Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 12
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Lifðu, lærðu,
leiktu með
Sony Vaio
Borgartún 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is
Fislétt orkubúnt
13,3" snertiskjár
Intel Core i7 örgjörvi
4 GB minni
24 GB SSD og 500 GB diskar
Verð: 159.990 kr.
BORGARMÁL Hart var tekist á um
grasslátt á fundi umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjavíkur borgar
í gær. Sjálfstæðismenn bókuðu
meðal annars að „öllum borgar-
búum væri ljóst að sleifarlag hefur
verið við grasslátt og almenna
umhirðu borgarlandsins í sumar“.
Þessu svaraði meirihluti Besta
flokksins og Samfylkingarinnar –
auk borgarfulltrúa Vinstri grænna
– að ástandið væri vel viðunandi.
Þá bæta þau við að frekari umhirða
yrði kostnaðarsöm og að slíkt kæmi
niður á brýnni verkefnum.
„Okkur finnst að ástandið eigi
að vera meira en viðunandi,“
segir Gísli Marteinn Baldursson,
borgar fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins. „Og auðvitað skiljum við vel
að það sé verið að spara en þessu
er illa sinnt,“ segir Gísli.
„Menn eiga að hafa meiri metn-
að en að hafa borgina viðunandi.
Ég tek því undir með því sem
Besti flokkurinn sagði fyrir síð-
ustu kosningar; að þeir sætti sig
aðeins við það besta. Það á líka
við um grassláttinn,“ segir Gísli.
- vg
Segir að borgarfulltrúar eigi ekki að sætta sig við viðunandi umhirðu:
Tekist á um grasslátt í borginni
EKKI NÓG Gísli Marteinn Baldursson
segir viðunandi ekki nóg.
EGYPTALAND Bráðabirgðastjórn
egypska hersins boðar fulla hörku
gegn íslamistum, en Bræðralag
múslíma boðar til fjöldamótmæla
í dag, á „degi reiðinnar“, sem svo
er nefndur.
Engar sættir eru því í sjónmáli í
landinu en bæði herinn og Bræðra-
lagið hafa til langs tíma haft víð-
tækan stuðning meðal almennings
í Egyptalandi.
Átökin á miðvikudag, þegar sér-
sveitir réðust til atlögu gegn stuðn-
ingsmönnum Múhameds Morsi,
urðu þau blóðugustu sem þar hafa
þekkst áratugum saman. Mann-
fallið þennan eina dag varð meira
en samanlagt í átján daga uppreisn
almennings gegn Hosni Múbarak
árið 2011.
Stjórnvöld sögðu í gær tölu lát-
inna komna upp í 525, en sú tala
gæti enn hækkað því margir eru
alvarlega særðir. Fjöldi særðra er
farinn að nálgast fjögur þúsund,
samkvæmt tölum stjórnvalda.
Bræðralag múslíma segir að
fjöldi látinna sé enn hærri og skipti
þúsundum.
Ofbeldið hefur vakið hörð við-
brögð frá stjórnvöldum, samtökum
og stofnunum víða um heim. Þýsk,
bresk og frönsk stjórnvöld hafa
kallað sendiherra Egyptalands á
sinn fund. Danir hafa hætt við að
greiða 30 milljónir danskra króna
í aðstoð til Egypta.
Þá lýsti Barack Obama Banda-
ríkjaforseti því yfir að hætt verði
við sameiginlegar heræfingar:
„Hefðbundið samstarf okkar getur
ekki haldið áfram eins og ekkert
hafi í skorist á meðan verið er að
drepa almenna borgara á götum úti
og réttindi eru tekin af fólki.“ Hann
hefur þó ekkert sagt um hvort
Bandaríkin hætti að styðja egypska
herinn með fjárframlögum.
Stjórnin neitar því ekki að
skotið hafi verið á fólk en segir að
fyrstu skotin hafi komið frá stuðn-
ingsmönnum Morsís. Liðsmenn
Bræðralags múslíma hafi sumir
verið vopnaðir og beitt sér af mik-
illi hörku.
Navy Pillay, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna,
krefst þess hins vegar að framferði
sérsveitarmanna verði rannsakað
í þaula: „Fjöldi látinna og særðra,
jafnvel samkvæmt tölum frá stjórn-
völdum sjálfum, bendir til þess að
ofbeldið hafi verið óhóflegt, jafnvel
langt úr hófi fram.“
Í gær fékk lögreglan hins vegar
skýra heimild frá yfirvöldum til
þess að drepa fólk, svo fremi sem
það sé gert í þeim tilgangi að verja
bæði sjálfa sig og helstu stofnanir
samfélagsins gegn árásum.
Jafnframt heitir bráðabirgða-
stjórnin fullri hörku gagn-
vart hryðjuverkum Bræðralags
múslíma. Stjórnin segir að liðs-
menn Bræðralagsins ætli sér að
kippa stoðunum undan egypska
ríkinu. gudsteinn@frettabladid.is
Engar sættir í sjón-
máli í Egyptalandi
Bráðabirgðastjórnin segir að fjöldi látinna á miðvikudag sé kominn yfir 500 en
Bræðralag múslíma talar um þúsundir látinna. Bræðralagið boðar til fjöldamót-
mæla í dag, á „degi reiðinnar“. Lögreglan hefur fengið heimild til að drepa fólk.
VETTVANGUR ÁTAKA Rabaa al Adawíja-moskan í Kaíró, ein þekktasta moska borgarinnar, er illa farin eftir átökin á miðvikudag.
Rétt við moskuna voru stærri búðirnar af tveimur búðum mótmælenda sem rýmdar voru.
NORDICPHOTOS/AFP
SYRGJENDUR Harmi lostnir íbúar Kaíró innan um lík ástvina sinna, sem til bráða-
birgða voru lögð á gólf El Imam-moskunnar í Nasr City-hverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP