásamt fimm manna tökuliði. „Hann er einn frægasti sjónvarpsmaður Rússa,“ segir Guðjón um Gusman. gar@frettabbladid.is Sendiherrar stórvelda við athöfn í Hvalfirði Rússar þakka Íslendingum liðveislu í heimsstyrjöldinni síðari og færa Hernáms- setrinu í Hvalfirði muni tengda stríðinu. Sendiherrar ríkja bandamanna, eftirlif- andi rússneskur hermaður ásamt rússneskri sjónvarpsstjörnu verða við athöfnina. Í HERNÁMSETRINU AÐ HLÖÐUM Skipalest Rússa úr Hvalfirði varð fyrir miklum skakkaföllum út af Vestfjörðum 5. júlí 1942. GUÐJÓN SIGMUNDSSON Hernámssetrið í Hvalfirði er rekið af Guðjóni „Gaua litla“ Sigmundssyni. REYKJAVÍKURBORG „Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðargötur í borginni langt frá því að vera viðunandi,“ segir í tillögu þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði um átak í umhirðu borgarlandsins. „Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfé- lögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir,“ segja sjálf- stæðismenn. Afgreiðslu tillög- unnar var frestað. - gar Fulltrúar Sjálfstæðisflokks: Almenn óhirða í borgarlandinu SJÁVARÚTVEGUR Ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, um stjórnun á úthafsrækjuveiðum er að vænta innan tíu daga, segir Jón Guð- bjartsson, stjórnarformaður Rækjuvinnslunnar Kampa. Jón sat fund með ráðherranum í gær. „Ég er mjög bjartsýnn eftir þennan fund,“ segir Jón. „Þeir sögðu mér að ráðuneytið væri að safna gögnum og ákvörðun muni liggja fyrir eftir viku til tíu daga.“ Hann segir mikið í húfi því rúmlega fimm- hundruð manns eigi beinna hagsmuna að gæta. Sex rækjuvinnslur eru í landinu og telur Jón það ekki verða heiglum hent að starfrækja þær ef úthafsrækjunni verði úthlutað til þeirra útgerða sem áttu kvótann fyrir breytinguna, þegar veiðarnar voru gefnar frjálsar fyrir þremur árum. Hann segir ekki hægt að gera það með því að leigja kvótann og að um þessar mundir sé óhagstætt að kaupa rækjuna frá Noregi og Kanada. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur einnig ályktað um málið og segist Daníel Jakobsson bæjarstjóri höfða til skynsemi stjórnvalda. „Ég bara neita að trúa því að stjórnvöld fari að taka ákvörðun sem stefni atvinnulífi hér í voða,“ segir hann. Um 120 manns hafa atvinnu af rækjuvinnslu á norðanverðum Vestfjörðum. - jse Rækjuvinnslufólk bíður bjartsýnt ákvörðunar sjávarútvegsráðherra sem vænta má innan tíu daga: Yfir 500 störf tengd rækjuvinnslu í húfi RÆKJAN ÞOKAST NÆR Stjórnendur rækjuvinnslu- stöðva óttast að færiböndin stöðvist fyrir fullt og allt. MYND/HÖRÐUR KRISTJÁNSSON Áætlað veiðigjald HB Grandi 96 milljónir 5.984 kr. Eskja 88 milljónir 1.724 kr. Vinnslustöðin 17 milljónir 1.939 kr. Ísfélag Vestmannaeyja 24 milljónir 4.605 kr. Síldarvinnslan 116 milljónir 5.224 kr. Skinney-Þinganes 1 milljón 2.220 kr. Samherji 32 milljónir 8.560 kr. Gjögur 22 milljónir 2.033 kr. Huginn 19 milljónir 706 kr. Loðnuvinnslan 22 milljónir 2.033 kr. Runólfur Hallfreðsson ehf. 22 milljónir 253 kr. Rammi 25 þúsund 1.199 kr. Alls 36.481 kr. Hagnaður 2011 í milljónum króna Heimild: Finnbogi Vikar Hagnaður mun hærri en veiðigjaldið ALÞINGI Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum hafa lagt fram frumvarp þess efnis að bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þingmenn Pírata Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, óttast ekki inngrip Banda- ríkjamanna sem hafa sótt hart að þeim löndum sem tekið hafa hælis umsókn Snowdens til skoð- unar. „Ég held að Ísland muni halda áfram að hafa orð á sér fyrir að vera litla landið sem þorir,“ segir hún. - khn Hafa lagt fram frumvarp: Snowden fái ríkisborgararétt Breytingartillaga um að undanskilja kolmunna frá veiðigjaldi ögraði í lokin: Þingið strandaði á kolmunna ÞJÓÐHETJA Víðs vegar um borgina má sjá virðingavotta við Nelson Mandela. MYND/AFP SUÐUR-AFRÍKA Læknar Nelsons Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, hafa ráðlagt fjölskyldu hans að slökkva á öndunarvélinni sem heldur honum á lífi. Segja þeir að hann sé í viðvarandi dauðadái. Kona Man- dela, Graca Machel, sagði í gær að hann hefði upplifað óþægindi stöku sinnum en að hann hefði ekki fundið fyrir sársauka. Íbúar Suður- Afríku hafa beðið fyrir Mandela síðastliðinn mánuð. -nej Læknar ráðleggja fjölskyldunni að slökkva á öndunarvélinni: Nelson Mandela í dauðadái SPURNING DAGSINS Geir Gunnar, er þetta ekki sætt? Nei, þetta er sjúkt. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur gagnrýnir lélegt framboð spítala á hollum mat. Hann vill að settar séu reglur í kringum matarframboð á spítölum. Skólavörustíg 2 s: 552 5445 Stefán Bogi. Gull og silfursmiður MGH

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.