Fréttablaðið - 05.07.2013, Side 25
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 5. JÚLÍ 2013 • 5
● Nína Björk myndar fyrir fatahönnuð ● Tískuþáttur fyrir Gia In Style ● Systurnar Tinna Dögg, Nína Björk og Elma Lísa ● Börnin Egill og Embla samanvann fyrir Gia in Style og fleiri.
Eitt sinn myndaði kjól sem kostaði
yfir 4.000 evrur, ég var eiginlega
að fara á taugum. Það er þó mun
erfið ara að komast að úti í Lúxem-
borg og fá verkefni. Tengslanetið á
Íslandi er auðvitað stórkostlegt.“
Hvern hefur verið mest gefandi
að mynda frá því þú byrjaðir
að ljósmynda? „Ég er búin að
mynda svo margt stórkostlegt fólk
í gegnum tíðina. Það hafa allir
sinn sjarma og eftir verkefni geta
myndast góð tengsl á milli fólks.
Flestir eru gefandi en bara á mis-
munandi hátt.“
Þú hefur nú verið að vinna við
önnur verkefni en að ljósmynda,
eins og að senda Íslendingum föt
frá H&M gegn greiðslu. Hvernig
kom það til? „Íslendingar eru
auðvitað afar hrifnir af H&M og
versla mikið þar þegar þeir fara til
útlanda. Mér fannst þetta sniðug
hugmynd og gerði þó nokkuð af
þessu. Mér finnst alls ekki leiðin-
legt að versla því ég lifi og hrærist
í tískuheiminum sem er líka mitt
áhugamál.“
Framtíðin á Íslandi
Eru spennandi tímar fram undan?
Hvað er á döfinni hjá þér? „Það
eru mjög spennandi tímar fram
undan. Ég ætla að fara á fullt í ljós-
myndunina og er með margar hug-
myndir sem ég ætla að skapa. Þess
vegna ætla ég að klára ljósmynda-
námið frá Tækniskólanum. Eftir
það er draumurinn að opna stofu
eða stúdíó. Ég er búin að vera í
fjarnámi í Tækniskólanum en á
eins árs sérnám eftir núna.“
Lumar þú á einhverjum tísku-
ráðum? „Maður á að klæðast því
sem manni líður vel í. Það skapar
sjálfsöryggi. Fallegir skór, skart-
gripir, töskur og hattar finnst mér
setja punktinn yfir i-ið. Konur
þurfa að passa sig að klæðast ekki
of flegnu því þá getur maður misst
þokkann. Frekar að leyfa huganum
að nota ímyndunaraflið, það finnst
mér þokkafullt.“
Hver er þín helsta fyrirmynd
í lífinu? „Eins gott að ég særi
engan, en það eru án efa allar
konur sem ég umgengst í mínu
lífi. Ég er svo lánsöm að eiga
frábærar systur og vinkonur
sem ég gæti aldrei lifað án. Svo
finnst mér gaman að hlæja með
mömmu minni. Við erum með
sama húmor sem ekki allir ná.“
Það getur verið
að ég fái örlítið
menningarsjokk
þegar ég kem
til baka en ég
hræðist ekkert
nema myrkrið á
veturna.
Myndaalbúmið
náttúruleg fegurð
w
w
w
.gengurvel.is
Lífrænn
handáburður
á góðu verði
kr. 750