Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 20
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Í júní 2013 birti Bertels- mann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagsleg- um áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rann- sókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samn- ingsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samnings- ins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samnings- ríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Banda- ríkjanna og ESB-ríkin 28. Lands- framleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að lands- framleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkj- um ESB mun landsfram- leiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bret- landi um næstum 10% og einnig munu Eystrasalts- ríkin og löndin í Suður- Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýska- landi mun samningur- inn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakk- landi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Banda- ríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýska- landi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til. Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahags- spár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunar- samningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samn- ingsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þús- und störf. Í niðurstöðum rannsóknarinn- ar kemur fram að áhrif fríversl- unarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsfram- leiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknar- skýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðal- landsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sér- hæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Lík- legast er að aðild að fríverslunar- samningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á við- skiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskipta- leiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirn- ar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýr- keypt að gera ekki neitt. Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrk- ina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Níg- ería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutn- ingsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur feng- ið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambands- ins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyr- irbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrk- ina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem mál- inu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upp- hafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Com- enius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þann- ig getað tengst þeirri miklu gerj- un sem er á lykilsviði upplýsinga- samfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræring- um skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerf- inu. Ein markverðasta fram- för okkar tíma var „stofn- anagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árang- urs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrir- tækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smárík- ið Ísland er starfsemi Evrópusam- bandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru. Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópu- sambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísinda- legum vinnubrögðum í Frakk- landi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til fram- fara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innrétting- um Skúla Magnússonar í Reykja- vík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Steph- ensen í menntunar- og fræðslu- málum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menn- ingarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppi- legt staðarval fyrir upphaf ríkis- stjórnar þeirra Sigmundar Dav- íðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýs- ingarinnar og eru héraðsskólarn- ir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktar- árum kreppunnar að kaupa her- bergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdenta- görðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar ein- mitt hið gagnstæða er raunveru- leikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðild- arsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins? Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum geng- ur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlut- verk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræði- legt harðlífi, ásamt hæfni forystu- manna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýska- land er það land á Vesturlönd- um sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tíma- bils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkj- unum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsrík- isins var farin sú útfærsla kapítal- ísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru megin- þættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verka- lýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveit- enda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árun- um var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mik- ilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Rót- tækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársauka- fullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgð- in á þjóðarsamstöðu var í hönd- um kanslarans, sem átti reglu- lega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrir- tækja og náði sameiginlegri niður- stöðu um að allir yrðu að fórna ein- hverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðs- áranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harð- lífi nýklassískrar hagfræði. Leiðar- ljós stjórnmálanna var og er prakt- ískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi fram- tíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetn- ingu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerf- inu og þar með hagvöxt og vel- ferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfé- lag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkasta- mikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartil- finningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrr- nefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vest- rænt land getur státað sig af. Hér- lendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sér- hagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar. ➜ Þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öfl ugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. ➜ Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusam- bandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveru- leikinn. ➜ Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Ný upplýsingaöld og ESB Dýrt að gera ekki neitt Af velferð þjóða STJÓRNMÁL Þröstur Ólafsson hagfræðingur EVRÓPUMÁL Einar Benediktsson fyrrverandi sendi- herra EFNAHAGSMÁL Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins Save the Children á Íslandi UVEX SPORTS GmbH & Co. KG, Würzburger Str. 154, 90766 Fürth / Germany, www.uvex-sports.de

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.