Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 18
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Ósanngirni elítunnar
Vigdís Hauksdóttir kveðst alls ekki
hafa verið að hóta RÚV í útvarpsvið-
tali á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar lét
hún þau orð falla að í ljósi vinnu-
bragða og nálgunar í fréttaflutningi
sínum fyndist henni óeðlilega mikið
fjármagn renna til stofnunarinnar.
Vigdís hefur annars oft verið umdeild
og athygli vakin á ummælum hennar,
meðal annars í þessum dálki. Svo bar
til í gær að Elliði Vignisson, sjálf-
stæðismaður og bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, reit pistil á vef sinn
þar sem hann tekur að nokkru
leyti til varnar fyrir Vigdísi.
Honum finnst Vigdís almennt
„skelegg“ og standi ekki í
því að „sykurhúða skoð-
anir sínar“. Hún sæti oft
ósanngjarnri umfjöllun
þess vegna og telur Elliði að þau spjót
sem standi á Vigdísi séu oftar en ekki
„borin uppi af fjölmiðlamönnum og
einhverri óskilgreindri mennta- og
menningarelítu“.
Elliða brá í brún
Þó brá Elliða í brún að eigin sögn
þegar hann heyrði ummæli Vigdísar
um RÚV. „Það er að mínu mati rangt
að hóta niðurskurði sem lið í að
múlbinda fréttamenn,“ skrifar hann.
„Slíkt verður sýnu alvarlegra þegar
þau orð koma frá formanni
fjárlaganefndar.“ Elliði klykkir
raunar út með að henni hafi ef
til vill hlaupið fullmikið
kapp í kinn þar, en
það komi fyrir
besta fólk. Það
var sumsé ekki
bara hefðbundin oftúlkun elítunnar
og fjölmiðlafólks sem þar var að
verki.
Illa fengið eður ei
Þess má svo geta að mistökin í frétt
RÚV, sem ýttu þessum steini af stað–
að Vigdís hafi talað um styrki frá ESB
sem „glópagull“, en ekki „illa fengið
glópagull“ fengu á sig nýjan vinkil
þegar upp úr krafsinu kom bútur úr
þingræðu Vigdísar frá í fyrra. Þar
sagði hún: „En því miður er það
þannig að þetta fé kemur frá
Evrópusambandinu og að vissu
leyti má segja að það sé illa
fengið fé vegna þess að þjóðin,
landsmenn, 65% landsmanna,
vilja ekki ganga þessa
leið.“
thorgils@frettabladid.is
Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni
varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkj-
unnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið
ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíð-
ina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á
að byggja upp og haga samstarfi við aðila
þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á
milli þeirra og kirkjunnar.
Umræðan leiddi mig að eftirfarandi
spurningu: Megum við ekki halda í sam-
starf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur
skoðun á einhverju málefni sem við erum
ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvett-
vangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóð-
kirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð
en ekki samstarf, samt höfðum við haldið
málþing nokkrum sinnum og þau voru jú
samvinna.
Málið er að kaþólska kirkjan, rétt trún-
aðar kirkjan eða Menningarsetur múslíma
eru líka samstarfsaðilar og þau hafa tals-
vert annan skilning og skoðun á málefnum
samkynhneigðra en ég hef sem stuðnings-
maður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á
ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef
ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum
mikilvægum tækifærum til samvinnu sem
varðar önnur málefni eins og baráttuna
gegn fordómum vegna trúar.
Ekki „eina málið“
Það eru mikilvæg en mismunandi málefni
til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur
varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur
tala ég oft um málefni innflytjenda og
held mikilvægi þeirra á lofti. En sam tímis
lít ég ekki á málefni innflytjenda sem
„eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki
valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með
því að skoða afstöðu hans við innflytj-
endamál.
Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að
sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfir-
lýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel
að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla
þegar knýjandi mál koma upp, eins og til
dæmis í stríði.
Spurningin um hvort rétt sé að eiga í
samráði og samvinnu við einhvern um
ákveðið málefni eða hvort slíta skuli sam-
starfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að
mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé
annað hvort „með“ eða „á móti“.
Við þurfum að vera meðvituð um að hafa
jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur
þannig tækifæri til að hugsa um og leysa
ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum
við alltaf að hugsa málið vel.
Ágreiningur og samstarf
➜ Ég myndi að sjálfsögðu aldrei
vera í samstarfi við yfi rlýstan
kynþáttahatara.
TRÚMÁL
Toshiki Toma
prestur innfl ytjenda
Fiskikóngurinn
Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is
ÝSA OG ÞOR
SKUR. LAUK
UR, KARTÖF
LUR,
FISKISOÐ, NÝ
MJÓLK, SALT
OG PIPAR. S
MJÖR-
BOLLA, ÍSLE
NSKT SMJÖR
OG SMÁ HV
EITI.
R
íkisstjórnin vill skoða þann kost að bæta við virkjanir í
Þjórsá með því að ráðast í Norðlingaölduveitu.
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra aflýsti
fyrr í sumar á síðustu stundu stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum, sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið,
vegna athugasemda Landsvirkjunar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skoðaði Þjórsár-
ver í síðustu viku og segist eftir þá ferð sannfærðari en áður um
að nýta megi Norðlingaölduveitu til að framleiða rafmagn án þess
að Þjórsárver skaðist. Norðlingaölduveita er einn hagkvæmasti
virkjanakostur sem völ er á.
Í frétt hér í blaðinu í fyrradag
sakaði Svandís Svavarsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna og
fyrrverandi umhverfisráðherra,
iðnaðarráðherrann um að rjúfa
sátt. „Hún talar um það að þetta
snúist um einhvers konar sátt
en sáttin liggur nú þegar fyrir,
þingið er búið að koma sér
saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna
til ófriðar,“ sagði Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og
það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það.“
Hér vísar Svandís til þess að Alþingi setti Norðlingaölduveitu
í verndarflokk í rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls
og jarðvarma. Um afgreiðslu rammaáætlunarinnar ríkti hins
vegar aldrei nein sátt og það veit fyrrverandi umhverfisráðherra
mætavel, þótt hún reyni nú að snúa hlutunum á haus.
Síðasta ríkisstjórn fór ekki eftir tillögum verkefnisstjórnar-
innar sem raðaði virkjanakostum í forgangsröð út frá faglegum
sjónarmiðum, byggðum á víðtækri gagnaöflun, heldur grautaði
í röðinni út frá pólitískum sjónarmiðum. Norðlingaölduveitu
var þannig upphaflega raðað ofan við miðjan lista og út frá því
hefði mátt ætla að hún færi í nýtingar- eða biðflokk, fremur en
verndarflokk.
Faglega matið kom fyrri ríkisstjórn hins vegar aldrei við,
hvað Þjórsárver varðaði. Áður en rammaáætlunin var unnin og
afgreidd reyndu Svandís Svavarsdóttir og fleiri ráðherrar meira
að segja að koma í veg fyrir að Norðlingaölduveita fengi sama
faglega mat og aðrir virkjanakostir með því að stækka frið-
landið og slá þannig virkjanaáform út af borðinu. „Ef það er ekki
pólitískur vilji til að fara í þessa virkjun og það er pólitískur vilji
til að forgangsraða þessu svæði í þágu náttúruverndar, þá þarf
það ekki á yfirferð rammaáætlunar að halda,“ sagði hún þá.
Landsvirkjun hefur nú sett fram nýjar hugmyndir um hvernig
megi ráðast í Norðlingaölduveitu með enn minni umhverfis áhrifum
en fyrri útfærslur hefðu haft í för með sér. Það er sjálfsagt að
skoða þau áform. Ákvörðun Alþingis yrði að koma til þannig að
virkjunin yrði færð úr verndarflokki í nýtingarflokk. Með því væri
engum friði spillt, því að engin sátt ríkti um afgreiðslu ramma-
áætlunarinnar. Það var fyrri ríkisstjórn raunar margoft bent á; að
fyrst pólitík var leyft að komast í málið og það keyrt þannig í gegn í
stað þess að láta faglegu sjónarmiðin ráða, myndi næsta ríkisstjórn
væntanlega bara breyta rammaáætluninni.
Núna bragða fyrrverandi stjórnarliðar sem sagt á eigin
meðulum. Og þykja þau augljóslega vond.
Stjórnarandstaðan bragðar á eigin meðulum:
Sáttinni
snúið á haus
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is